Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 37
Jólablað 23. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ
SUÐUR SÚKKULAÐI:
Handgert konfektsúkkulaði
Þetta súkkulaði er ekki eitthvað sem þú kaupir þegar þig langar í nammi úti í sjoppu, heldur meira
þegar þú vilt gera virkilega vel við þig
eða færa einhverjum sælkeragjöf,“
segir Finnur Bjarki Tryggvason en
hann rekur súkkulaðigerðina Suð-
ur Súkkulaði ásamt eiginkonu sinni,
Magneu Þóreyju Hilmarsdóttur. Þau
framleiða sex tegundir úr hágæða
hráefni frá belgísk/frönskum framleið-
anda og einnig er konfektframleiðsla í
pípunum.
„Við kaupum hráefni sem er unnið
úr kakóbaunum. Þetta er því hrein og
góð afurð. Það er ákveðið hollustu-
gildi í svona konfektsúkkulaði, unnu
úr kakómassa og kakósmjöri. Það er
töluverð upplifun og mettun í hverjum
mola, er mér óhætt að segja.“
Fjórar af sex tegundum sem Suð-
ur Súkkulaði framleiðir eru hreint
súkkulaði, misjafnlega dökkt, en í tvær
er blandað döðlum og heslihnetum
annars vegar og hins vegar pekan-
hnetum og kirsuberjakrispi.
„Ein af tegundunum okkar er lífrænt,
dökkt súkkulaði og í því eru þrjú inni-
haldsefni, lífrænn hrásykur, lífrænn
kakómassi og lífrænt kakósmjör. Ég
held að við höfum veðjað á rétt með
því að fara út í þetta lífræna því þeir
sem eru fyrir dökkt súkkulaði vilja
gjarnan fara alla leið.“
Nýjasta góðgætið í vörulínunni hjá
Suður Súkkulaði er Ruby. „Ruby er kall-
að fjórða súkkulaðið, unnið úr Ruby-
-kakóbauninni og er án litar og auka-
bragðefna. Alveg frábært súkkulaði,
rúbínrautt á litinn með ávaxta/
berjatónum,“ segir Finnur. Ruby er
47,3% súkkulaði frá Callebaut í Belgíu.
Suður Súkkulaði er með lögheimili
á Hvolsvelli en starfsstöð að Goða-
landi í Fljótshlíð. „Við höfum verið mest
á Suðurlandinu en erum að teygja
okkur víðar um landið, til Reykjavíkur,
í Borgarfjörð, á Suðurnes og austur
á við og það var nokkuð stórt skref
að fara í flugstöðina,“ segir Finnur en
Suður Súkkulaði kom fyrst með vöru á
markað í júní 2017.
Fyrirtækið stækkar hægt og ró-
lega en bæði Íslendingar og erlendir
ferðamenn kunna vel að meta þetta
handgerða gæðasúkkulaði þar sem sú
hollusta sem gott súkkulaði býr yfir fær
að njóta sín ásamt ljúffengu bragði. n