Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 72
Jólablað 23. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ
Ég hef alltaf haft gaman af að sauma en byrjaði að sauma Sif höfuðhandklæðin árið
2011. Ég byrjaði fyrst á því að gefa
höfuðhandklæðin mínum nánustu
en mig grunaði aldrei að mörgum
árum síðar yrði ég enn að sauma
þau. Alls eru þetta orðin yfir 11.500
höfuðhandklæði á síðustu 7 árum,“
segir Elfur Sif Sigurðardóttir, konan
á bak við Sif höfuðhandklæðin lit-
ríku og vinsælu.
Með Sif höfuðhandklæðunum
þurrkar maður hárið með þægi-
legum hætti eftir sturtu eða bað.
„Svona höfuðhandklæði hafa verið
seld lengi um allan heim en eins
og aðrir er ég með mína sérstöku
útgáfu. Mín eru tekin saman í hnút
með teygju að aftan og hvert
höfuðhandklæði er með ísaumað
blóm,“ segir Elfur Sif og bætir við
að hún sé með saumakonu í hluta-
starfi.
Vinsæl vara í verslunum
„Ég sauma þetta fyrst og fremst
ánægjunnar vegna en það er auð-
vitað gleðilegt þegar svona margir
vilja kaupa það sem manni finnst
gaman að búa til,“ segir Elfur Sif en
hún hefur aldrei þurft að hafa mik-
ið fyrir sölunni því þetta er vinsæl
hilluvara í fjölmörgum verslunum.
Sölustaðirnir eru yfir 40 víðs
vegar um landið og einnig á netinu.
Meðal netverslana sem bjóða upp
á höfuðhandklæðin eru heimkaup.
is og vefverslun Krabbameins-
félagsins. Höfuðhandklæðin eru
til sölu á flestum sundstöðum á
höfuðborgarsvæðinu, í nokkrum
verslunum Apótekarans, í Lyf og
Heilsa í Kringlunni, Snyrtivörubúð-
inni Glæsibæ, HB búðinni í Hafnar-
firði, ýmsum einkaapótekum á
höfuðborgarsvæðinu og fjölmörg-
um öðrum stöðum.
Meðal margra sölustaða á
landsbyggðinni má nefna tvo á
Akranesi, Apótek Vesturlands og
Gallerí Snotru; Sundlaugina í Borg-
arnesi, Hárhúsið á Egilsstöðum og
þau eru einnig seld í Lyf og Heilsa
á Glerártorgi á Akureyri, sem og
Apótekaranum í Vestmannaeyjum
og Hveragerði.
Margir litir – lágt verð
Höfuðhandklæðin henta vel til
gjafa, ekki síst í jólagjafir. Verði er
mjög stillt í hóf þó að það kunni að
vera mismunandi eftir sölustöðum.
Viðmiðunarverð og algengt verð er
3.390 krónur á höfuðhandklæðum
fyrir fullorðna og 3.190 á barnaút-
gáfunni. Fullorðins eru til í 12 litum
og barna í 8 litum. n
Sif höfuðhandklæði
eru frábær jólagjöf