Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 83

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 83
TÍMAVÉLIN 8323. nóvember 2018 Ölvaðir munkar ollu stór- bruna á Möðruvöllum Á rið 1316 brunnu kirkjan og klaustrið á Möðru­ völlum við Eyjafjörð til kaldra kola. Hægt hefði verið að komast hjá því stór­ tjóni því drukknir munkar báru ábyrgðina. Var þeim refsað af biskupi fyrir gáleysið. Byggð hefur verið á Möðru­ völlum allt frá landnámi og var staðurinn lengi vel eitt af mestu höfuðbólum landsins. Klaustur var þar stofnað árið 1296 af Jör­ undi Þorsteinssyni Hólabisk­ upi og dvöldu í því munkar úr Ágústínusarreglunni. Sex árum síðar var mikið fé lagt til kirkju­ byggingar. Tuttugu árum eftir stofnun klaustursins kom upp eldur á staðnum. Brunnu þá klaustrið og kirkjan með öllum skrúða og klukkum. Munkarnir höfðu kom­ ið drukknir heim af kaupstefnu á Gásum í Eyjafirði og var mikið svall í klaustrinu. Fóru þeir svo ógætilega með eld að hann læsti sig í refla sem héngu í kórnum. Á þessum tíma var nýtekinn við Hólabiskupsdæmi Auðunn „rauði“ Þorbergsson frá Noregi. Var hann mjög reiður munkun­ um fyrir þetta og tók hart á þeim. Sendi hann þá alla í prestvist og sagði að sér bæri engin skylda til að endurreisa klaustrið vegna gáleysis þeirra. Einn munkanna, Ingimundur Skútuson að nafni, kærði það fyrir erkibiskupnum í Niðarósi árið 1323 að nýtt klaustur hefði ekki verið byggt en biskup hirti tekjurnar af því sjálfur. Var þá tekinn nýr biskup við á Hólum, Lárentínus Kálfsson. Lét hann endurreisa klaustrið en deilur stóðu um stjórn þess árin á eftir. Þóttu munkarnir á Möðruvöll­ um einstaklega ódælir á þessum árum. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi skrifaði leikrit árið 1926 um ölæði munkanna, Munkarnir á Möðruvöllum. n „Á gólfinu voru stór- ir þornaðir blóð- pollar og um alla veggi voru blóð- slettur og för eftir blóðugar hendur og höfuð Ofdrykkja Algengt vandamál í klaustrum. Þingmaður missti framan af fingrum verið skrifað aðeins klukkutíma áður en skotunum var hleypt af. Í því stóð að hann væri að verða brjálaður og grunaði að eitthvað voðalegt myndi koma fyrir. Af­ brýðisemi var rót þessa brjálæð­ is og ljóst að andlegt ástand Finns var slæmt. Enginn til að draga til ábyrgðar Finn hafði búið á Íslandi í ellefu ár og var skráður til heimilis í Ytri­ Njarðvík. Kona hans hafði flutt frá honum í byrjun október og haf­ ið sambúð með Kristjáni í Hæðar­ garðinum. Finn var á síldarbátnum Óskari Hall og kom í land tveimur dögum fyrir heimsóknina örlaga­ ríku. Daginn sem hann kom í land hitti hann konuna og fóru þau til prests til að staðfesta skilnað að borði og sæng. Þau voru barnlaus en engu að síður var Finn mjög ósáttur við skilnaðinn. Kom það skýrt fram að hann vildi láta reyna á að halda hjónabandinu áfram. Þeir sem þekktu til Finns sögðu að hann væri ákaflega dagfarsprúður og rólyndismaður sem aldrei hefði komist í kast við lögin. Klukkan fimm síðdegis þann 21. desember kom Finn að heimili konu sinnar og Kristjáns. Var Finn nokkuð í glasi en þau tvö mjög drukkin. Vildi hann ræða við Krist­ ján um það ástand sem skapast hafði. Eftir þær umræður fór Finn burtu en kom svo tveimur tímum síðar með áðurgreindum afleiðing­ um. Morðvopnið, sem var af gerðinni Ruby, var í eigu skips­ félaga Finns. Hafði það verið geymt í læstum skáp í skipinu ásamt skotfærum en gleymst að taka lykilinn úr skránni á þriðju­ deginum. Því var auðvelt fyrir Finn að nálgast byssuna. Það sem erfiðast reyndist að kortleggja var hversu mikla að­ komu konan hafði að málinu. Ljóst er að þau voru öll þrjú und­ ir áhrifum áfengis en hún ein til frásagnar. Við frekar yfirheyrslur gat hún greint frekar frá sinni hlið. Sagðist hún hafa vaknað og komið fram eftir að skotunum var hleypt af, þegar hún heyrði Krist­ ján hrópa nafn hennar. Hafi hún svo hlaupið fram og séð Kristján liggjandi á gólfinu og enn með greinilegu lífsmarki. Eiginmaður hennar var hins vegar ekki með lífsmarki. Ekki voru nein merki um önnur átök í íbúðinni. Hafi hún þá farið til nágrannakonu sinnar til að hringja þar sem hún átti sjálf engan síma. Lögreglan taldi málið upplýst og enginn lifandi til að draga til ábyrgðar fyrir þennan harmleik. Aldrei fékkst úr því skorið hvað nákvæmlega fór fram milli Krist­ jáns og Finns áður en sá síðar­ nefndi dró upp byssuna. Ungmenni leigðu blóði drifna íbúð af svikahrappi Ekki var liðinn nema mánuður frá harmleiknum á Hæðargarði þar til íbúðin var aftur komin í frétt­ irnar. Höfðu fjögur ungmenni þá talið sig hlunnfarin í viðskiptum við leigusala og að þau hefðu óaf­ vitandi leigt „blóði drifna morð­ íbúð.“ Í Vísi var greint frá því þann 23. janúar árið 1967 að tveir pilt­ ar og tvær stúlkur utan af landi hefðu auglýst eftir íbúð til leigu. Ekki leið á löngu þar til kona gaf sig fram og sýndi þeim íbúð í Hæðargarði sem þeim leist vel á. Hins vegar sáu þau lítið inn í íbúðina vegna ljósleysis í tveimur herbergjum. Í rökkrinu litu her­ bergin þó þokkalega vel út. Piltarnir sömdu um leiguna á lögfræðiskrifstofu degi seinna og 27 þúsund krónur voru greiddar fyrirfram. Þegar samningurinn var undirritaður spurði lög­ fræðingurinn ungmennin: „Vitið þið hvaða íbúð þetta er, strákar?“ Sagði hann þeim í kjölfarið hvað hefði gerst þarna fyrir áramót en þeir létu það ekki á sig fá. Ákváðu samt að segja stúlkunum ekki frá þessu. Ungmennin fóru að kaupa ljós til að setja upp í herbergjunum tveimur. Þegar ljósin voru upp­ sett og kveikt var á þeim blasti hryllingurinn við. Í grein Vísis stendur: „Stofan var öll blóði drifin. Á gólfinu voru stórir þornaðir blóð­ pollar og um alla veggi voru blóð­ slettur og för eftir blóðugar hend­ ur og höfuð. Engin tilraun hafði verið gerð til að hreinsa íbúðina eftir óhappaverkið.“ Ungmennunum brá vitanlega við að sjá þetta. Piltarnir hlupu strax til að þrífa blóðið í herbergj­ unum en stúlkurnar sögðust ekki geta búið þarna. Þegar þau fóru til þess að reyna að fá samningn­ um rift kom í ljós að hann hafði verið ólöglegur frá upphafi. Kon­ an átti ekki íbúðina heldur var hún á vegum Reykjavíkurborgar. Konan sem um ræddi var hins vegar ekki eiginkonan í morð­ málinu. Félagsmálastjóri borgar­ innar staðfesti að fólkið sem lenti í harmleiknum hefði einnig leigt ólöglega af konunni. n Tíminn Þorláksmessa 1966. frá árinu 1983 og varaþingmað­ ur í fimm ár fyrir það. Jón er frá Egilsstöðum og hafði fyrir þing­ mennskuna starfað sem verslun­ arstjóri hjá kaupfélaginu á Hér­ aði og félagsmálafulltrúi. Jón var jafnframt stjórnarformaður kaupfélagsins sem átti helm­ inginn í Hólmanesinu. Sjóferð­ ir voru ekki eitthvað sem Jón fór í reglulega. Var þetta til þess að kynnast störfum um borð í tog­ urum. Bar sig karlmannlega Miðvikudaginn 23. júlí hélt hann á miðin og byrjaði túrinn vel. Um 15 til 20 tonn af afla voru komin um borð þegar slysið gerðist. Jón missti framan af tveimur fingr­ um og þremur tímum síðar var stefnan tekin á Eskifjörð. Farið var með Jón til Egilsstaða og það­ an flogið á Akureyri þar sem Jón lagðist inn á Fjórðungssjúkra­ húsið. Jón bar sig karlmannlega þegar blaðamenn heimsóttu hann á spítalann. Hann sagði: „Ég veit satt að segja ekki hve mikið fór framan af fingrunum en þetta gat vart verið minna, held ég, fyrst þetta var að koma fyrir mig á annað borð.“ Sagðist hann ekki ætla á sjó­ inn í bráð eftir þetta. „Ég þarf líka að fara að sinna öðrum störf­ um, það eru að byrja funda­ höld vegna þingstarfanna.“ Við hlið Jóns lá blómvöndur frá út­ gerðinni. „Þeir sendu mér þetta í morgun með ósk um góðan bata, þeim þótti þetta mjög miður, strákunum um borð.“ Jón sagði að sér liði vel miðað við aðstæð­ ur. „Ég er brattur og á von á því að útskrifast fljótlega af sjúkrahús­ inu, jafn vel á morgun.“ n „Ég veit satt að segja ekki hve mikið fór framan af fingrunum en þetta gat vart verið minna, held ég, fyrst þetta var að koma fyrir mig á annað borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.