Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 34
Jólablað 23. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Hann Ársæll Markússon, hjá 1000 Sveitaþorp, teflir hér fram uppskrift að afar ljúf- fengri og nærandi kartöflusúpu. Umhverfisvæn kartöfluræktun er hugsjón hjá Ársæli en kartöflurnar frá honum eru í umhverfisvænum umbúðum: „Ég er búinn að vera í kartöfl- um frá því ég var pínulítill patti og í gegnum tíðina hef ég séð hvað plastnotkun hefur aukist gríðarlega. Ég spurði sjálfan mig hvernig gæti ég breytt nærumhverfi mínu til að sporna við þessu og svarið var sér- valdar og handpakkaðar kartöflur í fallegum, umhverfisvænum umbúð- um,“ segir Ársæll. Kalla má 1000 ára sveitaþorp fjölskyldufyrirtæki en Ársæll, sem er alinn upp við kartöfluræktun í Þykkvabænum, starfar einn í fyrir- tækinu en nýtur aðstoðar foreldra sinna sem eru gamalgrónir kart- öfluræktendur. Ársæll er 32 ára gamall, menntaður matreiðslumaður og hefur starfað í Bandaríkjunum, Frakklandi og Danmörku. „Síðan kom ég heim og þá var gott að leita aftur til upprunans, komast með hendurn- ar aftur í jörðina, í gróðurmoldina,“ segir Ársæll.n 1000 ÁRA SVEITAÞORP: Kartöflusúpa systranna klikkar ekki Kartöflusúpa systranna „Kartöflusúpa systranna er tekin úr Ívars-Gunnu, en það er dagbók Kvenfélagsins Sigurvonar úr Þykkva- bæ. Hún er frá árinu 2000. Þetta er klassasúpa sem klikkar ekki,“ segir Ársæll sem hér lætur ljós sitt skína sem matreiðslumaður. Kartöflusúpa systranna er svo sannarlega ekki fyrsta súpan sem hann hefur eldað: „Fyrsta súpan sem ég eldaði var hundasúrusúpa, þegar ég var 10 ára. Þannig að kokkurinn hefur blundað í mér í þó nokkurn tíma, ég er búinn að læra góð undirstöðuat- riði í eldamennskunni sem hafa nýst mér vel.“ Ein frægasta súpa í söguvit- und þjóðarinnar er naglasúpan en Ársæll hafði alveg sérstök kynni af þeirri sögu í æsku: „Ég man eftir þjóðþekktu sögunni um um- renninginn og naglasúpuna. Ég lék nefnilega umrenninginn í barnaskóla þegar leikritið var sett upp. Ég er dálítill súpugerðarmaður í mér eins og umrenningurinn. Ef ég á beikon og papriku í ísskápnum þá er ekki vitlaus hugmynd að bæta því út í.“ Uppskriftin að Kartöflusúpu systranna er eftirfarandi: 8–10 meðalstórar kartöflur Grænmetisteningur 1 dós rjómaostur Púrrulaukur Paprika Gulrætur Sveppir Hvítlauksrif Kartöflurnar skornar í teninga og soðnar þannig að vatnið fljóti vel yfir. Grænmetisteningurinn settur út í. Grænmetið steikt á pönnu og síðan sett útí soðið hjá kartöflunum þegar þær eru soðnar. Soðið saman í smá tíma ásamt rjómaostinum. Borið fram með nýbökuðu brauði. „Galdurinn á bak við þetta er að vera óhræddur þó að vanti ná- kvæmar mælieiningar. Súpur eiga að vera sirka og slump, segir hún mútta mín.“ Sjá einnig vefsíðuna https:// 1000arasveitathorp.is/#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.