Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 37
Jólablað 23. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ SUÐUR SÚKKULAÐI: Handgert konfektsúkkulaði Þetta súkkulaði er ekki eitthvað sem þú kaupir þegar þig langar í nammi úti í sjoppu, heldur meira þegar þú vilt gera virkilega vel við þig eða færa einhverjum sælkeragjöf,“ segir Finnur Bjarki Tryggvason en hann rekur súkkulaðigerðina Suð- ur Súkkulaði ásamt eiginkonu sinni, Magneu Þóreyju Hilmarsdóttur. Þau framleiða sex tegundir úr hágæða hráefni frá belgísk/frönskum framleið- anda og einnig er konfektframleiðsla í pípunum. „Við kaupum hráefni sem er unnið úr kakóbaunum. Þetta er því hrein og góð afurð. Það er ákveðið hollustu- gildi í svona konfektsúkkulaði, unnu úr kakómassa og kakósmjöri. Það er töluverð upplifun og mettun í hverjum mola, er mér óhætt að segja.“ Fjórar af sex tegundum sem Suð- ur Súkkulaði framleiðir eru hreint súkkulaði, misjafnlega dökkt, en í tvær er blandað döðlum og heslihnetum annars vegar og hins vegar pekan- hnetum og kirsuberjakrispi. „Ein af tegundunum okkar er lífrænt, dökkt súkkulaði og í því eru þrjú inni- haldsefni, lífrænn hrásykur, lífrænn kakómassi og lífrænt kakósmjör. Ég held að við höfum veðjað á rétt með því að fara út í þetta lífræna því þeir sem eru fyrir dökkt súkkulaði vilja gjarnan fara alla leið.“ Nýjasta góðgætið í vörulínunni hjá Suður Súkkulaði er Ruby. „Ruby er kall- að fjórða súkkulaðið, unnið úr Ruby- -kakóbauninni og er án litar og auka- bragðefna. Alveg frábært súkkulaði, rúbínrautt á litinn með ávaxta/ berjatónum,“ segir Finnur. Ruby er 47,3% súkkulaði frá Callebaut í Belgíu. Suður Súkkulaði er með lögheimili á Hvolsvelli en starfsstöð að Goða- landi í Fljótshlíð. „Við höfum verið mest á Suðurlandinu en erum að teygja okkur víðar um landið, til Reykjavíkur, í Borgarfjörð, á Suðurnes og austur á við og það var nokkuð stórt skref að fara í flugstöðina,“ segir Finnur en Suður Súkkulaði kom fyrst með vöru á markað í júní 2017. Fyrirtækið stækkar hægt og ró- lega en bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn kunna vel að meta þetta handgerða gæðasúkkulaði þar sem sú hollusta sem gott súkkulaði býr yfir fær að njóta sín ásamt ljúffengu bragði. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.