Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 75
Jólablað 23. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ
Leikfangaverslunin Leikfangaland er líklega best geymda leyndarmál Hafnarfjarðar. Um er að ræða
ekta leikfangabúð, eina af fáum alvöru
leikfangabúðum sem eftir eru á Íslandi.
Verslunin er rúmgóð og staðsett í 300
fermetra verslunarhúsnæði í Firðinum.
„Það er alltaf notalegt að koma í búðina
til okkar að kaupa gjafir handa börnun-
um. Þeim fullorðnu þykir ekki síður gam-
an að koma hingað en börnunum, en
þeir tala sumir um að fá nostalgíukast
þegar þeir stíga hér inn,“ segir Lilja.
Leikföng fyrir alla
„Við erum með frábært úrval af leik-
föngum fyrir börn á öllum aldri. Hér er
alltaf nóg til af Lego og Playmo vörum
fyrir krakka á öllum aldri. Einnig erum
við með gott úrval af BabyBorn vörun-
um og Bruder bílunum. Svo erum við
með ýmislegt í búðarleikinn svo sem
búðarkassa, dótamat og fleira. Þessar
vörur eru sívinsælar hjá börnunum og
hitta alltaf í mark,“ segir Lilja.
Stýrissleðar og snjóþotur í miklu úrvali
Þegar snjórinn lætur sjá sig er fátt
skemmtilegra en að skella sér í brekk-
una og renna sér niður á snjóþotu eða
stýrissleða. „Hér erum við með mjög
gott úrval af bæði Stiga sleðum með
stýri, ungbarnasnjóþotum, rassþotum
og fleiru á góðu verði sem kátir krakkar
kunna að meta í snjóhörkum,“ segir Lilja.
Jólin í Leikfangalandi
„Við erum með ótrúlega fjölbreytt úrval
af jóladagatölum með litlum leikföng-
um. Þessi dagatöl verða alltaf vinsælli
með hverju árinu sem líður enda finnst
börnunum alveg ótrúlega gaman að fá
nýtt smádót á hverjum degi í desember.
Svo má ekki gleyma því að Leikfanga-
land er mjög góður vinur Jólasveinsins.
Jólasveinarnir koma hingað reglulega
til þess kaupa gjafir í skóinn enda erum
við með frábært úrval af smádóti til að
gleðja þæga krakka,“ segir Lilja.
Leikfangaland er einnig með vefversl-
un, leikfangaland.is
Leikfangaland er staðsett á 2. hæð í
Firðinum, Fjarðargötu 13–15, Hafnarfirði
Sími: 694-9551
Netfang: leikfangaland@leikfanga-
land.is n
LEIKFANGALAND:
Alvöru leikfangabúð í
hjarta Hafnarfjarðar