Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 84
84 23. nóvember 2018 F allöxin var hið alræmda af- töktæki frönsku byltingar- innar og var notuð í 200 ár í Frakklandi. Aðeins einu sinni var hún notuð í Norður- Ameríku, árið 1889 á lítilli eyju sem tilheyrir Frakklandi enn í dag. Engin fallöxi var til á eynni og refs- ing yfir dauðadæmdum mönnum því yfirleitt milduð. Tilfelli Jos- ephs Neel þótti hins vegar svo óhugnanlegt að fallöxi var send milli heimsálfa til að aflífa hann. Hryllileg sjón Á gamlársdag árið 1888 vöknuðu íbúar eyjunnar Saint Pierre við vondan draum. Sextug- ur sjómaður að nafni Francois Coupard fannst myrtur í kofa sín- um og lík hans illa útleikið. Hafði það verið kramið í eins konar pakka og falið í kofanum. Fjöl- mörg stungusár, á hálsi, í hjarta- stað, kvið og útlimum voru á lík- inu. Íbúar eyjarinnar, sem er nálægt Nýfundnalandi, voru ekki vanir slíkum hryllingi. Coupard var oft með ungum sjómanni, Olivier að nafni, og höfðu þeir verið á miklu fylleríi kvöldið áður. Svo hávaðasömu að lögreglan var kölluð á staðinn en þá voru þeir farnir úr kofanum. Grunur féll á Oliver sem fannst ásamt öðrum manni, Joseph Neel, sem var á þrítugsaldri eins og Oli- vier, eftir illan leik á sjó. Höfðu þeir reynt að sigla til Nýfundna- lands, sem var þá bresk nýlenda. Farið var með þá báða að kof- anum og þeir yfirheyrðir þar. Ját- uðu þeir samstundis verknaðinn en báru við ölæði. Hafði Neel stungið Coupard fyrst en Olivier á eftir. Voru þeir báðir ákærðir fyrir morðið og réttarhöldin hófust 6. febrúar árið 1889. Dæmdur til dauða Þegar réttarhöldin hófust breyttu þeir framburði sínum og sögðust hafa ætlað að snæða með Coupard þetta kvöld. Þeir sögðust hafa þurft að brjóta upp hurðina og þá mætt Coupard sem var ölvaður og með hníf. Hafi þá brotist út slagsmál milli þeirra sem lauk með dauða Coupard. Sögðust þeir hafa mis- þyrmt líkinu með það fyrir augum að búta það niður til að sökkva því í sjó. Í óðagoti hafi þeir svo ákveðið að pakka því saman og fela það inni í kofanum, taka allt verðmætt sem þeir gátu og reyna að flýja til Ný- fundnalands. Reyndi Olivier að halda því fram að hann hafi einungis verið að fylgja Neel og saksóknari gekk ekki hart að honum. Féllst hann á að Neel hafi haft hann undir nokkurs konar dáleiðslu. Þar að auki hefði Olivier stungið Coupard eftir að Neel hafði drepið hann. Væri hans sök því ekki morð heldur slæm meðferð á líki. Eftir tveggja daga réttarhöld var kveðinn upp dómur í málinu. Olivier fékk tíu ára dóm í þrælk- unarvinnu en Neel skyldi tekinn af lífi. Þá kom upp vandamál. Sam- kvæmt frönskum lögum mátti að- eins taka dæmda menn af lífi með einni aðferð, fallöxinni. Engin slík var hins vegar til á eyjunni og þess vegna hafði tveimur dauðadóm- um verið breytt í lífstíðarfangelsi fyrr á öldinni. Þegar Neel sótti um mildun daginn eftir uppkvaðn- inguna átti hann því sannarlega von á því að fá hana. En glæpur- inn þótti svo skelfilegur að beiðn- inni var hafnað þann 12. apríl. Neel skyldi afhausaður. Erfitt að finna böðul Yfirvöld á Saint Pierre sendu beiðni um að fá Louis Deibler, böðul Frakklands, til eyjarinnar og efni í fallöxi. Því var hins vegar hafnað því það lengsta sem siglt var, var til Korsíku. Um sumar- ið fékkst það svar að fallöxi yrði send frá karabísku nýlendunni Martinique en böðulinn þyrftu þeir að finna sjálfir. Fallöxin kom til Saint Pierre 22. ágúst, tveimur dögum fyrir sett- an aftökudag. Hún var mjög göm- ul, sennilega hundrað ára og hafði verið notuð í frönsku byltingunni. Verra var hins vegar að finna böðul. Í gegnum aldirnar hefur það þótt skammarlegt hlutverk að aflífa fólk og flestir veigrað sér við því. Yfirvöld á Saint Pierre buðu sakamönnum náðun gegn því að taka aftöku Neel að sér en þeir höfnuðu því. Rétt fyrir settan dag náði saksóknarinn að sannfæra sjómann að nafni Jean-Marie Le- gent til að framkvæma aftökuna. Hann hafði nýlega hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir þjófn- að en var lofað bæði náðun og 500 frönkum fyrir viðvikið. Höfuðið hékk á flipa Legent fékk bróður sinn til að að- stoða sig við aftökuna og degin- um áður prófuðu þeir fallöxina á kálfi. Sú prufa gekk hins vegar illa og höfuð kálfsins féll ekki af held- ur danglaði á húðflipa. Það var reyndar algengur vankantur við þessa aftökuaðferð. Loks kom að aftökudeginum. Um morguninn gekk saksóknari inn til Neel og tilkynnti honum að stundin væri upp runninn. Svar- aði Neel þá hátt: „Ég hræðist ekki dauðann!“ og gekk út með vörðun- um. Því næst fékk hann vín og te til að drekka og prest til að játa fyrir. Því næst tók við tuttugu mín- útna gangur að fallöxinni og flest allir eyjaskeggjar voru mættir á torgið til að fylgjast með. Neel barðist aldrei um eða reyndi að sleppa heldur tók örlögum sín- um með ró. Hann var lagður á fall- öxina og kallaði þá til Legent: „Ekki klúðra þessu!“ Eftir nokkrar mín- útur lét Legent öxina falla og rétt eins og í tilfelli kálfsins náðist höf- uðið ekki af í einni svipan. Þurfti því að skera á flipa danglandi höf- uðsins svo það félli í fötuna. Aftakan á Joseph Neel var sú eina sem framkvæmd hefur verið í Norður-Ameríku með fallöxi. Fal- löxin var hins vegar notuð í Frakk- landi allt til ársins 1977. Árið 1981 var dauðarefsing aflögð í Frakk- landi. n TÍMAVÉLIN - ERLENT Fallöxin send yfir hafið n Óhugnanlegt morð á sextugum sjómanni n Erfitt að finna böðul „Ég hræðist ekki dauðann! Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Fallöxi Af- kvæmi frönsku byltingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.