Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 106

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 106
106 23. nóvember 2018JÓL Hjá okkur eru alltaf Mikið úrval af heilsurúmum á frábæru verði Hágæða 7 svæðaskiptar heisludýnur 5 Svæðaskipt heilsudýna Verð frá 94.900 kr. Verð frá 67.900 kr. Öll verð eru með botni og fótum Verð frá 94.900 kr. Hágæða sjö svæðaskipt heilsudýna sem stuður rétt við líkamann Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Gerið gæða- og verðsamanbuð Opið virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 Jólin hafa áhrif á dýrin n Kettir sáttir n Hundar ráðvilltir Jólin eru hátíð manna, sköpuð af mönnum og fyrir menn. Dýrin verða þó mörg hver vör við þetta rask á almanaksárinu og kemur það misvel við þau. Sumar tegundir kunna afar vel við sig á jólunum og geta jólin jafnvel bjargað lífi þeirra. Önnur verða kvíðin, hrædd og óörugg. DV tók saman áhrif jólanna á nokkur algeng dýr. Hundar í helvíti Jólin eru sálfræðileg áskorun fyrir hunda sem eru einhver vanaföst- ustu dýr sem til eru. Skyndilega hefur enginn tíma til að fara út í göngutúr. Allt er fullt af gestum allir að farast úr stressi. Þar að auki er föst steikarlykt í loftinu alla hátíðina. Það er algjörlega undir mann- úð eigandans komið hvort voffi fái eitthvað af afgöngunum. Sumir verða að láta sér nægja þurrfóðrið. Þegar jólin eru loksins búin og smá rútína að komast á lífið aftur þá skella áramótin á með sprengjum og meiri steik. Smáfuglar fá athygli „Gleymum ekki smáfuglunum um jólin“ er mottó sem margir halda í heiðri. Er þá jafnvel rokið út í gæludýraverslun til þess að kaupa korn handa þessum krúttbollum sem eiga svo bágt í kuldanum. Veturnir eru erfiðir fyrir þessi litlu grey sem nenna ekki að fljúga yfir hafið á haustin. Jólin geta því verið lífsbjörg fyrir fugl sem hefur gengið erfiðlega að redda sér í gogginn um haustið. Eftir jólin er öllum hins vegar sama um smáfuglana, jafnvel þó að þá hefjist köldustu mánuðir ársins. „Krípí“ kusur Enginn veit hvað kýrnar hugsa á jólunum. Sjálf- sagt eru þær að plotta eitthvað og best að vera var um sig. Sagan segir að kýrnar tali saman á mannamáli á jólunum. Það gera þær svo aftur bæði á nýársnótt og þrett- ándanum. Af hverju er ómögulegt að segja, kannski bara til að grilla í okkur mönnunum sem grillum þær á sumrin. Lífsbjörg gullfiskanna Gullfiskar eru frekar óáhugaverð kvik- indi. Svo óáhugaverð að eigendurnir gleyma gjarnan að skipta um vatn hjá þeim og hreinsa búrið. Er líklegt að það sé ein helsta dánarorsök gullfiska og er tilverunni í kjölfarið sturtað niður í kló- settið með lítilli viðhöfn. Fyrir jólin er hver krókur og kimi heimilsins þrifinn, þar á meðal fiskabúrið. Jólaþrifin geta því verið lífsbjörg gullfiskanna. Fyllerí í kringum hesta Hestar eru snobbdýr og því oft mikið tilstand í kringum þá. Hesthúsin eru gjarnan skreytt og hestamennirnir sjálfir halda gjarnan glögg þar. Eins og allir vita kunna Íslendingar ekki að halda glögg. Verða þeir ofurölvi og spýja rauðu í allar áttir. Þetta getur valdið töluverðu ónæði fyrir grey hrossin sem kjósa helst ró og næði. Jólin eru þó ólíkt skárri fyrir hestana en áramótin þegar þeir geta hreinlega tryllst af hræðslu við sprengingarnar. Pressa á hænum Aldrei eru egg eins mikilvæg fyrir menn og í jólabakstrinum. Er því mikil pressa á hænunum að verpa en bændur reyna að dreifa álaginu. Sjálfsagt eru jólin sjálf frekar tilbreytingarlítil fyrir þessa litlu vinnuþjarka, að minnsta kosti varp- hænsnin. Líklegra er að landnámshænur fái nokkur auka korn eins og mörg önnur húsdýr. Graðar kindur Jólin eru besti tíminn á árinu fyrir sauðfé. Nema það sauðfé sem endar sem hangikjöt á diskum manna á jóladag. Jólin eru nefnilega fengitíminn og hátíðin því eins og eitt allsherjar rómverskt kynsvall. Í sveitum landsins eru frygðarstunur hrúta og kinda ómissandi hluti af jólunum. Rétt eins og að heyra kirkjuklukkurnar hringja klukkan sex á aðfangadagskvöldi á gufunni. Vanþakklátir kettir Kettir „liffa og njódda“ á jólunum, sérstaklega ungir og fjörugir kettir. Nóg framboð er af dinglandi skrauti sem þeir geta eyðilagt og sígilt er að að rústa jólatrénu sjálfu. Þrátt fyrir að gera þennan óskunda fá þeir einhverra hluta vegna jólagjafir, nammi eða nýja mús. Þeir sýna samt ekkert þakklæti enda fyrir neðan þeirra virðingu að sýna mannfólki slíkt. Það eina sem köttum mislíkar við hátíðina er þegar eigendurnir klæða þá í búning og taka jólakattarmynd til að setja á Facebook. „Enginn veit hvað kýrnar hugsa á jólunum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.