Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 30
30 SPORT 23. nóvember 2018
Styrkleikaflokkar fyrir undankeppni EM:
Leikir landsliðsins á árinu
MANITOU MLT 625-75 H
Nett
fjölnotatæki
Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is
6.800.000 kr. + VSK
FÁst aðeins í
&
Vinsælu
jóladagatölin
eru komin
aftur
Pólland
Ísland
Finnland
Kýpur
Færeyjar
Draumariðill Íslands að mati DV
Fyrsti styrkleikaflokkur: Belgía, Spánn, Frakkland, Ítalía, Króatía, Pólland,
Sviss, Portúgal, Holland, England.
Annar styrkleikaflokkur: Þýskaland, Ísland, Bosnía, Úkraína, Danmörk,
Svíþjóð, Rússland, Austurríki, Wales, Tékkland.
Þriðji styrkleikaflokkur: Slóvakía, Tyrkland, Írland, Norður-Írland, Skotland,
Noregur, Serbía, Finnland, Búlgaría, Ísrael.
Fjórði styrkleikaflokkur: Ungverjaland, Rúmenía, Grikkland, Albanía,
Svartfjallaland, Kýpur, Eistland, Slóvenía, Litháen,
Georgía.
Fimmti styrkleikaflokkur: Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland, Lúxemborg,
Armenía, Aserbaídsjan, Kasakstan, Moldóva,
Gíbraltar, Færeyjar.
Sjötti styrkleikaflokkur: Lettland, Liechtenstein, Andorra, Malta, San Marínó.
23. mars Mexíkó 3-0 Ísland
27. mars Perú 3-1 Ísland
2. júní Ísland 2-3 Noregur
7. júní Ísland 2-2 Gana
16. júní Ísland 1-1 Argent-
ína
22. júní Ísland 0-2 Nígería
26. júní Ísland 1-2 Króatía
8. september Sviss 6-0 Ísland
11. september Ísland 0-3 Belgía
11. október Frakkland 2-2
Ísland
15. október Ísland 1-2 Sviss
15. nóvember Belgía 2-0 Ísland
19. nóvember Katar 2-2 Ísland
E
inu erfiðasta ári í sögu ís-
lenska karlalandsliðsins í
fótbolta er lokið og vann
liðið ekki leik á alþjóðleg-
um leikdegi árið 2018. Liðið vann
tvo B-landsleiki gegn Indónesíu
í upphafi árs, þar mátti ekki velja
bestu leikmenn liðsins. Þegar
talað er um eitt versta ár í sögu
landsliðsins verður hins vegar að
taka með í reikninginn að liðið
tók þátt í heimsmeistaramótinu
í fótbolta í fyrsta sinn. Ísland er
minnsta þjóð sem hefur tekið þátt
í þessum stærsta íþróttaviðburði
sem fram fer í heiminum. Þótt árið
hafi verið erfitt er það hins vegar
einnig það merkilegasta í sögu fót-
boltans á Íslandi. Jafnteflið gegn
Argentínu í Moskvu verður rifjað
upp þangað til hlýnun jarðar klár-
ar allt.
Varnarleikurinn í molum og
sóknin virkar illa
Tölfræði landsliðsins á árinu er
ekki góð, liðið fékk á sig 33 mörk
í 13 leikjum. Undir stjórn Lars
Lagerbäck og Heimis Hallgríms-
sonar var þetta langsterkasta vígi
liðsins og liðið hélt oftar en ekki
hreinu og fékk alltaf færi sem
voru nýtt. Vörnin hefur ekki virk-
að vel í ár, þar er ekki aðeins hægt
að skella skuldinni á varnarlínuna
eða markvörðinn. Liðið hefur ekki
varist vel með heild. Sóknarleik-
urinn hefur heldur ekki virkað
eins og hann á að gera; 12 mörk
skoruð í 13 leikjum er ekki gott.
Minna en mark í leik sem segir alla
söguna. Ljóst er að Erik Hamren
þarf bæði að ná að stoppa í göt-
in og fá sóknarleikinn til að virka.
Mikil vinna er fyrir höndum.
Er óheppni til í fótbolta?
Íslenska liðið gekk á guðs vegum,
ef þannig má að orði komast undir
stjórn Lagerbäck og Heimis. Lykil-
menn voru alltaf heilir heilsu þegar
mikilvægir leikir voru fram undan.
Sem dæmi að á Evrópumótinu í
Frakklandi var sama byrjunarlið
í öllum fimm leikjunum. Fyrir
Heimsmeistaramótið fór að halla
undan fæti, Gylfi Þór Sigurðs-
son meiddist illa og skömmu síð-
ar meiddist fyrirliðinn, Aron Einar
Gunnarsson. Gylfi hafði náð fínni
heilsu fyrir HM en Aron lék nán-
ast meiddur, fórnaði sér fyrir land
og þjóð og þurfti að borga fyrir
það. Hann var á sjúkrabekknum
næstu mánuði hjá félagsliði sínu.
Í síðasta verkefni liðsins, gegn
Belgíu og Katar, vantaði nánast
allt byrjunarliðið. Aðeins Hannes
Þór Halldórsson, Kári Árnason,
Aron Einar Gunnarsson og Hörð-
ur Björgvin Magnússon tóku þátt
í verkefninu af þeim leikmönn-
um sem leikið hafa stórt hlutverk
síðustu ár. Hamren hefur því verið
óhemju óheppinn.
Kemst liðið á sitt þriðja
stórmót?
Þrátt fyrir að allt sem á undan er
gengið og það sem talið er upp
hér í töflu er hægt að horfa björt-
um augum til framtíðar. Fram
undan er undankeppni fyrir
Evrópumótið árið 2020 sem hefst í
mars og lýkur seint á næsta ári. Þar
er Ísland í öðrum styrkleikaflokki
þegar dregið verður í riðla í byrjun
desember. Tvö lið munu fara beint
áfram á stórmótið sem haldið
verður um alla álfuna. Ef íslenska
liðinu mistekst að tryggja sig inn á
mótið í gegnum undankeppni EM
eru allar líkur á að liðið fái annan
möguleika í gegnum umspil. Þar
sem magnaður árangur Íslands
hafði komið liðinu í A-deild Þjóða-
deildarinnar, sem var að ljúka,
gæti það gefið liðinu möguleika
á sæti á EM. Líklegast er að öll lið
úr A-deild Þjóðadeildarinnar fari
beint inn á EM, ef það gerist ekki
er einnig afar ólíklegt að færri
en átta lið fari beint inn. A-deild
Þjóðadeildarinnar, líkt og aðrar
deildir í þeirri keppni, gefur eitt
sæti á EM í gegnum umspil sem
fram fer í mars árið 2020. Ef átta lið
eða fleiri tryggja sig inn í gegnum
undankeppni EM, þá fer Ísland í
umspil um laust sæti þar, að því
gefnu að liðinu mistakist að fara
inn á mótið í gegnum hina hefð-
bundnu leið. Það eru því ansi góð-
ir möguleikar á að strákarnir okk-
ar komist á þriðja stórmótið í röð,
leikmenn eru á besti aldri og ef
meiðslum fækkar og leikur liðsins
smellur saman, eru allir vegir
færir. n
ÁRIÐ SEM ENGINN ÍSLENDINGUR MUN GLEYMA
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
n Erfiðasta ári landsliðsins lokið þegar kemur að úrslitum