Breiðfirðingur - 01.04.1993, Qupperneq 93
MINNINGAR
91
Þannig er fyrsta bernskuminningin mín, ferð - farin í
myrkri, þar sem vegurinn var lýstur með litlu kerti - en örugg
í faðmi föður og í fylgd ættingja og ástvina.
Mamma og pabbi bjuggu í norðurendanum í gamla bænum
í Nesi, en afi og Sigurborg, stjúpa pabba míns, voru í suður-
endanum. I miðbaðstofunni var vinnufólkið. Það voru oftast
vinnumaður - einn eða tveir, sem um leið voru námssveinar
hjá afa eða pabba, því að þeir voru báðir lærðir járnsmiðir. Þá
var líka vinnukona hjá mömmu og svo stundum eitthvert
aukafólk. - Undir loftinu voru búrin, sitt í hvorum enda, en
göngin inn í bæinn voru bæði löng og dimm, enda var ég
alltaf myrkfælin í þeim. Gamla hlóðaeldhúsið var beint á móti
smiðjudyrunum, og ef þær voru opnar, var skíma í göngunum.
Hlóðaeldhúsið var alltaf notað til allra stórelda, og þar var
reykt kjöt og rauðmagi. Þar var líka kvörnin í einu horninu,
þar sem komið var malað. - Þegar hún var ekki notuð, var
vandlega breitt yfir hana. Við útidyrnar hafði afi byggt stóran
skúr með hliðinni á bænum. Þar var stofa, blámáluð og fín,
með hornskáp, þar sem afi geymdi falleg lítil staup og fína
flösku með víni, sem hann gaf góðum gestum, svo sem pró-
fastinum, sýslumanninum o.fl. I stofunni voru líka borð og
stólar - og eitt rúm, sem notað var handa gestum á sumrin. A
veturna hafði Sigurborg vefstólinn sinn þar, og þá óf hún og
stundum afi eða Valla, en sjaldan pabbi, og mamma aldrei.
Hún hafði nóg annað að gera: spinna og prjóna, sauma og
bæta auk matreiðslu, því að fólkinu fjölgaði óðum og við urð-
um 5 krakkamir sitt á hverju ári. Elst var Ingibjörg, þá ég, svo
Matthildur, Guðbjörg og Kristján yngstur. Það 6. Þorsteinn
bróðir minn fæddist ekki fyr en við vorum komin í nýja húsið.
Fyrir afa mínum bar ég mikla virðingu. Hann var elsti mað-
urinn á bænum, gráhærður með alskegg, nokkuð skarpur á
brúnina og alvarlegur, en það lýsti nú samt alltaf eitthvað gott
úr gráu augunum hans, ef maður horfði í þau. Hann var hár
maður vexti, en nokkuð orðinn lotinn í herðum, þegar ég man
eftir honum. En hann var víst talinn glæsilegur ungur maður,
félagslyndur, og skemmtilegur, duglegur ferðamaður, og