Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 91
MATUR 9123. nóvember 2018
B E I N T Í O F N I N N
Matreiðslubók fyrir önnum kafið
fólk sem langar samt að bera fram
hollan og góðan mat, eldaðan
frá grunni.
Óþrjótandi hugmyndabanki með
áherslu á fjölbreytni, nýtingu og
sköpunargleði í eldhúsinu.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Jólasveinaverksmiðja í pínulitlu eldhúsi og ör í lófa
n Þekktir Íslendingar deila jólaminningum tengdum mat n Valgeir Skagfjörð gat ekki borðað aðalréttinn n Júlía Margrét deildi óvænt jólum með manni með hatt
„Ég var að vinna fyrir Morgun-
blaðið um jólin 2004 og sam-
kvæmt venju var mannskapur
þvert á deildir ræstur út í jóla-
blaðaskrif. Mitt hlutverk þetta
árið var að heimsækja sendi-
herra Bandaríkjanna og fá hjá
honum uppskrift að einhverju
jólasætmeti. Maður hafði aldrei
tíma fyrir þessa hliðarskyldu, ég
bölvaði í hljóði, en var þó lúmskt
spenntur að hitta þennan mann
og kynnast innvolsi sendiráðsins.
Sendiherrann, James Irvin Gads-
den, er afrísk-amerískur, suður-
ríkja-séntilmaður fram í fingur-
góma og gaf hann mér uppskrift
að Pekanhnetuskúfum sem voru í
hávegum hafðir í fjölskyldu hans.
Hreinasta lostæti verður að viður-
kennast og fleiri orð hef ég ekki
um þessa sérstæðu heimsókn, en
ítarlegri lýsingar má finna með
einföldu gúgli, enda enduðu her-
legheitin sem grein í áðurnefndu
jólablaði.“
Arnar Eggert Thoroddsen,
aðjunkt við Háskóla Íslands
Pekanhnetuskúfar
Botn – Hráefni:
n 350 g rjómaostur
n 450 g smjör (mjúkt)
n 4 bollar hveiti (sigtað)
Aðferð:
Hrært saman og kælt í 1 klst. Síðan eru
mótaðar litlar kúlur (ca. 2 sentimetrar)
og þeim þrýst í lítil múffuform. Þau eru
svo fyllt með pekanhnetufyllingunni og
bökuð við 150°C í fimmtán til tuttugu
mínútur.
Fylling – Hráefni:
n 4 egg
n 3 bolli púðursykur
n 2 bolli pekanhnetur (gróft saxaðar)
n 1/2 bolli pekanhnetur til skrauts
ofan á
n 60 g smjör (mjúkt)
n 1½ tsk. vanilludropar
„Ég eyddi einum jólum hjá
gyðingafjölskyldu í New York
sem heldur ekki jól. Jólabarnið
ég fór þá með fjölskyldunni í
skíðaferð og eyddi aðfangadegi
í snjóhvítum skíðabrekkum. Ég
átti von á steik í tilefni dags-
ins, það var nú einu sinni að-
fangadagur hjá íslensku au
pair-stelpunni en nei aldeilis
ekki neitt í líkingu við steik því
þegar við komum upp á hótel
var pöntuð pítsa og heitt kakó
með henni! Þetta var furðuleg-
asti aðfangadagsmatur sem ég
hef upplifað og síðan þá hef ég
lagt mikið upp úr að fá eitthvað
alveg spes á jólunum og ég
drekk malt og appelsín en ekki
kakó með jólamatnum.“
Sigríður Elín Ásmundsdóttir,
ritstýra Húsa og híbýla
Suðurríkja-séntilmaður
Pítsa og heitt
kakó á aðfanga-
dagskvöld