Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 82

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 82
82 23. nóvember 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginÞjóðviljinn 12. september 1945 Gylfaflöt 6 - 8 S. 587 - 6688 fanntofell.is BORÐPLÖTUR & SÓLBEKKIR MORÐ Á JÓLUM n Færeyskur sjómaður myrti ástmann eiginkonu sinnar n Blóði drifin íbúðin leigð út S kömmu fyrir jólin árið 1966 var þremur byssuskotum hleypt af í Smáíbúðahverf­ inu í Reykjavík. Eftir lágu tveir menn sem bitist höfðu um sömu konuna. Hún sjálf var í íbúð­ inni þegar verknaðurinn var fram­ inn og gat sagt frá atburðum þótt margt væri óljóst í frásögn hennar. Mánuði síðar leigði svikahrappur íbúðina út til fjögurra ungmenna og brá þeim í brún þegar þau sáu blóðslettur uppi um alla veggi. Tveir menn og byssa Klukkan tíu mínútur yfir sjö, mið­ vikudagskvöldið 21. desember árið 1966, var hringt í lögregluna í Reykjavík. Á hinum enda línunn­ ar var kona sem sagði að slys hefði orðið innanhúss í Hæðargarði 14. Bað hún jafnframt um lögreglu­ aðstoð og að sjúkrabíll yrði send­ ur á staðinn. Sjúkrabíllinn kom á undan lög­ reglu á staðinn og fundu sjúkra­ flutningamenn tvo meðvitundar­ lausa og alblóðuga menn á neðri hæð hússins. Við hlið þeirra lá skammbyssa, 22 kalíbera sex­ hleypa. Þegar tveir lögreglumenn mættu á svæðið var verið að bera annan mannanna út í sjúkrabíl­ inn. Óvíst var hvort mennirnir tve­ ir voru á lífi eða ekki og var því ekið með þá báða rakleiðis á spítala. Þegar komið var á slysavarðstof­ una úrskurðaði læknir þá báða látna. Höfðu þeir látist af völdum byssuskota. Rannsóknarlögreglumenn voru kallaðir á vettvang. Í íbúðinni var konan sem tilkynnti atvikið, 38 ára að aldri. Var hún íbúi í íbúð­ inni og eiginkona annars hinna látnu, 34 ára færeysks sjómanns að nafni Finn Kolbjörn Nielsen. Lögreglu gekk erfiðlega að yfir­ heyra konuna um hvað hefði átt sér stað. Bæði var hún í miklu til­ finningalegu uppnámi og und­ ir töluverðum áhrifum áfengis. Hún sagðist þó hafa verið sofandi í öðru herbergi þegar skotunum var hleypt af og ekki séð hvað gerðist. Konan sagðist vera skilin við Finn en þegar að var gáð voru þau enn þá skráð sem hjón, og höfðu verið í tvö ár. Þau höfðu hins vegar ekki lifað sem slík um nokkurt skeið. Hinn maðurinn var ást­ maður konunnar. Hét hann Krist­ ján Eyþór Ólafsson, 37 ára gamall frá Patreksfirði. Blaðamaður Vís­ is ræddi við Rannveigu Thejll, ná­ grannakonu af efri hæðinni. Hún sagði: „Það sem ég þekki til þessa fólks er ekki annað en mjög gott. Það flutti inn, að mig minnir fyrir þremur mánuðum og hefur kom­ ið mjög vel fram í alla staði, aldrei neinn hávaði eða læti úr íbúðinni, og sannarlega átti ég ekki von á að slíkur atburður ætti eftir að gerast í húsinu. Konan kom oft hingað upp til mín til að fá lánaðan síma, mjög falleg og yndisleg kona. Maðurinn hennar var sjúkur, þegar þau fluttu hingað, hafði maðurinn fjórbrotn­ að á fæti, við vinnu … Ég hef aldrei séð né heyrt þennan Færeying áður, en hef nú heyrt að hann hafi verið giftur konunni áður og að þau hafi ekki verið löglega skilin.“ Skrifaði bréf til tengdamóður Lík Finns var með skotsár í munn­ holi og neðra andliti og hafði hann verið skotinn neðan frá. Lík Krist­ jáns var með skotsár á brjósthol­ inu, skotið ofanfrá. Á báðum lík­ um fundust áfengisflöskur og í sófa íbúðarinnar fannst þriðja byssu kúlan. Snemma töldu rannsóknarlög­ reglumenn sig vita hvernig at­ burðarásin hefði verið. Töldu þeir að Finn hefði skotið Kristján í brjóstið með byssunni og í kjölfar­ ið notað hana á sig sjálfan. Á þessu stigi útilokaði lögreglan þó ekki að atburðarásin gæti hafa verið önn­ ur. Til dæmis að þriðji aðili hafi skotið þá báða. Ingólfur Þorsteins­ son yfirvarðstjóri stýrði rannsókn­ inni. Næstu daga var sá grunur lög­ reglunnar, að Finn hefði bor­ ið ábyrgð á ódæðinu, staðfestur. Á Þorláksmessu var greint frá því að í vasa hans hefði fundist bréf, skrifað af honum sjálfum og stíl­ að á móður konunnar. Hafði það Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Þingmaður missti framan af fingrum Jón Kristjánsson vildi kynna sér störf togarasjómanna J ón Kristjáns­ son átti rúm­ lega tuttugu ára farsælan feril á Alþingi. Fyrst sem þingmað­ ur Austurlands og síðar fyrir Norð­ austurkjördæmi. Árin 2001 til 2006 gegndi hann emb­ ætti heilbrigðis­ ráðherra um tíma og félagsmála­ ráðherra einnig. Snemma á þing­ ferlinum varð hann hins vegar fyrir slysi á sjó og missti framan af tveimur fingrum. Vildi kynnast störfum um borð „Við vorum að slaka vörpunni út og ég klemmdist undir öðrum togvírn­ um aftur í rennunni,“ sagði Jón við DV þann 26. júlí árið 1986. Hafði hann þá orðið fyrir slysi tveimur dögum áður um borð í skuttogaranum Hólmanesi sem gerði út frá Eskifirði. Jón hafði verið alþingismaður Hæðargarður 14 Vísir 22. desember 1966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.