Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 95
M I N N I N Ci A R
93
og Sands - um Eyrarsveit og svo Fróðárheiði og Staðarsveit
yfir Kerlingarskarð og til Stykkishólms aftur - frá 1891 til
1905, en þá tók pabbi minn alveg við þeim til 1928 er hann
flutti alfarinn frá Nesi.
Afi minn var mikils metinn maður bæði utan heimilis og
á. Hann var lærður jámsmiður og hafði oft lærlinga að vetrin-
um. Meðal þeirra sem lærðu járnsmíð hjá honum var Alexand-
er Valentínusson, bróðursonur Sigurborgar seinni konu afa.
Alexander varð síðan mjög kunnur völundarsmiður.
Á sunnudögunum las afi minn alltaf húslesturinn, oftast
fyrir hádegi, því að þá var miðdegismaturinn borðaður kl. 3.
Húslestrartíminn fannst mér alltaf ákaflega hátíðlegur. Þá sát-
um við systumar alltaf hreinar og í hreinum fötum á rúmun-
um, með mömmu og pabba, kyrlátar á meðan sungið var og
Iesið. Pabbi byrjaði alltaf að syngja, og svo tók hitt fólkið
undir. Stundum fannst mér lesturinn nokkuð langur, því að afi
las alltaf í Vídalínpostillu. En maður mátti aldrei hlaupa um
eða trufla með því að hreyfa sig þangað til afi hafði lokið
lestrinum, þá var aftur sungið, og svo bændu sig allir, þar til
afi sagði: „Guð gefi oss öllum góðar stundir.“ Þá fóru allir og
þökkuðu afa fyrir lesturinn með handabandi.
Um föstuna voru lesnir passíusálmarnir og hugvekja á
hverju kvöldi. Þá las mamma mín, eða Valla frænka, og stund-
um afi. Um hátíðar var alltaf farið í kirkju og svo líka á sunnu-
dögum þegar messudagar voru.
Pabbi
Hann pabbi minn var meðalmaður á hæð, frekar grannur, en
samsvaraði sér vel, fallega vaxinn og léttur á fæti. Hann hafði
dökkt hár en ljóst yfirskegg, og dökkblá djúp og falleg augu.
Hann var frekar alvarlegur á svip, en afar gestrisinn og glaður
í góðvinahópi. Hann hafði yndi af söng og skáldskap, enda var
hann sjálfur vel hagmæltur og raulaði þá oft vísur sínar fyrir
munni sér, bæði við vinnu sína og eins ef hann var á ferðalagi.
Hann hafði unun af góðum hestum og átti oft gæðinga. Honum