Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 38
Jólablað 23. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ
FPD DESIGN SYMBOLS OF LIFE:
Einstakir gripir með mikla þýðingu
Silfurskartgripirnir hennar Fríðu Pálmadóttur hafa fengið lof hvar sem þeir hafa sést enda
eru gripirnir fallegir og margir hverjir
algerlega einstakir.
Innblástur frá náttúrunni
„Ég fæ mikinn innblástur frá náttúr-
unni og hef til dæmis hannað línur
með stuðlaberg og regndropa í huga.
Einnig hannaði ég línu með fjöruna í
forgrunni. Svo hef ég verið að prófa
mig áfram með mánaðarsteina og
hefur fólk tekið ótrúlega vel í það,“
segir Fríða.
Nýjasta lína Fríðu heitir Máni og
hannaði hún þá línu í samstarfi við
unga systurdóttur sína. Máninn er
smíðaður í nokkrum útgáfum. Tvær
stærðir eru af hálsmenum og nokkr-
ar útfærslur eru á eyrnalokkunum.
Eyrnalokkar eru með og án steina.
Boðið er upp á val á steinum í 12 lit-
um, einn fyrir hvern mánuð og svo er
hægt að fá svartan stein. Máninn er
handsmíðaður eins og allir skartgrip-
irnir og enginn Máni er nákvæmlega
eins. Einnig eru til hringir og armbönd
sem passa vel með skartgripalínunni
Mána.
Lífstáknin og merkingin
„Þegar ég hanna nýjan skartgrip er
ég nánast alltaf með lífstáknin fjögur
í huga. Nafnið Symbols of Life á
hönnunarfyrirtækinu er tilvísun í lífs-
táknin sem eru sem sagt eldur, vatn,
jörð og loft og mætti rekja allt sem
ég hef hannað til þessarra fjögurra
lífstákna. Fyrsta línan mín hét svo
Lífstáknið og notaði ég þá táknin beint
í hönnunina,“ segir Fríða.
Einstakir gripir
Það má segja að Fríða sé eins og
konurnar sem eru alltaf „með eitthvað
á prjónunum“ í þeirri merkingu að hún
er sífellt að hanna og smíða eitthvað
nýtt. Hún hefur smíðað ógrynnin öll
af einstökum gripum. „Margir
hverjir eru bara til í einu eintaki
og því ertu í raun að kaupa einstakan
skartgrip sem enginn annar á,“ segir
Fríða. Fríða segist einnig vera opin
fyrir samstarfi og verkefnum. Vel kem-
ur til greina að hanna og sérsmíða
skartgripi að óskum viðskiptavina.
Allir finna eitthvað við sitt hæfi
óháð aldri og kyni.
Skartgripi Fríðu FPd design má
finna á eftirfarandi sölustöðum:
etsy.com/shop/fpddesign
gadget.is
Í húsi blóma í Spönginni, Grafar-
vogur
Minjasafn Akureyrar
Laufás gestastofa í Eyjafirði
Fleiri myndir má meðal annars sjá
á Facebooksíðunni Silfurskart,
og Instagram-síðunum: silfurskart
og móðinsmeyjar
Sími: 893-4747 n