Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 73
Jólablað 23. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ
Fáir gera sér grein fyrir því að íslenskur húsgagnaiðnaður var eitt sinn blómleg atvinnugrein.
Húsgagnasmíði og bólstrun voru
fjölmennar iðngreinar og fáum datt í
hug að flytja inn húsgögn eða heilu inn-
réttingarnar.
Fyrstu íslensku húsgagnaarki-
tektarnir, Helgi Hallgrímsson og
Skarphéðinn Jóhannsson, luku námi
í listiðnaðarskólanum í Kaupmanna-
höfn árið 1938 og voru þeir lengi vel
einungis tveir starfandi á Íslandi, enda
ómögulegt fyrir aðra Íslendinga að
stunda nám í Evrópu á tímum heims-
styrjaldarinnar síðari, hvað þá í Dan-
mörku sem þá var hersetin af Þjóðverj-
um. Fljótlega eftir stríð bættust fleiri í
hópinn og voru þeir nánast allir mennt-
aðir í listiðnaðarskólanum í Kaup-
mannahöfn (kunsthaandværkerskolen),
þ.á.m. Sveinn Kjarval (1919–1981), en
þar voru kröfurnar þær að nemendur
þurftu fyrst að hafa lokið sveinsprófi í
húsgagnasmíði.
Halldór Hjálmarsson (1927–2010),
sem m.a. hannaði Skötustólinn, lauk
námi í sama skóla árið 1956.
Þegar þessir hönnuðir sneru heim
báru þeir með sér bestu mögulegu
þekkingu og færni sem völ var á á þeim
tíma og við tók blómaskeið nútímalegr-
ar íslenskrar húsgagnahönnunar og
framleiðslu undir sterkum áhrifum frá
því besta í Danmörku og víðar.
Nýjar sérmerktar útgáfur framleidd-
ar
Skötustóllinn á 60 ára afmæli á næsta
ári og af því tilefni verða framleidd-
ar sérmerktar útgáfur í takmörkuðu
upplagi, sem einungis verða seldar á
afmælisárinu, þótt hægt sé að panta
stólana fyrirfram en borga við af-
hendingu á næsta ári, og því ágætis
jólagjöf fyrir þá sem vilja fresta útgjöld-
um yfir jólin.
Saga Skötustólsins á sér rætur í
námsárum Halldórs í Kaupmannahöfn.
Skólinn og kennarar hans lögðu mikla
áherslu á að vinna með það nýjasta
og besta, út frá þeirri hugmynda-
fræði að alltaf væri hægt að gera
gott betra og ekkert því til fyrirstöðu
að vinna með þekkt húsgögn og þróa
þau áfram. Þau voru sjálf afleiðing af
þróun annarra húsgagna og svo koll
af kolli. Poul Kjærholm, aðalkennari og
góðvinur Halldórs, hvatti beinlínis til
þess að sín húsgögn yrðu þróuð áfram
og einfölduð, og má t.d. greinilega sjá
líkindi með fyrsta stól Halldórs, stólnum
HH-1 og stólnum PK-25, sem einnig var
fyrsti stóll Pouls og útskriftarverkefni úr
sama skóla. Sá stóll þótti ansi flókinn í
smíði og kostar enda yfir 1,5 milljónir sé
hann keyptur í dag. HH-1 byggir á svip-
aðri útfærslu, en er margfalt ódýrari í
framleiðslu. Nokkur eintök voru nýlega
framleidd til prufu.
Klassískur stóll gengur í endurnýjun
lífdaga
Framleiðslan á Skötustólnum hófst
að nýju árið 2007. Á bak við það stóð
sonur Halldórs, arkitektinn Örn Þór
Halldórsson, í samvinnu við Sólóhús-
gögn, sem lengi vel voru einu söluað-
ilar stólsins. Örn hefur nú sjálfur tekið
yfir framleiðslu og sölu, en þó í góðu
samstarfi við Sólóhúsgögn, en að
sögn Arnar hefur það fyrirtæki stutt
dyggilega á við bak margra íslenskra
hönnuða og er nánast eitt íslenskra
fyrirtækja sem það gerir.
„Fyrir marga er þarna við ofurefli
að etja í formi innflutnings og nánast
einokunar eins fyrirtækis á íslenskum
hönnunarmarkaði, sem einungis greiðir
hönnuðum u.þ.b. 0,5–1,5% af sölu-
verði, og minnir fyrirkomulagið einna
helst á dönsku einokunarverslunina
á sínum tíma. Íslenskir hönnuðir ættu
því að taka höndum saman og reyna í
sameiningu að koma sinni framleiðslu
á framfæri, en það er auðveldara en
margan grunar,“ segir Örn.
Skötustóllinn hefur notið vaxandi
vinsælda á ný, enda tímalaus hönnun.
Notaðir stólar hafa gengið vel í endur-
sölu og síðustu viðhafnareintök sem
voru framleidd í tilefni 50 ára afmæl-
isstólsins ganga nú kaupum og sölum,
nánast á sama verði og nýir stólar, ef
þau yfirleitt fást til sölu. Stóllinn nýtur
þess einnig að vera mun ódýrari en
sambærilegir stólar og er það regla
að hann skuli alltaf vera a.m.k. 25%
ódýrari en sambærilegar, klassískar
tegundir.
Viðhafnarstóllinn verður úr olíu- eða
vaxborinni eða lakkaðri eik, allt gert í
höndunum eins og í upphafi og verða
nokkrir litir í boði.
Skötustóllinn er annars til í mörgum
útgáfum og nýjustu útgáfurnar er m.a.
hægt að skoða og kaupa í nýrri verslun
Geysis-heima að Skólavörðustíg 12 og
Álfagulli við Strandgötu í Hafnarfirði.
Allar útgáfurnar af Skötu og Þórs-
hamri, bæði nýjar og gamlar, eiga þó
enn sitt sameiginlega útlit, sem er í
senn stílhreint og listrænt. Segir Örn
að þetta séu ljóðrænir stólar: „Þetta
ljóðræna kemur ekki síst fram í því
að festingarnar undir Skötustólnum
minna á „egg“, en skatan verpir einmitt
eggjum.“
Fyrir áhugasama þá er best að hafa
samband við Örn beint með því að
senda skilaboð í gegnum heimasíð-
una http://skata.is/, á netfangið info@
skata.is. eða senda skilaboð á Face-
book-síðunni Skata.
„Í kjölfarið kemur fólk í heimsókn á
verkstæðið mitt hérna í Vesturbænum
og kaupir stólana beint frá býli. Epal-
-kommar eru líka velkomnir, þótt það
sé skýrt tekið fram að innkaupastjórar
ríkisstofnana fái engan sérstakan af-
slátt,“ segir Örn og hlær. n
ÍSLENSK KLASSÍK:
Skata-stóllinn
60 ára á næsta ári
Myndir: Silvia Gentili