Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 88

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 88
88 FERÐALÖG 23. nóvember 2018 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Það er fátt skemmtilegra en að skella sér í stutta ferð til útlanda á aðventunni og fá jólastemmingu annarra landa beint í æð. Best er að eiga bara eftir örfáar jólagjafir og rölta um að kvöldi til með áfengt jólaglögg í belgnum og sykraða möndlu- mylsnu á kinnunum. DV tók saman hvar bestu jólamarkaði Evrópu er að finna. Bestu jólamarkaðir Evrópu Jólamarkaður Dresden-borgar, Striezelmarkt, er elsti jólamarkaður Þýskalands og líklega einn sá elsti í heimi. Hans er fyrst getið árið 1434 og fagnar því í ár 584 ára afmæli sínu. Jólamarkaðurinn tók upphaflega aðeins einn dag og var aðaltilgangurinn sá að skaffa Dresden-búum kjötmeti fyrir hátíðarnar. Í ár hefst markaðurinn þann 29. nóvember og stendur hann til aðfangadags. Markaðurinn er áberandi í miðborg Dresden en alls eru um 250 sölubásar opnir með alls konar jólavöru og góðgæti. Þá er ekki útilokað að rekast á bása sem selja Glühwein. Það væri dauðasynd að hafa ekki fyrrverandi höfuðborg landsins með í upptalningunni en það væri líka heimskulegt því fátt er jólalegra en að rölta um Kaupmannahöfn yfir aðventuna. Í 25 skipti verður starfræktur jólamarkaður í Tívolíinu heimsfræga. Þar verða sextíu sölubásar með alls konar vörum auk þess sem skreytingarnar í skemmtigarðinum munu engan svíkja. Jólamarkaðurinn var opnaður með pomp og prakt þann 17. nóvem- ber síðastliðinn og verður opinn til 31. desember. Það þarf lítið til að gera höfuðborg Austurríkis jólalega en borgarbúar taka verkefnið alla leið. Eins konar jólasturlun brestur á í borginni og alls eru starfræktir 25 jólamarkaðir í miðborginni. Að sjálfsögðu er svo komið upp glæsilegu skautasvelli til þess að kóróna stemminguna. Af öðrum ólöstuðum er besti jólamarkaður borgarinnar líklega Altwiener Christkindlmarkt sem er starfræktur í hjarta borgarinnar, á svæði sem nefnist Freyung. Um er að ræða bændamarkað sem tekur á sig jólalegan blæ frá og með 17. nóvember til 23. desember ár hvert. Þar er boðið upp á vín, jólavín. Í hjarta Prag fer fram hinn árlegi jólamarkaður á Staromestske namesti–torgi, og er hann orðinn heimsfrægur. Þar má upplifa stórkost- lega jólastemmingu og mikið úrval af fallegum jólavörum sem eru til sölu á básum sem dreifast um allt torgið. Ilminn af jólaglöggi og medovina, sem er eins konar hunangsvín, leggur yfir markaðinn. Markaðurinn verður opnaður þann 1. desember og stendur til 6. janúar ár hvert. Einn elsti og hefðbundnasti jólamarkaður í Evrópu er í hjarta Búdapest, nánar tiltekið á Vorosmarty-torgi. Þar má búast við margs konar jólavarningi, oftar en ekki haganlegum smíðuðum úr tré. Algjör skylda er að gæða sér á „strompkökum“ (kurtoskalacs) en þær eru bakaðar þannig að deigi er vafið í kringum prik og síðan er kanil og sykri stráð yfir. Ungverjarn- ir kunna greinilega að meta jólin því markaðurinn stendur yfir frá 9. nóvember til 1. janúar ár hvert. Portúgalar eru sjúkir í jólakökur sem nefnast Bolo Rei, það eru dúnmjúkar kökur fullar af ávöxtum. Það er nóg af slíkum kökum í boði á hinum árlega jólamarkaði í Lissabon, Natal E Na Fil, sem er haldinn í Parque das Nacoes. Markaðurinn er yfirleitt haldinn innandyra (og því ekki eins jólalegur og aðrir markaðir) en þar mikið úrval af hvers konar handverki og jólavörum í boði. Portúgalarnir taka þetta með trompi því markaðurinn er aðeins opinn í nokkra daga í desember á hverju ári, þetta árið dagana 5.–9. desember. Aðalástæðan er samt sú að Lissabon er frábær borg. Dresden Prag Kaupmannahöfn Vín Búdapest Lissabon Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.