Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 23. nóvember 2018
Á
dögunum féllu þrír dóm-
ar í Héraðsdómi Reykja-
víkur þar sem fram kom að
Samtökum aldraðra væri
óheimilt að taka eitt prósent af
söluvirði íbúða og skylda eigend-
ur til að selja þær á öðru verði en
markaðsverði nema að fyrir lægi
skýrt samþykki eigenda. Lögmað-
ur þeirra sem höfðuðu málið seg-
ir að þrátt fyrir niðurstöðu dóms-
ins hafi Magnús B. Brynjólfsson,
formaður Samtaka aldraðra, ekki
látið segjast og reyni að koma í
veg fyrir að eignirnar séu seldar á
markaðsverði. Magnús segist vera
í fullum rétti til þess og að mál-
staður félagsins sé göfugur.
Ógagnsætt kerfi sem virkar
ekki sem skyldi
Samtök aldraðra hafa undanfarna
áratugi staðið fyrir byggingu yfir
þrjú hundruð íbúða víða á höf-
uðborgarsvæðinu. Íbúðirnar eru í
einkaeigu en samtökin hafa haldið
þannig utan um sölu þeirra að
aðeins félagsmenn fá að kaupa
íbúðirnar auk þess sem samtökin
hafa krafist þess að þær séu í öll-
um tilvikum seldar á verði sem
á að endurspegla uppreiknað-
an byggingarkostnað eignanna.
Þannig hafa samtökin hafnað því
að eigendur fái að selja eignirnar
á markaðsverði. Þetta hafa sam-
tökin gert þrátt fyrir að árið 2003
hafi gengið dómur í Hæstarétti
þar sem viðurkennt var að tiltekið
dánarbú mætti selja slíka fasteign
á markaðsverði og að matsverð
samtakanna væri ekki skuldbind-
andi fyrir dánarbúið.
„Þetta fyrirkomulag hjá
Samtökum aldraðra væri
auðvitað í góðu lagi ef
eigendur hefðu samþykkt
skýrlega þessar kvaðir um
matsverðið sem og um
1% þóknun samtakanna
af endursölu eignanna.
Raunin er hins vegar sú að
eigendur hafa í mörgum
tilvikum ekki samþykkt
þessar kvaðir og dómstól-
ar hafa ítrekað staðfest að
samtökin geta ekki þvingað
þær einhliða upp á eigend-
ur. Hér er oft um að ræða fólk
sem hefur keypt eignirnar á fullu
verði á frjálsum markaði og án
nokkurra slíkra kvaða. Auk þessa
þá er ferlið hjá samtökunum mjög
ógagnsætt þannig að félagsmenn
hafa litla hugmynd um hvar þeir
standa í röðinni til þess að fá að
kaupa eignir,“ segir Jóhannes S.
Ólafsson, lögmaður þeirra sem
höfðuðu málin nú. Þá segir hann
að forsvarsmenn samtakanna
hafi gengið afar langt í að
verja þetta fyrirkomulag og
freistað þess að brjóta á
eignarrétti fólks og það í
andstöðu við fyrirliggj-
andi dómafordæmi.
Þannig hafi sam-
tökin ítrekað hafnað
inngöngubeiðnum
fólks í samtökin sem
hafi viljað kaupa
eignir á markaðs-
verði og fælt þannig
væntanlega kaup-
endur frá. „Þrátt
fyrir hina nýföllnu
dóma þá hefur for-
maður Samtaka
aldraðra, Magn-
ús B. Brynjólfsson,
ekki látið sér segj-
ast og heldur áfram
að herja á fasteigna-
sala og væntanlega
kaupendur með hin-
ar ólögmætu kvað-
ir. Það gerir hann
þrátt fyrir að vera
full kunnugt um að
eigendur umræddra
eigna hafi ekki sam-
þykkt þessar kvaðir
og þrátt fyrir það, að
nú liggi fyrir dómar
sem mæla beinlínis
fyrir um að eignirn-
ar séu ekki bundnar
þessum kvöðum,“
segir Jóhannes. Þá
segir hann að sam-
tökin hafi hafnað
inngöngubeiðn-
um fólks í samtökin
sem hafi viljað festa
kaup á eignunum
nema þá að kaup-
andinn undirriti sérstakt skjal þar
sem viðkomandi sé gert að undir-
gangast kvaðirnar til framtíðar.
Telur dómstólinn hafa komist
að rangri niðurstöðu
Í samtali við DV segir Magn-
ús ástæða þess að hann geri
athugasemdir við fyrirhugað-
ar sölur umræddra eigna sé sú
að málinu hafi verið vísað til
Landsréttar og því ekki útséð
með hver endanleg niðurstaða
verði. „Við hjá Samtökum aldraðra
erum mjög ósátt við þennan dóm
og teljum hann rangan. Fyrir mitt
leyti vil ég segja að ég mun verja
þetta kerfi fram í rauðan dauð-
ann. Það hefur gefið góða raun og
gert félagsmönnum okkar kleift að
kaupa eignir á sanngjörnu verði.
Þegar eigendur falla síðan frá þá
vill græðgin því miður láta á sér
kræla og erfingjar fasteignanna
vilja þá selja þær á markaðsvirði.
Þá er alfarið litið framhjá því að
eignirnar voru keyptar á mjög
sanngjörnu verði innan kerfisins.
Við erum að berjast gegn Mamm-
on,“ segir Magnús.
Hann segir að starfsemi
samtakanna sé göfug og
að mestu unnin í sjálf-
boðastarfi. „Við rek-
um skrifstofu og erum
með einn launaðan
starfsmann. Önn-
ur störf eru eru
unnin af sjálfboða-
liðum, fyrir utan
þóknanir vegna
stjórnarfunda,“ seg-
ir Magnús. Að hans
sögn fær hann sem
formaður 15.000 þús-
und krónur greiddar
fyrir hvern fund og oft-
ast er einn stjórnarfund-
ur í mánuði. n
Nánar verður fjall-
að um málið á vef
blaðsins, DV.is.
Karl Jeppesen
FORNAR HAFNIR
Ljósmyndir og frásagnir af 160 verstöðvum
á Íslandi. Áningar staðirnir eiga það sam
eiginlegt að þaðan reru forfeður okkar til
fiskjar. Heillandi ferðalag um tímann og
söguna – allt í kringum landið.
Lilja Magnúsdóttir
SVIKARINN
Það er sjaldnast heppilegt að þrír séu í
hjónabandi og þegar það eru orðnir fjórir
hlýtur eitthvað að springa. Ung kona verð
ur viðskila við ástmann sinn og hefur enga
hugmynd um afdrif hans.
Guðjón Ragnar Jónasson
HIN HLIÐIN
Örsögur úr menningarheimi sem mögrum
er hulinn. Ljóslifandi, grátbroslegar svip
myndir úr leikhúsi næturlífsins í bland við
minningarbrot sem opna lesandanum sýn
á réttindabaráttu hins egin fólks.
Jólabækurnar
frá Sæmundi
Alls konar bækur fyrir alls konar fólk
Theódór Gunnlaugsson
NÚ BROSIR NÓTTIN
Rómuð ævisaga refaskyttunnar Guðmund
ar Einarssonar sem var goðsögn í lifanda
lífi. Hér er lýst samskiptum náttúrubarns
19. aldar við landið og lífríki þess.
Finnbogi Hermannsson
UNDIR HRAUNI
Spennandi frásögn sem byggir á raunveru
legum atburðum þegar tveir þýskir skip
brotsmenn flúðu undan breska hernum
upp í Hekluhraun og unnu þar í púlsvinnu
fyrir Selsundsbónda. Meistaralega fléttað
saman af landsþekktum sagnaþul.
Edvard Radzinskij
STALÍN
Ítarlegust og merkust af þeim fjölda
ævisagna sem komið hafa út um hinn
goðum líka harðstjóra. Hér koma fram ýmis
áður óþekkt atriði og að lokum frásagn
ir af dularfullum dauða Stalíns. Haukur
Jóhanns son þýddi úr rússnesku.
Bjarni Harðarson
Í GULLHREPPUM
Hér segir af þjóðsagnapersónunni séra
Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skál
holtsstaðar á 18. öld. Listilega skrifuð bók
þar sem saga þjóðarinnar birtist okkur með
kröm sinni og skemmtan.
Guðmundur Brynjólfsson
EITRAÐA BARNIÐ
Skelfilegur glæpur skekur Eyrarbakka sum
arið 1899 og við tekur æsileg atburðarás.
Inn í söguna dragast m.a. Einar Benedikts
son og Eggert í Vogsósum en það er sýslu
mannsfrúin Anna sem stendur upp úr.
Barátta um sölu íbúða
hjá Samtökum aldraðra
„Við erum að
berjast gegn
Mammon
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Magnús B. Brynjólfsson, formaður
Samtaka aldraðra.
Jóhannes S. Ólafsson
lögfræðingur.