Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 16
16 23. nóvember 2018FRÉTTIR
Ráðherra – Ráðseti, Ráð
Hjúkrunarkona – Hjúkrunarfræðingur
Ruslakall – Úrgangstæknir
Skúrningakona – Ræstitæknir
Fóstra – Leikskólakennari
Mexíkani – Mexíkói
Eskimói – Inúíti
Indjáni – Viðeigandi ættbálkaheiti, þau
eru um 600 í Bandaríkjunum og mun fleiri
annars staðar í Ameríku
Negri, blökkumaður, blámaður
– Hörundsdökkur
Negrakoss – Sælgætisbolla með botni
og súkkulaðihjúp
Nýbúi – Af erlendum uppruna
Kynvillingur, faggi – Samkyn-
hneigður, hommi, lesbía
Gay Pride – Hinsegin dagar
Kynskiptingur
– Transmanneskja
Tossi, skussi – Með ADHD,
athyglisbrest eða aðra greiningu
Gamlingi – Eldri borgari
Dvergur – Með dverg-heilkenni
Vangefinn, þroskaheftur – Með
þroskahömlun
Mongólíti – Með Down’s-heilkenni
Geðveikur, klikkaður – Með andlegar
áskoranir
Dópisti – Fíkniefnaneytandi, fíkill
Fyllibytta – Alkóhólisti
Róni – Ógæfumaður
Helgarpabbi – Umgengnisforeldri
Fitubolla – Stórgerð(ur), í yfirþyngd
Fóstureyðing – Þungunarrof
SEGÐ
U NE
I
VIÐ P
LAST
I 40%
AFSLÁTTUR
Royal Corinna
30% afsláttur
Hágæða millistíf fimm svæða skipt heilsudýna
með pokagormakerfi ásamt botni og fótum.
Stærð 180x200 cm (180x200 cm)
ORÐABÓK DV FYRIR PÓLIT
ÍSKT RÉTTHUGSANDI FÓLK
Veröldin er ekki jafn einföld og hún var og
eitt vanhugsað orð getur sprengt internetið.
Tungumálið er kvikt og í sífelldri þróun. Orð
sem fyrir örfáum árum þóttu sárasaklaus
og voru í almennri notkun þykja nú meið-
andi og særandi. Þetta hefur valdið því að
eldra fólk hefur lent í stökustu vandræð-
um með að fóta sig í netheimum. DV tók
saman þau orð sem fólk ætti ekki að nota
og ásættanlega staðgengla. Ætla má hins
vegar að þessi listi verði orðinn úreltur eftir
um það bil fimm ár.
Eldri borgarar Eiga oft erfitt með að feta sig í
netheimum.