Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 93

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 93
23. nóvember 2018 FRÉTTIR 93 OUTLANDER Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík 586 1414 stora@stora.is · stora.is facebook.com/storabilasalan kaffi á könnunni opið mán-fös 10-18 lau 12-15 Hlaðnir aukabúnaði Bílar á staðnum Komið og reynsluakið Bílar í ábyrgð - Allt að 90% fjármögnun - Til í ýmsum litum - Skoðum með uppítöku á öllum gerðum bifreiða Leðursæti 360 gráðu myndavélaker Akreinavari Árekstrarvari Outlander star á húddi Þokuljósasett að framan Leiðsöguker Rafdrin aurhleri Blindhornsviðvörun Fjarlægðartengdur hraðastillir og margt eira... ...á verði fyrir þig! MITSUBISHI PHEV Hybrid Instyle Nýir bílar árgerð 2018 VERÐ ÞÚSUND 4.690 Hleðslustöð 85.000 kr. Heilsársdekk 60.000 kr. Krókur 90.000 kr. Getum útvegað aukahluti á frábæru verði:* * Gildir eingöngu með nýjum Outlander frá Stóru Bílasölunni. 4.990 Síðustu bílarnir á sérstöku tilboði Pattstaða í London Gagnaleki og skrýtnir blaðamenn setja svip sinn á heimsmeistaraeinvígi B rátt munu úrslit ráðast í heimsmeistaraeinvíginu í skák milli ríkjandi hand- hafa titilsins, Magnus Carl- sen, og áskorandans, Fabianos Caruana. Staðan í einvíginu að loknum níu skákum af tólf er jöfn, 4½–4½ og finnst mörgum sem einvígið hafi verið hundleiðinlegt. Það er aðeins að hluta til rétt! Þegar þessi orð eru skrifuð er 10. skákin hafin. Alls verða tefldar tólf skák- ir til að skera úr um sigurvegarann en verði staðan jöfn munu kepp- endur tefla til úrslita með styttri tímamörkum. Ef af verður mun sú veisla fara fram miðvikudaginn 28. nóvember. Sú staðreynd að engin skák hef- ur enn unnist hefur farið öfugt ofan í marga skákáhugamenn sem telja að það beri vott um að einvíg- ið hafi verið leiðinlegt. Skákir vinn- ast þó ekki nema að annar hvor keppandinn geri mistök og það er mergur málsins. Báðir keppendur eru einfaldlega nánast ómannlega góðir skákmenn. Þeir eru gríðar- lega vel undirbúnir og hafa varla stigið feilspor. Það var löngu vit- að að Norðmaðurinn Carlsen, oft nefndur Mozart skáklistarinnar, væri að öllum líkindum geimvera því svo vel teflir maðurinn. Banda- ríkjamaðurinn Caruana hefur hins vegar sýnt að hann stendur Carl- sen ekki langt að baki. Hann er því móralskur sigurvegari fyrstu níu umferðanna. Caruana hefur komist næst sigri Caruana hefur átt besta möguleik- ann á sigri en það var í áttundu skák einvígisins. Þar stóð hann um tíma til vinnings en rétt er að geta þess að það var mat sterkustu skákforrita heims og kannski fjarri skilningi flestra skákmanna. Caru- ana vissi þó að hann stæði betur en smá ónákvæmni varð til þess að Carlsen náði að bjarga sér fyrir horn. Í næstu skák fékk Carlsen einnig færi til þess að láta reyna á varnir Caruana en sá bandaríski reyndist vandanum vaxinn. Tók hann eina afdrifaríka ákvörðun í 19. leik skákarinnar – Bxf3, sem flestir bestu skákmenn heims gagnrýndu mjög og sögðust ekki skilja. Caruana sýndi þó að hann vissi betur en allir og sigldi jafntefl- inu auðveldlega í höfn. Á blaða- mannafundi eftir skákina mátti sjá að Carlsen var alls ekki sáttur við niðurstöðuna. Hann var þungur í skapi og greina mátti pirring þegar hann svaraði blaðamönnum. Talsvert meira fjör hefur verið fyrir utan skákborðið. Fjölmargar vefsíður hafa verið með bein- ar útsendingar frá viðureigninni og þar hafa margir lýsendur farið gjörsamlega á kostum. Enginn þó meira en ofurstórmeistarinn Alex- ander Grischuk sem lýsir fyrir vef- síðuna Chess24. Hann er með afar þurran og súran húmor sem hef- ur fallið vel í kramið auk þess sem hann lítur yfirleitt út fyrir að hafa verið á fylleríi í þrjá daga samfleytt fyrir útsendinguna. Grischuk er þó alveg edrú en það sama verður ekki sagt um ýmsa blaðamenn á vettvangi. Einn slíkur fór með afar óhefðbundin ljóð fyrir keppendur á blaða- mannafundi eftir eina skákina. Kalt mat skákáhugamanna er að maðurinn hafi verið drukkinn. Lekaskandall skekur skáksam- félagið Aðalskandallinn var hins vegar klaufalegt myndband úr herbúð- um Caruana. Myndbandið var birt af skákklúbbi í St. Louis í Banda- ríkjunum þar sem hermt er að áskorandinn hafi dvalið í æfinga- búðum. Þar mátti sjá myndskeið af Caruana við æfingar og í skamma stund mátti sjá mynd af tölvuskjá aðstoðarmanns. Glöggir áhuga- menn ráku strax augun í að þar mátti sjá nákvæmt yfirlit af hluta þeirra skákbyrjana sem Caruana ráðgerði að beita gegn Carlsen. Upphófst talsvert moldviðri meðal skákáhugamanna hvort myndbandið væri raunverulegt eða ekki. Hafði Caruana gert slæm mistök eða var þetta viljandi gert til að rugla Carlsen í ríminu. Caruana vildi ekki tjá sig um málið og svo langt gekk það að stórmeistar- inn Ian Rogers sagði upp störfum þegar bandarísk skáksíða neitaði að birta frétt hans um lekann og hversu slæm áhrif hann hafði á Caruana. Að minnsta kosti er ljóst að spennan vex í London. n „Caruana hefur átt besta möguleik- ann á sigri en það var í áttundu skák einvígisins Caruana hefur reynst jafnoki heimsmeistarans Carlsen í London. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.