Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 80
Jólablað 23. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ
Frisbígolf: hvar sem er, hvenær sem erFrisbígolf er ört vaxandi íþrótt
hér á landi enda engin furða þar sem
um er að ræða alveg stórskemmtilegt
sport. Frisbígolfbúðin hefur staðið fyrir
gríðarmikilli uppbyggingu á íþróttinni
undanfarin ár og er nú um 60 fris-
bígolfvelli að finna um land allt. Af þeim
eru 13 vellir á höfuðborgarsvæðinu og
því er af nógu að taka.
Frisbígolf er hægt að stunda allan
ársins hring, ólíkt hefðbundnu golfi þar
sem allt rekur í rogastans um leið og
það kemur smá snjóföl. „Það er fátt
meira gefandi en að leika frisbígolf í
fallegum vetrarstillum í góðra vina
hópi,“ segir Árni Sigurjónsson, eigandi
Frisbígolfbúðarinnar.
Vinsælt sport sem allir geta stundað
„Vellirnir eru miserfiðir. Flestir vellir á
höfuðborgarsvæðinu henta byrjend-
um, en sumir eru fyrir lengra komna.
Það er um að gera að spyrja okkur í
Frisbígolfbúðinni. Við vitum allt! Svo
er líka hægt að finna upplýsingar um
vellina á folf.is, heimasíðu ÍFS.
Það kostar ekkert að nota vellina og
eini kostnaðurinn felst í búnaðinum,
en það er alls ekki dýrt að koma sér
upp græjum fyrir almenna iðkun. Til að
mynda erum við með flotta startpakka
á frábæru verði hér í búðinni hjá okkur,“
segir Árni. Frisbígolf er hægt að stunda
úti um allan heim enda vinsæl íþrótt
og er fjöldi stórra íþróttamóta haldinn
víðast hvar í heiminum.
Heitasta jólagjöfin
„Ein heitasta jólagjöfin í ár eru klárlega
startpakkar í frisbígolf. Þetta er sport
sem allir geta haft gaman af og hvetur
mann til þess að fara út, njóta náttúr-
unnar og leika sér í leiðinni. Að stunda
frisbígolf er frábær hreyfing og styrking
fyrir allan líkamann og þeir sem prófa
frisbígolf verða alveg gjörsamlega for-
fallnir. Þetta er svo skemmtilegt sport
og andinn er gríðargóður. Það eru allir
vinir í frisbígolfi,“ segir Árni.
Frábært fjölskyldusport
Firsbígolfið er tilvalið fjölskyldusport.
„Margar fjölskyldur stunda þetta
saman og það er hægt að taka þátt
í frisbígolfmótum sem fjölskylda eða
hópur. Svo er þetta líka frábært tæki-
færi til þess að taka pásu frá símanum
og samfélagsmiðlum og bara skilja
símann eftir úti í bíl. Það gefur fólki
meiri tíma til að tengjast og eyða tíma
saman án truflana frá samfélagsmiðl-
um, því þeir geta alveg beðið þar til
leikurinn er búinn,“ segir Árni.
SVARTUR FÖSTUDAGUR 60%
AFSLÁTTUR
Þess má geta að í dag er Svartur
föstudagur, eða Black Friday eins og
Kaninn kallar daginn. „Í tilefni þess
ætlum við að gefa allt að 60% afslátt
af völdum vörum. Afslátturinn mun svo
ílengjast fram á laugardag. Þar á með-
al er hægt að fá frisbígolf startpakka
á aðeins 3.990 krónur. Einnig er hægt
að fá valda diska með allt að 60%
afslætti. Það er alveg á kristaltæru að
hægt er að verða sér úti um þónokk-
uð margar jólagjafir handa vinum og
vandamönnum í Frisbígolfbúðinni í dag
og á morgun,“ segir Árni.
Nánari upplýsingar má nálgast á
frisbigolf.is og Facebook-síðunni Fris-
bígolf búðin.
Frisbígolfbúðin er staðsett í
„Portinu“, Nýbýlavegi 8, Kópavogi.
Opið er mán.–fim. 11–19, fös. 11–20,
lau. 12–18 og sun. 12–17
Netfang: frisbigolf@frisbigolf.is
Sími: 899-8899 n
FRISBÍGOLFBÚÐIN:
Kláraðu allar jólagjafirnar!