Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 61
FÓLK - VIÐTAL 6123. nóvember 2018
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
Þ
egar hinn vinsæli glæpa-
sagnahöfundur Lilja Sig-
urðardóttir er spurð út í eft-
irminnilegustu jólagjöfina
frá æskuárunum kemur á daginn
að lítið var um jólagjafir á hennar
minnisstæðustu jólum. Fjölskyldan
varð fyrir nokkru áfalli en jólunum
var bjargað meðal annars með
skjaldböku og klassískri barnabók
eftir Guðrúnu Helgadóttur. Við gef-
um Lilju orðið og hún segir okkur
þessa sérstæðu jólasögu:
Eftirminnilegustu jól æsku
minnar voru nú einmitt jólin þegar
það voru eiginlega engar jólagjafir.
Það voru jólin sem ég var tíu ára
en þá bjuggum við í litlu þorpi á
Kyrrahafsströnd Mexíkó og höfðum
farið í ferðalag niður til Belís að
útvega áritun í passana okkar.
Þegar við komum heim tveimur
dögum fyrir jól hafði aurskriða far-
ið í gegnum húsið okkar svo að eftir
stóðu burðarstoðirnar með þakinu
á. Svo að við mokuðum alla Þor-
láksmessu og fórum svo á pósthús-
ið að sækja jólagjafirnar frá Íslandi
en þá var búið að stela þeim öllum
nema íslenskri barnabók. Stund-
um kemur sér vel að tala tungu-
mál sem enginn skilur. Mamma og
pabbi fóru í einu búðina í þorpinu,
Lúsíubúð, og keyptu sælgæti og ein-
hverjar smágjafir og svo fór pabbi á
stúfana að finna út úr jólamatnum.
Honum leist ekki á kjötið sem var
í boði í þorpinu, allt heimaslátr-
að og fremur matareitrunarlegt og
við krakkarnir góluðum á kjöt því
við vorum orðnir leiðir á túnfiskin-
um sem við höfðum aðallega lifað
á þar sem hann var undirstaða að-
alatvinnuvegar þorpsins. Svo að
úr varð að honum var útveguð ný-
veidd skjaldbaka og mamma eld-
aði kjötið á sinn snilldarmáta svo
að úr varð hinn besti jólamatur.
Það er vert að taka það fram að
þetta var fyrir tíma alfriðunar á
sjóskjaldbökum og skjaldböku-
kjöt var venjulegur matur í þorp-
inu þar sem við bjuggum. Ég á skel-
ina af skjaldbökunni ennþá og hún
hangir uppi á vegg hjá mér. Eftir
matinn fórum við niður á strönd
og kveiktum varðeld, sungum jóla-
lög og lásum upp úr barnabókinni.
Þetta var bók eftir Guðrúnu Helga-
dóttur sem Þráinn Bertelsson og
Sólveig höfðu sent okkur. Þetta
urðu hin jólalegustu jól eftir allt
saman og urðu til þess að við gerð-
um okkur öll grein fyrir að þótt að
það sé gaman að ýmsum jólasið-
um þá er enginn þeirra ómissandi
nema samvera með fjölskyldunni
og kannski ný bók.
Svik: Pólitísk spennusaga
Lilja hefur notið sívaxandi vin-
sælda sem glæpasagnahöfund-
ur undanfarin ár og hlotið margs
konar viðurkenningar. Nýjasta
sagan hennar ber heitið Svik, hröð
og hörkuspennandi saga um völd
og valdaleysi, ofbeldi og þöggun;
um að bregðast trausti og svíkja
gefin loforð. Um söguþráðinn segir
í tilkynningu frá útgefanda:
„Úrsúla er nýlega flutt til Íslands
eftir áralöng störf á hættusvæðum
heimsins. Rólegt hversdagslífið í
Reykjavík hentar henni engan veg-
inn, svo að hún grípur fegins hendi
óvænt boð um að taka sæti í ríkis-
stjórn landsins: þar getur hún aftur
látið til sín taka!
En stjórnmálin eru refskák og
fjölmiðlar vaka yfir hverju fótmáli
nýja ráðherrans. Við bætist að
gamall útigangsmaður eltir hana
á röndum og virðist vilja vara hana
við yfirvofandi hættu. Getur verið
að hann búi yfir vitneskju sem ógn-
ar einhverjum í innsta hring?“ n