Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 109
M I N N I N C. A R
107
6. Ævinlega eiga börn að þakka fyrir sig að máltíð lokinni.
7. Ef gestur eða einhver fullorðinn kemur inn í stofu og vantar
sæti, á barnið að standa upp og bjóða sitt eigið sæti.
8. Ef böm mæta fullorðnum á götu eiga þau að vfkja úr vegi,
víkja til vinstri handar. (Það voru þá lög).
9. Ef fullorðnir ávarpa börn á förnum vegi eiga þau að svara
spurningum skýrt og kveðjum kurteislega.
Bernskan aí) baki
En brátt leið bernskan með leikjum og áhyggjuleysi, og upp
rann æskan svo björt og fögur. Þá voru byggðar skýjaborgir
og samdar áætlanir fyrir framtíðina. Það var svo margt, sem
þurfti að framkvæma. Að vísu hrundu loftkastalarnir, en þá
var auðvelt að reisa nýja. Um þessar mundir lifði ég að nokkru
leyti í tveim heimum, ef svo mætti segja - þeinr raunverulega,
með skyldum og störfum hins daglega lífs, og í nokkurs konar
söguheimi með straumum og áformum. Allar þær bækur, sem
ég gat komist yfir, las ég með áfergju. Eg fékk eina krónu að
gjöf og varði henni til þess að ganga í bókasafnið; þá kostaði
árgjaldið eina krónu. Þá var þar bókavörður, sem Baldvin hét,
Bergvinsson, ættaður úr Þingeyjarsýslu, enda kallaði hann sig
Bárðdal. - Hann var greindur karl, skáldmæltur og gott við
hann að tala. Hann valdi fyrir mig fyrstu bókina sem ég fékk,
það var „Gullöld Islendinga“, og er ég honum enn þakklát
fyrir það.
En ég las líka allt sem ég gat fundið, neðanmálssögur í
blöðum og tímaritum, og ýmsar þýddar skáldsögur. - Skemmti-
legar fundust mér sveitasögur Björnsons - og fleiri, og alráðin
var ég í því að ferðast til Noregs, þegar ég væri oröin stór, og
verða helst selráðskona þar uppi í tjöllunum.
Eina nóttina dreymdi mig líka, að ég væri komin til Noregs.
Eg þóttist eiga þar heima og búa hjá gamalli konu skammt frá
konungshöllinni. Og nú fannst mér ég hlaupa yfir götu og torg
í höfuðborginni, sem þá hét Kristjanía og vera á leið heim til