Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 96

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 96
96 23. nóvember 2018 Á rið er 1922. Staðurinn er höfuðborg Stóra-Bret- lands, London. Kynnt er til sögunnar Edith Graydon. Edith fæddist 25. desember, 1893, í Dalston í London, á Norfolk Road númer 97, nánar til tekið. Edith var fyrsta barn foreldra sinna, Williams Eustace og Ethel Jessie. William var skrifstofumaður hjá Imperial Tobacco Company, en ekki fer mörgum sögum af starfa Ethel, en hún var dóttir yfirlög- regluþjóns. Allt í sóma Bernska Edith var ágætlega ham- ingjurík. Hún var hæfileikarík stúlka og var framúrskarandi í dansi og leiklist. Einnig var stúlk- an frambærileg í bóklegum fög- um og gott betur. Að skólagöngu lokinni fékk Edith starf bókara hjá innflytjanda vefnaðarvöru og gat sér fljótlega gott orð fyrir smekk- vísi og gáfur og fékk stöðuhækk- un nokkrum sinnum innan fyrir- tækisins. Þegar upp var staðið var hún orðin sölustjóri þess og þurfti starfs síns vegna að fara nokkuð reglulega til Parísar. Árið 1909 kynntist Edith Percy Thompson og að lokum, eftir sex ára trúlofun, gengu þau í hjóna- band, árið 1916. Hjónakornin komu sér fyrir í Ilford, nokkuð ný- móðins bæ í Essex, og lífið virtist blasa við þeim. Gömul kynni gleymast ei Maður er nefndur Frederick By- waters. Þannig var mál með vexti að Frederick og Edith höfðu þekkst fyrrum, níu árum áður höfðu tek- ist með þeim kynni þegar Freder- ick og bróðir Edith voru skóla- bræður og vinir. Árið 1921 æxluðust mál þannig að Frederick kom aftur inn í líf Edith og fór hann til dæmis með Thompson-hjónunum í frí til Wight-eyju. Frederick, sem var skipsþjónn, gerðist einnig leigjandi hjónanna um skeið þegar hann beið eftir nýju skipsplássi. Percy fannst Frederick gerast helst til nærgöngull gagnvart Edith og vísaði honum á endanum á dyr. Edith og Frederick voru reynd- ar þá þegar farin að stinga saman nefjum og gott betur og hafði það ekki farið fram hjá Percy. Köttur í bóli bjarnar Því miður fyrir Percy var skað- inn skeður. Edith var fallin fyrir Frederick. Hann var myndarlegur og hvatvís og var hafsjór af sögum, enda siglt um öll heimsins höf. Percy var ímynd stöðugleika og venjubundinnar tilveru, leiðinleg- ur kannski. Frederick á hinn bóg- inn var fjörmikill og ímynd róman- tíkur eins og Edith upplifði hana. Frederick fékk skipspláss og var til sjós frá september 1921 og til september ári síðar. Á þeim tíma skrifaði Edith fjölda bréfa til hans auk þess sem þau hittust með leynd endrum og sinnum þegar tækifæri gafst. Samband þeirra var svo langt gengið að þau fóru að hittast á hótelum undir fölskum nöfnum. Árás um miðnæturbil Sem fyrr segir ku Frederick hafa verið hvatvís maður og segir sagan að hann hafi upp á eigin spýtur ákveðið að koma Percy fyrir kattarnef. Fannst Frederick enda að Percy fyllti líf Edith meira af eymd en einhverju öðru. Upp úr miðnætti 3. október, 1922, voru Thompson-hjónin á heimleið eftir að hafa séð sýningu í Criterion-leikhúsinu í Piccadilly Circus í London. Þegar þau áttu skamma leið ófarna stökk karlmaður út úr runnum og réðst fyrirvaralaust á Percy. Percy myrtur Upp hófust mikil átök og var Edith slegin harkalega með þeim af- leiðingum að hún féll til jarðar. Þegar upp var staðið lá Percy á jörðinni, óvígur og andaðist áður en Edith náði að kalla á hjálp. Árásarmaðurinn beið ekki boð- anna og lét sig hverfa. Þegar lögreglan kom á vett- vang var Edith vart viðræðuhæf og var enn ein taugahrúga þegar á lögreglustöðina var komið. Edith upplýsti lögregluna þó um að hún þekkti árásarmanninn, hann héti Freddy Bywaters. Nokkuð ljóst má telja að Edith taldi sig vera vitni í málinu því hún reifaði enn fremur tengingu henn- ar við Frederick. Yfir 60 ástarbréf Í kjölfar frekari rannsóknar hand- tók lögreglan Frederick og eftir að hafa fundið í hans fórum yfir 60 ástarbréf frá Edith, handtók lög- reglan hana líka. Þegar upp var staðið voru turtildúfurnar báðar ákærðar fyrir morð. Réttarhöldin hófust 6. desem- ber, 1922, í Od Bailey. Ekkert skorti á að Frederick væri samvinnu- þýður og hann fór með lögreglunni á staðinn þar sem hann hafði falið morðvopnið og hélt því að auki statt og stöðugt fram að Edith hefði ekki haft nokkra vitneskju um fyrirætlanir hans. Kannski var það sannleikanum samkvæmt, en innihald ástarbréfanna gaf ákæru- valdinu ástæðu til að ætla annað. Glersalli og göróttir drykkir Í bréfunum lýsti Edith yfir eld- heitri ást sinni til Fredericks og talaði um hve heitt hún þráði að losna við Percy. Í einu bréfi seg- ir hún að einu sinni hafi hún sett glersalla í kartöflumúsina hans og í annað skipti borið honum görótt- an drykk. Svo virtist sem ekkert biti á Percy. Ekki hafði hann séð sóma sinn í að drepast og ekki einu sinni orðið misdægurt. Edith stóð engan veginn á sama og sárbændi Frederick um að „gera eitthvað í málinu“. Sviðsljósið lokkar Þegar þarna var komið sögu hafði Edith ánetjast sviðsljósinu. Verjandi hennar upplýsti hana um að sönnunarbyrðin hvíldi á herð- um ákæruvaldsins og það gæti ekkert sannað annað en að Edith hefði verið á vettvangi þegar Percy var myrtur. Í ljósi þess bað hann Edith lengstra orða að stíga ekki í vitna- stúkuna. Edith var áfjáð í að láta ljós sitt skína og gerði hið gagn- stæða. Edith hefði betur látið það ógert og sannaðist þar hið fornkveðna að stundum er betur heima setið en af stað farið. Festist í lygavef Vitnisburður Edith var henni ekki til framdráttar. Hún festist í eigin lygavef, var sitt á hvað daðr- andi, full af sjálfsmeðaumkun og dramatísk. Hún vakti hvorki hrifn- ingu hjá dómara né kviðdómi, ekki síst þegar hún komst í mótsögn við sjálfa sig. Aðspurð um merkingu nokkurra kafla úr ástarbréfunum, var hennar eina svar: „Ég hef ekki hugmynd.“ Síðar hafði verjandi hennar á orði að hégómi Edith og hroki hefði gert að engu möguleika hennar á sýknu og lagt í rúst það jákvæða sem fólst í vitnisburði nágranna hennar, sem höfðu heyrt angistina í rödd hennar þegar Percy var myrtur. Slíkt hið sama mátti segja um vitnisburð rannsóknarlögreglumanna um hugarástand Edith strax í kjölfar morðsins, sem hafði verið henni vilhallur. Tryggur allt til loka Við réttarhöldin var eftir því tek- ið hve trúr Frederick var Edith. Aldrei hvikaði hann frá upphafleg- um vitnisburði sínum um að ást- kona hans væri saklaus og hefði ekkert vitað af áformum hans. Ein- faldlega vegna þess að hann hugð- ist aldrei bana Percy heldur neyða hann til að horfast í augu við og taka á því vandamáli sem þau þrjú stóðu frammi fyrir. Það var ekki fyrr en Percy brást við eins og hann væri betri eða meiri maður en Frederick að Frederick missti stjórn á sér. Frjótt ímyndunarafl Edith Edith, sagði Frederick ítrekað, hafði aldrei ýjað að því við Frederick að hann banaði Percy. Hvað bréfin varðaði og innihald sumra þeirra þá 2 menn bandarísku konunnar Juliu Lynn Wom-ack urðu ekki langlífir. Sá fyrri, eiginmaður Juliu, Glenn Turner, lést 3. mars, 1995, og virtist ekkert grunsamlegt við fráfall hans; hann hafði glímt við flensu um skeið áður en hann skildi við. Þegar sá seinni, kærasti Juliu, Randy Thompson að nafni, kvaddi jarðlífið sex árum seinna vakti það athygli hve margt var líkt með fráfalli hans og Glenns. Rannsóknarlögreglan ákvað að kanna málið frekar og í ljós kom að hvorugur þeirra hafði farið yfir móðuna miklu sjálfviljugur. Julia hafði byrlað þeim báðum ólyfjan, nánar tiltekið frostlög. Julia fékk lífstíðardóm og fannst síðar andvana í klefa sínum, 30. ágúst 2010. SAKAMÁL AFDRIFARÍKT ÁSTARSAMBAND n Edith féll fyrir æskuvini sínum n Eiginmanninum, Percy, var ofaukið n Frederick var tryggur allt til loka „Percy fannst Frederick gerast helst til nær­ göngull gagnvart Edith og vísaði honum á endan­ um á dyr Elskendurnir Frederick heillaði Edith upp úr skónum. Þegar allt lék í lyndi Frederick fór með Edith og Percy í frí til Wight-eyju. Edith Thomp- son Reiknaði aldrei með að hún endaði í gálganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.