Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 98
98 23. nóvember 2018JÓL
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
30%
AFSLÁTTUR*
Tilboð gilda fimmtudag, föstudag og laugardag
Rúm - Sængur - Koddar
Sófar - Borð - Vefnaðarvara
og margt fleira
*A
fs
lá
ttu
r g
ild
ir
ek
ki
u
m
h
ar
ða
r g
ar
dí
nu
la
us
ni
r,
gl
ös
o
g
sm
áv
ör
u
í v
ef
na
ða
rv
ör
ud
ei
ld
HÁTÍÐARHARMSÖGUR
n Steinn fann enga til að reyna við n Fanney var meðvitundarlaus í Ósló
Jólin snúast um gleði, notalegar stundir með okkar
nánustu og taumlaust át á lúxusfæði og gotteríi.
Flestir eru þó sammála um að hátíðinni fylgi einnig
streita og og stress og það jafnvel þrátt fyrir að allt
gangia samkvæmt áætlun. Ef eitthvað fer úrskeiðis
á þessum tíma, eins og ef dekkið springur á leið í
jólaboð eða það gleymist að fara með hátíðarfötin í
hreinsun, þá getur streitan margfaldast.
DV ákvað að rifja upp nokkrar ólíkar en dramatískar
harmsögur þekktra einstaklinga um jólahátíðina.
Tónlistarmaðurinn Örn Elías
Guðmundsson, betur þekktur
sem Mugison, komst ekki í tæka
tíð í jólamatinn á aðfangadag
árið 2007. Hann hafði verið að
spila í höfuðborginni og ætlaði
að fara heim vestur á firði og hitta
konu sína og eldri soninn, en sá
yngri var í borginni með föður
sínum. Feðgarnir áttu pantað
flug vestur til Súðavíkur þegar
mikið óveður skall á. Söngvarinn
sagði þessa hressilegu sögu í Séð
og Heyrt árið 2011.
Útlit var fyrir að ekkert yrði
af fluginu. Vélin fór þó í loftið
en veðrið var svo slæmt vestur
á fjörðum að á endanum þurfti
að snúa vélinni við. „Þá fengum
við far og ætluðum að keyra vest-
ur, í klikkuðu veðri,“ segir hann.
Feðgarnir neyddust síðan til að
stoppa á bensínstöð og kaupa sér
óhefðbundna jólamáltíð. „Þegar
klukkan var orðin sex, þá var
ég á Hólmavík, borðandi roast-
beef-samlokur og drekkandi
kókómjólk með tveggja ára syni
mínum. Við bjuggum bara til
eitthvert sýruævintýri úr þessu.“
Árið 2014 lenti samfélags-
miðlastjarnan Maggi Mix í
óheppilegu atviki á versta tíma
fyrir jólahátíðina, nánar til tek-
ið á Þorláksmessu. Sjálfur hef-
ur hann ekki sparað stóru orðin
um alvarleika málsins, en þetta
átti sér stað þegar hann tók upp
innslag fyrir matreiðsluþátt sinn,
Gott og gómsætt. Maggi ákvað að
deila með áhorfendum uppskrift
að pastarétti með tómatsósu,
eða „kjeddaranum“ eins og hann
kallar sjálfur réttinn. Það fór ekki
betur en svo að þegar Maggi ætl-
aði að sýna áhorfendum réttinn
beint úr örbylgjuofninum rann
pastað af diskinum og beint á
fartölvuna.
Fyrstu viðbrögð Magga fólu
í sér orðin „Shit. Fokk“. Fast-
lega má reikna með því að far-
tölvan hafi lifað gjörninginn af
í ljósi þess að hann hlóð upp
myndbandi með atvikinu undir
heitinu „Óhapp aldarinnar“.
Fyrrverandi íþróttamaðurinn Logi Geirsson upp-
lifði einu sinni sína útgáfu af jólamyndinni Aleinn
heima (e. Home Alone), ef þannig má að orði kom-
ast. Í viðtali við Jól.is árið 2009 sagði hann frá afar
eftirminnilegri jólaminningu, en á þeim tíma
var Logi á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður í
handbolta. Í ljósi þess að hann var mikið að
spila yfir hátíðirnar endaði hann með því að halda
einsamall upp á aðfangadag. Það væri ekki frásög-
ur færandi nema vegna þess að Logi átti ekkert til
af mat og var hægara sagt en gert að halda út þessa
rauðu daga þar sem allt var lokað, honum til mikill-
ar mæðu.
„Ég hélt að þetta væri bara eins og heima á Íslandi
að ég gæti bara skroppið út á bensínstöð á miðnætti
á aðfangadag. En það var heldur betur ekki raunin.
Það var allt lokað á Þorláksmessu, á aðfangadegi og
jóladegi,“ segir hann. „Ég kunni ekki að sjóða mér
egg á þessum tíma þannig að ég átti aldrei til neitt í
ísskápnum. Það sem hélt mér á lífi þessa tvo eða
þrjá daga voru tvær frosnar örbylgjupítsur.“
Logi viðurkennir að hann hafi logið að
móður sinni á þessum tíma, en þegar hún
hringdi til að óska honum gleðilegrar há-
tíðar svaraði hann símanum og þóttist
vera í mikilli jólaveislu hjá þjálfara sín-
um. „Mamma hringir í mig
klukkan sex á aðfangadag.
Ég hleyp þá inn í stofu og set
músík í græjurnar og spyr hún
mig hvernig ég hefði það,“ segir
hann. „Ég vildi ekki skemma fyr-
ir þeim jólastemninguna heima,
svo ég fór bara að kroppa í pít-
suna. Ég held ég kunni líka að
meta jólin enn meira eftir þetta.“
Jólasaga Fanneyjar Guðmunds-
dóttur, landsliðskonu í skíða-
íþróttum, þann 2011 er full af
harmi og átakanleg. Þá slasaðist
hún alvarlega þegar hún var við
æfingar í Geilo í Noregi. Æfingin
var á aðfangadegi og fór þannig
að hún var á mikilli ferð á skíðun-
um og lenti á tré með þeim af-
leiðingum að hún hlaut fjölda
beinbrota.
Fanney missti meðvitund og
andaði ekki þegar að henni var
komið. Sem betur fer báru lífg-
unartilraunir árangur en þá var
hún flutt á Ullevål-sjúkrahúsið í
Ósló. Fanney er á góðum stað í
dag og varð slysið ekki til þess að
hún ætti skíðaiðkuninni. Seinna
meir fór hún að hreyfa sig og
spreyta sig í fótbolta með Þrótti
í Pepsi-deild kvenna. Einnig
kláraði hún nám í hagfræði við
Háskóla Íslands.
Örn Árnason leikari hefur margsinnis opinberað dálæti sitt á
áramótunum og má segja að hann sé þekktasti „sprengjumað-
ur“ landsins. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2005 sagði Örn
áramótasögu sem þótti frekar sorgleg, en þó ekki nógu sorgleg
til að draga úr áhuga hans á flugeldum til frambúðar. Leikar-
inn var á þeim tíma fjórtán ára gamall og hefst sagan þegar
hann útbjó þriggja þrepa rakettu. Að hans sögn var umrædd
raketta afar tilkomumikil en gekk illa í flugtakinu, sem leiddi til
drungalegs hvells. „Mér brá og hljóp undan henni,“ segir Örn
en hann rann í hálku og braut á sér ristina. „Svo lá ég bara í gifsi
yfir áramótin.“
Laug að
móður sinni
Í gifsi yfir áramótin
Óhapp
aldarinnar
Missti meðvitund í Ósló
Sýruævintýri og
roastbeef-samlokur