Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 109

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 109
M I N N I N C. A R 107 6. Ævinlega eiga börn að þakka fyrir sig að máltíð lokinni. 7. Ef gestur eða einhver fullorðinn kemur inn í stofu og vantar sæti, á barnið að standa upp og bjóða sitt eigið sæti. 8. Ef böm mæta fullorðnum á götu eiga þau að vfkja úr vegi, víkja til vinstri handar. (Það voru þá lög). 9. Ef fullorðnir ávarpa börn á förnum vegi eiga þau að svara spurningum skýrt og kveðjum kurteislega. Bernskan aí) baki En brátt leið bernskan með leikjum og áhyggjuleysi, og upp rann æskan svo björt og fögur. Þá voru byggðar skýjaborgir og samdar áætlanir fyrir framtíðina. Það var svo margt, sem þurfti að framkvæma. Að vísu hrundu loftkastalarnir, en þá var auðvelt að reisa nýja. Um þessar mundir lifði ég að nokkru leyti í tveim heimum, ef svo mætti segja - þeinr raunverulega, með skyldum og störfum hins daglega lífs, og í nokkurs konar söguheimi með straumum og áformum. Allar þær bækur, sem ég gat komist yfir, las ég með áfergju. Eg fékk eina krónu að gjöf og varði henni til þess að ganga í bókasafnið; þá kostaði árgjaldið eina krónu. Þá var þar bókavörður, sem Baldvin hét, Bergvinsson, ættaður úr Þingeyjarsýslu, enda kallaði hann sig Bárðdal. - Hann var greindur karl, skáldmæltur og gott við hann að tala. Hann valdi fyrir mig fyrstu bókina sem ég fékk, það var „Gullöld Islendinga“, og er ég honum enn þakklát fyrir það. En ég las líka allt sem ég gat fundið, neðanmálssögur í blöðum og tímaritum, og ýmsar þýddar skáldsögur. - Skemmti- legar fundust mér sveitasögur Björnsons - og fleiri, og alráðin var ég í því að ferðast til Noregs, þegar ég væri oröin stór, og verða helst selráðskona þar uppi í tjöllunum. Eina nóttina dreymdi mig líka, að ég væri komin til Noregs. Eg þóttist eiga þar heima og búa hjá gamalli konu skammt frá konungshöllinni. Og nú fannst mér ég hlaupa yfir götu og torg í höfuðborginni, sem þá hét Kristjanía og vera á leið heim til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.