Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 45
Jólablað 23. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ
LÍTIL Í UPPHAFI:
Frábærar jólagjafir
og stresslaus aðventa
Við mælum með jólagjafainn-kaupum í ró og næði við tölvu-skjáinn. Þannig má forðast
jólaösina og auka líkur á stresslausri
aðventu. Þá má hafa í huga að við
sendum vörurnar hvert sem er, líka á
vinnustaðinn ef halda þarf varningn-
um frá forvitnum augum heima
fyrir,“ segir Eygló Árnadóttir, eigandi
barnavöruverslunarinnar Lítil í upp-
hafi. Verslunin er eingöngu á netinu,
á slóðinni https://www.litiliupphafi.is/
og býður upp á fría póstsendingu um
allt land.
Lítil í upphafi leggur áherslu á
vandaðar barnavörur á hagstæðu
verði og eru flest leikföngin úr tré.
Meðal áhugaverðra hluta til jólagjafa
eru leikföng frá franska framleiðand-
anum Djeco: „Þetta eru afskaplega
litrík og skemmtileg leikföng fyrir börn
frá u.þ.b. eins árs til sjö ára. Afar
fjölbreytt, en þarna má finna klassísk
þroskaleikföng, spiladósir, náttljós,
hljóðfæri, spil, púsl og margt fleira,“
segir Eygló.
Vörur frá dönsku merkjunum Sebra
og Done by Deer bera danskri hönnun
fagurt vitni, auk þess að þroska og
gleðja börnin. „Þessar vörur eru stíl-
hreinar, í mildum litum og njóta sín vel
á íslenskum heimilum, sem hentar vel
þegar um ræðir til dæmis leikmottur
og leikgrindur á stofugólfið, brjósta-
gjafarpúða í sófann og barnaleirtau
á eldhúsborðið. Stórum veglegum
leikföngum, á borð við smíðabekk
og eldhús, er gjarnan komið fyrir í
aðalrými heimilisins og látlaust útlit
þessara leikfanga er því mikill kostur,“
segir Eygló.
Jólamarkaður vefverslana
Jólamarkaður vefverslana verður
haldinn helgina 1.–2. desember í Vík-
ingsheimilinu í Fossvogi. Þar verða um
70 fjölbreyttar netverslanir með bása.
Lítil í upphafi verður með stútfullan
bás af barnavörum, sértilboð verður
á ýmsum vörum á markaðnum og
matarvagnar verða við innganginn.
Þá mun verslunin einnig koma sér
fyrir í jólaþorpi Hafnarfjarðar helgina
15.–16. desember þar sem einstakur
jólaandi svífur árlega yfir vötnum.
Ávallt er hægt að hafa samband
við Lítil í upphafi í síma 868-2572, í
netfangið litiliupphafi@litiliupphafi.is
eða í gegnum Facebook-síðu verslun-
arinnar og fá að kíkja á lagerinn.
Sjá nánar netverslunina á litiliupp-
hafi.is. n