Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 110

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 110
110 23. nóvember 2018JÓL Verð frá € 136,000 Fáðu sendan bækling í tölvupósti og kynntu þér hvað er í boði á Costa Blanca á Spáni SÉRHÆÐ Í EL RASO ÍBÚÐ Í VILLAMARTIN Verð frá € 128,000 Hafðu samband 555 0366 masaiceland@gmail.com Jón Bjarni & Jónas Þegar íslenskt tónlistarfólk stal Ástin á Ítalíu, Sorgin er hvíldin frá gleðinni, Hverjir stálu jólalögunum? H vað væru jólin án jólatón- listarinnar? Sumir myndu eflaust segja að heimurinn væri betur settur, ekki síð- ur þegar mörg þeirra fara í spil- un fyrr en margir kæra sig um. Því verður aftur á móti ekki neitað að jólaslagarar tilheyra mikilvægum þætti stemningarinnar. Það vekur að vísu athygli hversu óvenju mörg vinsæl íslensk jólalög reynast vera endurvinnsla á ítölsk- um poppslögurum sem uppruna- lega hafa lítið eða ekkert með jólin að gera. Flestir íslensku textarnir eru eftir Jónas Friðrik Guðnason eða Þorstein Eggertsson. Kíkjum á sex skrautleg dæmi um stolin jólalög og hvað upp- runalegi texti slagaranna fjallar um. „Ég hlakka svo til“ er endurgerð á ítalska laginu „Dopo La Tempesta“ með Marcellu Bella. Svala Björgvins- dóttir flutti lagið í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Ítalíu árið 1988 en komst ekki alla leið. Hins vegar er ekkert jólalegt né sérstaklega rómantískt við upprunalegu þýðingu lagsins sem á frummálinu heitir „Lognið á eftir storminum“. Lagið byggir á frægu ljóði eftir Giacomo Leopardi og fjall- ar í hnotskurn um sársaukann í allri sinni dýrð. Samkvæmt textanum er sorgin aðeins pásan frá gleðinni, frekar en öfugt. Ekki alveg eitthvað sem kallar eftir hátíðarskapi, en að minnsta kosti er melódían í lagi. Það er öruggt að fullyrða að Helgi Björns er í sínum betri gír þegar kemur að jólalaginu „Ef ég nenni“. Textinn er þýðing Jónasar Friðriks og fjallar um mann sem hefur ekki efni á neinu en vill gefa ástinni sinni allt. Að mati flestra er um að ræða hátíðlegt og notalegt lag sem fær öfluga útvarpsspilun á hverju ári. Hins vegar á lagið rætur sín- ar að rekja til rómantískrar ástarballöðu með ítalska rokksöngvar- anum Zucchero. Lagið nefnist „Cosi celeste“ sem mætti beinþýða sem „Hinn himneski“. Lögin eiga því ýmislegt sameiginlegt í texta og komu meira að segja bæði út árið 1995. Ljóst er að árið 1995 var gott ár til þess að hnupla jólalegum melódíum. Á því ári gaf ítalska söngkonan Ivana Spagna út lagið „Gente Come noi“ eða „Fólk eins og við“, en Íslendingar kannast við það undir heitinu „Þú og ég og jól“. Upprunalega lagið á rætur sín- ar að rekja til Spánar. Lagið einblínir á fordóma en þó laumast vonin inn í gegnum hjartnæman texta. Gente Come noi var framlag söng- konunnar á Sanremo-tónlistarhátíðinni árið 1995. Talandi um Sanremo-tónlistarhátíðina, þá var lagið „Quanto ti amo“ framlag poppsveitarinnar I Collage árið 1984. Í íslenskri þýðingu Þorsteins Eggertssonar gengur það undir heitinu „Svona eru jólin“. Við Íslendingar tengjum textann við úttekt á hefðum og skemmti- legheitum þessara þrettán jóladaga, en á ítölsku er ástin í forgrunni, eins og gengur oft á gerist hjá þeirri þjóð. Quanto ti amo spyr ýmissa spurninga eins og hvernig sé best hægt að tjá ást sína, sem og um mikilvægi ástarkvalarinnar og mismunandi leiðir til þess að tjá þessa funheitu tilfinningu. Það er nú eitthvað jólalegt við það. Poppsveitin Ricchi e Poveri sendi frá sér lagið „Gente di Mare“ árið 1987 við góðar undirtektir. Félagarnir Umberto Tozzi og Raf skipuðu sveitina og tóku þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og enduðu í þriðja sæti. Lagið er ballaða í blússtíl og lýsa söngvararnir fólki á sjó og kostum þess að vera þar. Á frummálinu er talað um fólk á sléttu sem „fanga borgarbyggðar“ og táknar sjórinn það frelsi sem fólk finnur fyrir þegar það snýr baki við þéttbýli. Í íslenskri dægur- menningu er að sjálfsögðu ekkert verið að flækja hlutina og þekkjum við þetta lag sem einfaldlega „Komdu um jólin.“ Það er erfitt að syngja ekki við- lagið í huganum þegar „Þú komst með jólin til mín“ er komið á fóninn. Hins vegar kremur það eflaust hjörtu ein- hverra að lagið kemur upphaf- lega frá (en ekki hvað?) Ítalíu. Lagið tilheyrir þeirri merku hefð að snúast um ástina og allt sem flytjendur eru reiðu- búnir til þess að leggja á sig fyrir hana. Að vísu er örlítill jólabragur á frumlaginu sem samsvarar skemmtilega text- anum „ég vil eyða jólum með þér, með þér.“ Heitið á ítalska laginu „Chi voglio sei tu“ má gróflega þýða sem „Það sem ég vil, ert þú.“ Þess vegna er kjör- ið að taka einsöng fyrir ástina á hátíðartímum og notast við frumtextann. Það verður erfitt að toppa þá rómantík. Úr stormi svartsýninnar í tilhlökkun Tómas Valgeirsson tomas@dv.is jólalögunum Ef ég ræni? Þú, ég og fólk eins og við Svona er ástin Það sem ég vil ert þú Sjóaðir á jólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.