Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 12
12 FÓLK - VIÐTAL 23. nóvember 2018 á þinni leið Á ÞINNI LEIÐ HRINGDU Í SÍMA 522 4600 TAKTU KRÓK Á LEIÐARENDA Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun thónabifreiða og annarra birfreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur búður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þar þá á verkstæði Krokur.net / Suðurhraun 3 / 210 Garðarbær Sonur Hörpu er langt leiddur sprautufíkill n Fær engin tækifæri og mætir fyrirlitningu n Handrukkarar bönkuðu upp á F yrir skemmstu opnaði Harpa Böðvarsdóttir umræðu á samfélagsmiðlum um fíkni- sjúkdóm elsta sonar síns. Hefur hún fengið sterk viðbrögð og aðrir aðstandendur fíkla leit- að til hennar í kjölfarið. Fólk sem hún þekkir ekki neitt. Sonur henn- ar hefur verið lengi í neyslu sem hefur stigmagnast með árunum. Í dag er hann sprautufíkill með ótal meðferðir og einhverjar fang- elsisnætur að baki. Maður sem er að hverfa fyrir augum fjölskyldu sinnar. Harpa sagði DV frá þessari reynslu og hvernig þetta hefur tek- ið á fjölskylduna alla. Hélt að hún væri sloppin Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir er gift, fjögurra barna móðir. Elsti sonur hennar er 35 ára gamall og mjög langt leiddur í neyslu. Harpa segir: „Þetta byrjaði í kringum 2000 þegar hann var um sautján ára gamall. Hann djammaði mjög mikið með vinum sínum eins og gerist á þeim aldri. Þeir reyktu saman og höfðu gaman. Hann var oftast sá síðasti sem skilaði sér heim því hann gat ekki hætt. Á þessum tíma voru e-pillurnar mik- ið í tísku. Hann byrjaði á að taka eina og eina pillu um helgar en svo fjölgaði þeim ört. Svo þróaðist þetta hratt út í sterkari efni.“ Harpa segir að þegar þetta gerðist hafi það í raun komið flatt upp á hana. Eftir á sér hún hluti sem gætu skýrt þetta að einhverju leyti. „Þegar við fluttum suður var hann sjö ára gamall, hann var strax lagður í einelti. Einn strák- urinn í bekknum tók hann al- gjörlega fyrir og bannaði öllum að leika við hann þannig að hann var oft einn í frímínútum. Það var þó einn drengur sem lék við hann af of til. Ég talaði við kennarann en það var augljóst að hann þoldi son minn ekki enda sagði hún við okkur í einu viðtali að hann væri þroskaheftur. Ég hef aldrei skilið hvers vegna, en líklegast var það vegna þess að hann var með kæki og hún náði aldrei til hans. Sér- kennarinn náði hins vegar strax til hans og hann varð fluglæs á svip- stundu. Þegar hann varð átta ára gamall, mætti aðeins einn strák- ur úr bekknum í afmælið hans en sem betur fer átti hann vini úr hverfinu sem komu og auðvit- að systir hans og vinkonur. Vetur- inn á eftir fór hann í annan bekk. Þar voru strákar í sama árgangi að hrella hann líka, tóku töskuna, úlpuna og bara allt af honum, þeir pikkuðu endalaust í hann, þetta voru fótboltastrákar með mikið sjálfsálit sem greinilega leið illa inni í sér en létu það bitna á hon- um.“ Harpa segir að sonur sinn hafi verið mjög lítill og barnalegur al- veg til fimmtán ára aldurs. „Hann gat til dæmis ekki tekið inn töflur heldur þurfti ég að mylja þær ofan í hann með vökva. Þá hélt ég að hann myndi aldrei get- að prófað fíkniefni. En hann var mjög hvatvís og algjör spennufík- ill, með ofvirkni og gekk illa í skóla eftir tíu ára aldurinn. Fyrir þann tíma hafði honum gengið mjög vel. Hann gat lært en hætti að hafa athygli og kennararnir sögðu mér að hann væri latur, þetta aktíva barn! Ég þekkti ekki þessi merki á sínum tíma. Hann byrjaði í raun seint í neyslu miðað við marga og ég hélt að hann væri sloppinn.“ Þegar sonur Hörpu sótti um framhaldsskóla fékk hann hvergi inngöngu en Fjölbrautaskólinn við Ármúla sendi honum þó bréf þar sem honum var boðið að koma á nýja braut. „Þar var verið að bjóða honum nám í ræstitækni, ég á þetta bréf enn þá til og sýndi honum það fyrir örfáum árum. Ég er ekkert að setja út á ræstitækna, en að bjóða 16 ára unglingi þetta var svo fárán- legt að ég hef sjaldan orðið eins reið og svekkt á ævinni. Að komast ekki í skóla með félögunum þegar maður er 16 ára hjálpar ekki til við að auka sjálfsálitið og því oft auð- veld lausn að leita í eiturlyf því á þeim verður þú stór og getur allt, að minnsta kosti í byrjun. En leiðin niður á við er hröð og skelfileg.“ Sonur Hörpu á yngri systur og munar aðeins tveimur árum á þeim í aldri. Harpa segir systkinin ávallt hafa verið mjög náin og að hún hafi alla tíð passað vel upp á bróður sinn. „Þegar hann byrjaði í neyslu var hún oft með honum í partíi en hún tók aldrei nein eiturlyf. Hún fór síðan til Brasilíu í eitt ár sem skiptinemi og kúplaðist þannig út úr þeim félagsskap. Þegar hún kom aftur heim var hún eitthvað að slæpast með þeim en eftir að neysla hans jókst hætti hún því. Hún hefur þó alltaf verið til staðar fyrir hann en síðustu ár hefur hún reynt að kúpla sig út úr meðvirkn- inni sem hefur gjörsamlega hel- tekið okkur og stjórnað lífi okkar. Það er ekki gott að lenda í þeim pakka og það fer illa með sálina í manni. Það hefur verið mjög erfitt fyrir hana að horfa upp á bróður sinn hverfa inn í þennan heim.“ Þegar sonur Hörpu var átján ára gamall var hann handtekinn fyrir þjófnað á tölvubúnaði, til að fjármagna fíkniefnakaupin. Þá lenti hann á sakaskrá og fór í fyrsta skiptið í meðferð við vanda sínum. Fyrst inn á Vog og síðan í eftirmeð- ferð á Staðarfelli. „Það gekk ágætlega að koma honum í meðferð þá því að hann var tekinn strax inn. En eftir þetta var það alltaf erfitt sérstaklega á sumrin því þá voru deildirnar lok- aðar, bæði 33A og göngudeildin á Vogi. Fyrir fjórum árum vildi hann komast í meðferð í október en komst ekki inn fyrr en í desember. Ég hef þurft að sitja yfir honum og vakta hann heima. Í eitt skiptið hafði hann tekið svo mikið af töfl- um að hann datt út. Biðtíminn er alveg skelfilegur. Móðir á aldrei að þurfa að sitja yfir barninu sínu í fráhvörfum. Ég er búin að gera það nokkrum sinnum og systir hans líka sem hefur verið stoð okkar og stytta í gegnum þetta allt,“ segir Harpa. Fyrirlitning og engin tækifæri Harpa segir að sonur hennar hafi notað mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum, svokölluðu læknadópi. Þau efni hafi reynst vera þau verstu af öllum. Til að fjármagna neysl- una hafi hann leiðst út í þjófnað. Því hafi hann verið handtekinn nokkrum sinnum og látinn dúsa í fangaklefa yfir nótt. Hún segir: „Það er stórhættulegt að setja fíkil í fangaklefa. Rétt eins og ef einhver með sykursýki er settur inn án aðstoðar. Fráhvörfin eru alvarleg og ef þau eru ekki með- höndluð rétt getur fíkillinn hrein- lega dáið. Lögreglan veit þetta en það eru engin úrræði til staðar.“ Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is „Móðir á aldrei að þurfa að sitja yfir barninu sínu í fráhvörfum Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.