Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 93

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 93
MINNINGAR 91 Þannig er fyrsta bernskuminningin mín, ferð - farin í myrkri, þar sem vegurinn var lýstur með litlu kerti - en örugg í faðmi föður og í fylgd ættingja og ástvina. Mamma og pabbi bjuggu í norðurendanum í gamla bænum í Nesi, en afi og Sigurborg, stjúpa pabba míns, voru í suður- endanum. I miðbaðstofunni var vinnufólkið. Það voru oftast vinnumaður - einn eða tveir, sem um leið voru námssveinar hjá afa eða pabba, því að þeir voru báðir lærðir járnsmiðir. Þá var líka vinnukona hjá mömmu og svo stundum eitthvert aukafólk. - Undir loftinu voru búrin, sitt í hvorum enda, en göngin inn í bæinn voru bæði löng og dimm, enda var ég alltaf myrkfælin í þeim. Gamla hlóðaeldhúsið var beint á móti smiðjudyrunum, og ef þær voru opnar, var skíma í göngunum. Hlóðaeldhúsið var alltaf notað til allra stórelda, og þar var reykt kjöt og rauðmagi. Þar var líka kvörnin í einu horninu, þar sem komið var malað. - Þegar hún var ekki notuð, var vandlega breitt yfir hana. Við útidyrnar hafði afi byggt stóran skúr með hliðinni á bænum. Þar var stofa, blámáluð og fín, með hornskáp, þar sem afi geymdi falleg lítil staup og fína flösku með víni, sem hann gaf góðum gestum, svo sem pró- fastinum, sýslumanninum o.fl. I stofunni voru líka borð og stólar - og eitt rúm, sem notað var handa gestum á sumrin. A veturna hafði Sigurborg vefstólinn sinn þar, og þá óf hún og stundum afi eða Valla, en sjaldan pabbi, og mamma aldrei. Hún hafði nóg annað að gera: spinna og prjóna, sauma og bæta auk matreiðslu, því að fólkinu fjölgaði óðum og við urð- um 5 krakkamir sitt á hverju ári. Elst var Ingibjörg, þá ég, svo Matthildur, Guðbjörg og Kristján yngstur. Það 6. Þorsteinn bróðir minn fæddist ekki fyr en við vorum komin í nýja húsið. Fyrir afa mínum bar ég mikla virðingu. Hann var elsti mað- urinn á bænum, gráhærður með alskegg, nokkuð skarpur á brúnina og alvarlegur, en það lýsti nú samt alltaf eitthvað gott úr gráu augunum hans, ef maður horfði í þau. Hann var hár maður vexti, en nokkuð orðinn lotinn í herðum, þegar ég man eftir honum. En hann var víst talinn glæsilegur ungur maður, félagslyndur, og skemmtilegur, duglegur ferðamaður, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.