Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 97

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 97
SAKAMÁL 9723. nóvember 2018 sagði Frederick að hann hefði aldrei lagt trúnað á frásagnir Edith af til- raunum hennar til að skaða eigin- mann hennar. Frederick var þeirrar skoðunar að Edith hefði afar frjótt ímyndunarafl og sæi sjálfa sig sem persónu í einhverjum þeirra skáld- sagna sem hún hafði lesið. Allt kom fyrir ekki og 11. desember, kvað kviðdómur upp úr- skurð sinn og Edith og Frederick fengu dauðadóm og skyldu hengj- ast. Edith brást við með móður- sýkiskasti en Frederick tók til máls og sagði hátt og skýrt að Edith væri saklaus. Samúð almennings Ekki var laust við að mikið væri fjall- að um Edith og Frederick í fjölmiðl- um fyrir réttarhöldin og að þeim loknum. Sýndist sitt hverjum og fór ekki hjá því að raddir andvígar par- inu væru háværar. Þegar búið var að kveða upp dauðadóma yfir þeim varð kúvending í hvort tveggja fjölmiðl- um og meðal almennings. Tæp- lega milljón manns settu nafn sitt á undirskriftalista til að mótmæla dauðadómunum. Frederick uppskar aðdáun fyrir hve hatrammlega hann gekk fram fyrir skjöldu í tryggð sinni gagnvart Edith og hve umhugað honum var að vernda hana. Edith sjálf var talin kjáni en al- menningi hryllti við tilhugsuninni um að kona yrði hengd og þegar þarna var komið sögu hafði engin kona verið hengd á Bretlandi síðan 1907. Í öðrum heimi Svo virðist sem Edith hafi hrein- lega ekki verið í tengslum við raunveruleikann, því hún fullyrti að hún yrði ekki hengd. Þegar for- eldrar hennar heimsóttu hana í Holloway-fangelsið sagði hún við föður sinn að hann skyldi einfald- lega fara með hana heim. Þegar Edith fékk að vita hvaða dag hún skyldi mæta örlögum sínum missti hún alla sjálfstjórn og síðustu daga lífs síns var hún öskrandi og veinandi í fullkomnu móðursýkiskasti. Þann 9. janúar, 1923, var Edith Thompson nánast borin að gálg- anum og þurfti að halda henni uppréttri á meðan lykkjunni var smeygt um háls hennar. Elskendurnir voru hengd- ir á sama tíma, klukkan níu að morgni. Aðeins 800 metrar skildu þau að á dauðastundinni. Þau voru grafin innan veggja fangelsa sinna; Frederick í Pentonville og Edith í Holloway. Þannig fór það. n 17. ágúst, 2010, var Bandaríkjamaðurinn Anthony Cantu tekinn af lífi með banvænni sprautu í Texas. Anthony var sennilega ekki vandaður karakter og leiddi meðal annars gengi í Hou­ ston sem viðhafði frekar hrottalegar aðfarir við vígslu nýrra meðlima. Slík vígsla átti sér einmitt stað að kvöldi 24. júní, 1993. Það kvöld fékk nýr meðlimur aðild að genginu og var, samkvæmt hefð, gert að slást við hvern og einn meðlim þess. Síðan var dottið í það. Þetta sama kvöld voru vinkonurnar Elizabeth Pena, 16 ára, og Jennifer Ertman, 14 ára, á heimleið frá vini sínum. Fyrir tilviljun urðu þær á vegi gengis Cantu. Það skipti engum togum að gengið nauðgaði vinkon­ unum, misþyrmdi þeim á hrottalegan hátt og síðan voru þær kyrktar. Óhætt er að segja að Cantu og félagar hans hafi fengið makleg mála­ gjöld, enda fengu þeir flestir dauðadóm. AFDRIFARÍKT ÁSTARSAMBAND n Edith féll fyrir æskuvini sínum n Eiginmanninum, Percy, var ofaukið n Frederick var tryggur allt til loka „Upp hófust mikil átök og var Edith slegin harkalega með þeim af- leiðingum að hún féll til jarðar „Frederick uppskar að- dáun fyrir hve hat- rammlega hann gekk fram fyrir skjöldu í tryggð sinni gagnvart Ed- ith og hve umhug- að honum var að vernda hana Thompson- hjónin Til að byrja með virtist lífið leika við Edith og Percy. Á milli tveggja karlmanna Frede­ rick les bók og Percy dagblað. Á milli þeirra er Edith með óráðinn svip. VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Það kostar ekkert að kanna rétt sinn. Fyrsta viðtalið frítt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.