Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 14
14 FÓLK - VIÐTAL 23. nóvember 2018 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Hefur hann alltaf verið viljugur að fara í meðferð? „Já, alltaf,“ segir Harpa ákveðin. „Hann vill alltaf fara í meðferð og hann vill hætta. En þegar hann hefur komið af Staðarfelli þá tekur ekkert við. Það er lítil sem engin eftirfylgni með þessu. Jú, honum er bent á að fara á AA-fundi en það er ekki það sama. Ef það væri hægt að grípa börnin meðan þau eru ung þá væri hægt að bjarga svo mörgum. Allt þetta fólk er hæfileikaríkt á einhverju sviði og það þarf að virkja þessa hæfileika. Þrjár eða fimm vikur á Staðarfelli eru ekki nóg, það vantar alvöru eftirfylgni. Fólk sem er á aldrinum 18 og upp í 25 ára aldur hefur ekk- ert. Eins og sonur minn, hann fékk enga vinnu því það er alltaf beðið um sakaskrá. Eitt sinn fékk hann vinnu í fataverslun og var alltaf langsöluhæstur en svo kom saka- skráin og þá var hann látinn fara þrátt fyrir að hafa staðið sig gríðar- lega vel. Smám saman ertu kýldur niður af þjóðfélaginu. Fólk á saka- skrá fær fá eða engin tækifæri og það er erfitt þegar maður er ungur og með brotna sjálfsmynd.“ Harpa segir að ekki bætir úr skák að fíklar mæti mikli fyrirlitn- ingu í þjóðfélaginu. „Ég er þá ekki að meina fólk úti í búð. Heldur frá fólki í þjónustu- störfum sem hann þarf að leita til. Til dæmis hjá einni af Þjónustu- miðstöðvum Reykjavíkurborgar, þaðan sem hann fékk peninga og félagslega aðstoð. Þar mætti hon- um ekkert nema hroki og skiln- ingsleysi á veikindum hans en þegar hann flutti lögheimilið og leitaði á aðra þjónustumiðstöð var allt annað viðhorf og þannig viðhorf þarf að vera á svona stöðv- um, þar sem að veikt fólk leitar að- stoðar, þar þarf að sýna kærleik og manngæsku.“ Ótækt að hafa fíkil á heimilinu Fyrstu árin í neyslu reykti sonur Hörpu kannabis, tók inn töflur og kókaín í nös. Þegar hann var 27 ára gamall byrjaði hann að sprauta sig. Þá var leiðin hröð niður á botninn og leiðin til baka orðin torfær og löng. Hún segir: „Þetta er búið að vera mjög erfitt fyrir alla fjölskylduna. Við höfum þurft að láta lögregluna fjarlægja hann af heimilinu nokkrum sinn- um og við höfum þurft að skilja hann eftir á götunni. Hann var farinn að ógna yngsta bróður sín- um sem var þá á unglingsaldri og á ADHD-lyfjum. Hann lét bróð- ur sinn leita að pillum fyrir sig og hann hefur stolið lyfjum af okk- ur. Hann hefur líka stolið pening- um og öðru frá bæði okkur for- eldrunum og systkinum sínum. Við höfum boðið honum að vera heima ef hann væri ekki í neyslu en hann hefur svikið það. Við höf- um fundið sprautunálar og fleira undir dýnunni hans og hann hefur dregið alls konar lið heim til okk- ar. Það er ekki hægt að bjóða fjöl- skyldunni upp á þetta, en við höf- um gert það allt of oft.“ Harpa segir að fólk hafi ekki endilega skilning á þessu. Þetta séu veikindi líkt og krabbamein og fólk myndi ekki vísa krabbameins- sjúklingi af heimilinu. „En í raun er ekki hægt að líkja þessu saman. Krabbameinssjúk- lingar eru ekki að stela og ógna. Það er ekki hægt að hafa fíkil á heimilinu. Ég elska son minn en ég elska ekki fíkilinn. Hann breyt- ist í allt aðra persónu sem ég þekki ekkert. Það er erfitt að horfa upp á barnið sitt breytast svona, bæði í hegðun og útliti.“ Menn með öxi Harpa segir að neysla sonar síns hafi haft önnur bein áhrif á fjöl- skylduna. Óprúttnir einstaklingar hafi bankað upp á á heimilinu. „Eitt sinn komu handrukkarar heim og kipptu honum út. Það var svo ofboðslega mikil angist í röddinni þegar hann hrópaði á pabba sinn. Pabbi hans var á efri hæðinni en náði að komast út og bjarga honum frá þeim.“ Harpa minnist einnig fleiri erfiðra atvika. „Hann var að vinna hjá pabba sínum við að keyra. Allt í einu stökk maður út úr bíl og að honum. Mað- urinn greip svo fast í höndina á honum að hann fékk marblett. Hann sagði að sonur minn þyrfti að borga og þessar skuldir hækkuðu sífellt. Í eitt skiptið komu tveir menn heim til okkar en þá bjó son- ur minn ekki hjá okkur. Þegar ég sagði þeim að hann byggi ekki á staðnum þá fóru þeir. Ég og systir hans vorum heima ásamt bræðr- um hans en við fengum áfall þegar við sáum að þeir voru með öxi. Við hringdum á lögregluna og brunuð- um á staðinn þar sem hann bjó. Lögreglan náði að stöðva okkur en við vorum svo hrædd, ég náði varla andanum og þau sendu okkur strax til baka í bílinn. Þá nótt var lítið sof- ið.“ Þegar tengdafaðir Hörpu lést kom sonur hennar heim en var í neyslu og skaðaði sjálfan sig. „Við hringdum á sjúkrabíl því hann lá í blóði sínu á gólfinu, hann var sendur á bráðadeild, þar sem gert var að sárum hans, og í kjölfarið á 33 A fíknideildina en þar átti að hleypa honum út eftir einn dag.“ Þau þurftu að berjast fyrir að fá að halda honum inni á deildinni í nokkra daga í viðbót á meðan þau jörðuðu tengdaföður Hörpu. „Við vorum í stressi korter í kistulagningu því við vorum við bæði í símanum að reyna að fá læknana til að halda honum inni fram yfir helgina en hann átti pláss á Vogi á þriðjudeginum á eftir, það tókst á endanum og fjölskyldan gat andað léttar í það skiptið en þetta tók gríðarlega mikið á alla fjöl- skylduna.“ Hún segir að í önnur skipti sem að sonur hennar hafi komist inn á geðdeildina hafi honum verið vísað þar út um leið og hann var orðinn götufær og búinn að fá að borða. „Það er ekkert þarna. Ekkert!“ segir hún með áherslu. „Ég hef hugsað: Til hvers er verið að senda fólk á þennan stað, því það er ekk- ert raunverulega gert? Þetta er engin lausn til lengri tíma. Fíkn er sjúkdómur og það þarf miklu miklu meiri aðstoð. Systir hans fór oft með hann niður eftir til að reyna að koma honum þar inn þegar hann var í svo slæmu ástandi að hann vildi ekki lifa lengur, en nei, það var ómögulegt og hún þurfti því að koma með hann heim aftur og við þurftum að vakta hann, það voru mörg tár sem féllu og geðshrær- ingin mikil.“ Hverfandi maður Hefur hann náð einhverjum tíma edrú? „Hann náði einu sinni um tveimur árum. Þá hafði hann brot- ið af sér og átti að fara í fangelsi. Í þessi tvö ár sem hann beið var hann alveg ofboðslega fínn. Síðan var hann kallaður inn og þar var allt fljótandi í efnum.“ Harpa segir að fyrir utan þessi tvö ár hafi sonur hennar yfirleitt náð fimm eða sex mánuðum edrú. „Eftir að hann byrjaði að sprauta sig styttist sá tími niður í tvo mánuði eftir hverja meðferð. Núna síðast voru þetta ekki nema tíu dagar eftir að hann kom úr með- ferð. Eins og klukka. Þetta styttist sífellt og ég hugsa: Hversu langt nær hann næst? Kannski nær hann aldrei tökum á þessu en ég verð að halda í vonina.“ Þegar hann er edrú, er hann þá sama persóna og hann var áður en hann byrjaði í neyslu? „Mér finnst það hafa farið minnkandi og hann ekki hafa kom- ið nógu vel til baka. Hann er mjög sjálfhverfur og er að hugsa um hluti sem hann á ekki að vera að hugsa um. Hann hefur alltaf verið hug- myndaríkur, skemmtilegur og fjöl- hæfur einstaklingur en með alveg brotna sjálfsmynd. Hann nýtur þess ekki lengur að vera innan um fólk, sérstaklega ættingjana.“ Hefur hatað starfsfólk Vogs og geðdeildar Umræðan um alvarleika fíknisjúk- dóma hefur verið mikil undan- farin misseri og krafan um aukið fjármagn til málaflokksins hávær. Harpa hefur ekki farið varhluta af þessu. „Ég verð svo reið þegar ég sé forgangsröðunina inni á Alþingi. Að það sé verið að ausa fjármun- um í aðstoðarmenn á meðan þessi vandi eykst. Eftir hrun var skorið niður um þrjátíu prósent og þetta hefur aldrei náð sér á strik eftir það. Jafn vel þó að það eigi að vera góðæri í þjóðfélaginu. Hvar er for- gangsröðunin? Er fólk ekki meira virði en einhverjir aðstoðarmenn á Alþingi?“ spyr hún. Fyrir tveimur dögum fór Harpa með son sinn í meðferð en þá vildu ráðamenn á Vogi ekki taka við honum. Var það af því að fyrr- verandi kærasta hans var í með- ferð og vildu þeir ekki að þau hitt- ust. Harpa þurfti því að skilja hann eftir á götunni í algjörri óvissu með framtíðina. Sama dag og blaðakona tók viðtalið við Hörpu fékk sonur hennar innlögn á Vog og segist Harpa enn halda í vonina. „Ég hef oft staðið í stappi við Vog og skammað þá fyrir að vilja ekki taka strákinn minn inn. Ég hef hatað fólkið á Vogi og ég hef hatað fólkið á geðdeildinni. En þegar skynsemin kemur til baka þá átta ég mig á því að þau geta ekki gert betur og þau verða að forgangs- raða. Yfirleitt fær hann að koma inn fyrr því hann er svo langt leiddur. Þeir sem eru ekki svo langt leidd- ir þurfa að bíða í allt að sjö mánuði eftir að komast inn. Hver getur beðið í sjö mánuði? Eða tvo? Eða bara viku? Einu sinni þurfti sonur minn að bíða í tvo mánuði. Á þeim tíma fór hann og keypti sér kókaín og lenti uppi á spítala í öndunar- stoppi. Annar maður sem keypti sama efni dó, þetta var svo sterkt.“ Þörfin fyrir eigin hjálp Sonur Hörpu á sjálfur ellefu ára gamlan son. Barnsmóðir hans hef- ur leyft honum að hitta föður sinn þegar hann er í lagi, en það hefur verið minna af því undanfarin ár. Hann heimsækir þó ömmu sína og afa reglulega og föðursystir hans hefur tekið hann til sín einu sinni í mánuði. Harpa segir: „Hann hefur ekki fengið mikið af pabba sínum síðustu fimm árin eða svo. Um tíma var hann mjög reiður út í allt og skildi þetta ekki. En nú er hann kominn á þann ald- ur að það er hægt að tala um þetta við hann.“ Hafið þið aðstandendurnir fengið næga hjálp fyrir ykkur? „Við höfum alls ekki verið nógu dugleg að leita eftir hjálp og verið of lokuð með þetta. Ég fór á Al- -Anon fundi hjá SÁÁ fyrir mörgum árum. Hingað til hefur mér fundist ég ekki hafa þurft á þessu að halda. En það hefur breyst núna. Kvíðinn er farinn að stjórna mér og mér finnst að ég þurfi aðstoð. Maður- inn minn leysir þetta með því að bæta á sig vinnu. Fjölskyldan þarf öll að leita sér aðstoðar, sérstak- lega þó ég og systir hans sem hefur tekið þetta alltof mikið að sér með mér.“ Eftir að Harpa fór að tala um þetta opinberlega hefur hún feng- ið viðbrögð frá öðrum aðstand- endum í sömu eða svipaðri stöðu. Hún segir mikilvægt að finna að þau séu ekki ein í þessari baráttu. „Konur sem ég þekki ekki neitt hafa hringt í mig, þakkað mér fyr- ir og deilt sinni reynslu með mér. Mér finnst gott að geta hjálpað og þetta hjálpar mér. Fíknisjúkdómar finnast í öllum fjölskyldum. Ef ekki einhver í nánustu fjölskyldunni þá frændi eða frænka. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir.“ Harpa segist vera afskaplega þakklát fyrir alla þá hjálp sem son- ur hennar hefur fengið. Bæði á Vogi sem og annars staðar og að án þess væri hann ekki á lífi. „Leiðin þangað var þó oft oft brött og erfið og enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum það að bíða í marga mánuði eftir innlögn, það er ekki bara erfitt fyrir sjúk- linginn heldur alla fjölskylduna og þessi bið veldur bæði sjúklingun- um og fjölskyldum þeirra mikilli vanlíðan og kvíða. Að halda stofn- un eins og Vogi í gíslingu vegna fjárskorts er ekki ásættanlegt í landi þar sem að auðvaldið mokar til sín fjármunum. Á meðan deyr unga fólkið okkar vegna sinnu- leysis í garð meðferðarstofnana. Forgangsröðunin er svo hroðalega röng! Í guðanna bænum gerið eitt- hvað ekki seinna en STRAX, pen- ingarnir eru til og við þurfum þá NÚNA!“ Harpa biður þá sem geta að styrkja SÁÁ og önnur meðferðar- úrræði þar sem neyðin er mikil. Einnig biður hún stjórnvöld um að hlusta á fólkið í landinu og seg- ir hún þetta verkefni eiga að vera í forgangi. Að lokum hvetur hún alla til þess að skrifa undir undirskrifta- lista Vogs á síðunni: www.akall. is n Sonur Hörpu Byrjaði í raun seint í neyslu miðað við marga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.