Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 34
Jólablað 23. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ
Hann Ársæll Markússon, hjá 1000 Sveitaþorp, teflir hér fram uppskrift að afar ljúf-
fengri og nærandi kartöflusúpu.
Umhverfisvæn kartöfluræktun er
hugsjón hjá Ársæli en kartöflurnar
frá honum eru í umhverfisvænum
umbúðum:
„Ég er búinn að vera í kartöfl-
um frá því ég var pínulítill patti og
í gegnum tíðina hef ég séð hvað
plastnotkun hefur aukist gríðarlega.
Ég spurði sjálfan mig hvernig gæti
ég breytt nærumhverfi mínu til að
sporna við þessu og svarið var sér-
valdar og handpakkaðar kartöflur í
fallegum, umhverfisvænum umbúð-
um,“ segir Ársæll.
Kalla má 1000 ára sveitaþorp
fjölskyldufyrirtæki en Ársæll, sem
er alinn upp við kartöfluræktun í
Þykkvabænum, starfar einn í fyrir-
tækinu en nýtur aðstoðar foreldra
sinna sem eru gamalgrónir kart-
öfluræktendur. Ársæll er 32 ára
gamall, menntaður matreiðslumaður
og hefur starfað í Bandaríkjunum,
Frakklandi og Danmörku. „Síðan kom
ég heim og þá var gott að leita aftur
til upprunans, komast með hendurn-
ar aftur í jörðina, í gróðurmoldina,“
segir Ársæll.n
1000 ÁRA SVEITAÞORP:
Kartöflusúpa systranna
klikkar ekki
Kartöflusúpa systranna
„Kartöflusúpa systranna er tekin
úr Ívars-Gunnu, en það er dagbók
Kvenfélagsins Sigurvonar úr Þykkva-
bæ. Hún er frá árinu 2000. Þetta er
klassasúpa sem klikkar ekki,“ segir
Ársæll sem hér lætur ljós sitt skína
sem matreiðslumaður. Kartöflusúpa
systranna er svo sannarlega ekki
fyrsta súpan sem hann hefur eldað:
„Fyrsta súpan sem ég eldaði
var hundasúrusúpa, þegar ég var
10 ára. Þannig að kokkurinn hefur
blundað í mér í þó nokkurn tíma, ég
er búinn að læra góð undirstöðuat-
riði í eldamennskunni sem hafa nýst
mér vel.“
Ein frægasta súpa í söguvit-
und þjóðarinnar er naglasúpan en
Ársæll hafði alveg sérstök kynni
af þeirri sögu í æsku: „Ég man
eftir þjóðþekktu sögunni um um-
renninginn og naglasúpuna. Ég lék
nefnilega umrenninginn í barnaskóla
þegar leikritið var sett upp. Ég er
dálítill súpugerðarmaður í mér eins
og umrenningurinn. Ef ég á beikon
og papriku í ísskápnum þá er ekki
vitlaus hugmynd að bæta því út í.“
Uppskriftin að Kartöflusúpu
systranna er eftirfarandi:
8–10 meðalstórar kartöflur
Grænmetisteningur
1 dós rjómaostur
Púrrulaukur
Paprika
Gulrætur
Sveppir
Hvítlauksrif
Kartöflurnar skornar í teninga og
soðnar þannig að vatnið fljóti vel yfir.
Grænmetisteningurinn settur út í.
Grænmetið steikt á pönnu og síðan
sett
útí soðið hjá kartöflunum þegar
þær eru soðnar. Soðið saman í smá
tíma
ásamt rjómaostinum. Borið fram
með nýbökuðu brauði.
„Galdurinn á bak við þetta er að
vera óhræddur þó að vanti ná-
kvæmar mælieiningar.
Súpur eiga að vera sirka og slump,
segir hún mútta mín.“
Sjá einnig vefsíðuna https://
1000arasveitathorp.is/#