Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Síða 30
30 SPORT 23. nóvember 2018 Styrkleikaflokkar fyrir undankeppni EM: Leikir landsliðsins á árinu MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK FÁst aðeins í & Vinsælu jóladagatölin eru komin aftur Pólland Ísland Finnland Kýpur Færeyjar Draumariðill Íslands að mati DV Fyrsti styrkleikaflokkur: Belgía, Spánn, Frakkland, Ítalía, Króatía, Pólland, Sviss, Portúgal, Holland, England. Annar styrkleikaflokkur: Þýskaland, Ísland, Bosnía, Úkraína, Danmörk, Svíþjóð, Rússland, Austurríki, Wales, Tékkland. Þriðji styrkleikaflokkur: Slóvakía, Tyrkland, Írland, Norður-Írland, Skotland, Noregur, Serbía, Finnland, Búlgaría, Ísrael. Fjórði styrkleikaflokkur: Ungverjaland, Rúmenía, Grikkland, Albanía, Svartfjallaland, Kýpur, Eistland, Slóvenía, Litháen, Georgía. Fimmti styrkleikaflokkur: Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland, Lúxemborg, Armenía, Aserbaídsjan, Kasakstan, Moldóva, Gíbraltar, Færeyjar. Sjötti styrkleikaflokkur: Lettland, Liechtenstein, Andorra, Malta, San Marínó. 23. mars Mexíkó 3-0 Ísland 27. mars Perú 3-1 Ísland 2. júní Ísland 2-3 Noregur 7. júní Ísland 2-2 Gana 16. júní Ísland 1-1 Argent- ína 22. júní Ísland 0-2 Nígería 26. júní Ísland 1-2 Króatía 8. september Sviss 6-0 Ísland 11. september Ísland 0-3 Belgía 11. október Frakkland 2-2 Ísland 15. október Ísland 1-2 Sviss 15. nóvember Belgía 2-0 Ísland 19. nóvember Katar 2-2 Ísland E inu erfiðasta ári í sögu ís- lenska karlalandsliðsins í fótbolta er lokið og vann liðið ekki leik á alþjóðleg- um leikdegi árið 2018. Liðið vann tvo B-landsleiki gegn Indónesíu í upphafi árs, þar mátti ekki velja bestu leikmenn liðsins. Þegar talað er um eitt versta ár í sögu landsliðsins verður hins vegar að taka með í reikninginn að liðið tók þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta í fyrsta sinn. Ísland er minnsta þjóð sem hefur tekið þátt í þessum stærsta íþróttaviðburði sem fram fer í heiminum. Þótt árið hafi verið erfitt er það hins vegar einnig það merkilegasta í sögu fót- boltans á Íslandi. Jafnteflið gegn Argentínu í Moskvu verður rifjað upp þangað til hlýnun jarðar klár- ar allt. Varnarleikurinn í molum og sóknin virkar illa Tölfræði landsliðsins á árinu er ekki góð, liðið fékk á sig 33 mörk í 13 leikjum. Undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgríms- sonar var þetta langsterkasta vígi liðsins og liðið hélt oftar en ekki hreinu og fékk alltaf færi sem voru nýtt. Vörnin hefur ekki virk- að vel í ár, þar er ekki aðeins hægt að skella skuldinni á varnarlínuna eða markvörðinn. Liðið hefur ekki varist vel með heild. Sóknarleik- urinn hefur heldur ekki virkað eins og hann á að gera; 12 mörk skoruð í 13 leikjum er ekki gott. Minna en mark í leik sem segir alla söguna. Ljóst er að Erik Hamren þarf bæði að ná að stoppa í göt- in og fá sóknarleikinn til að virka. Mikil vinna er fyrir höndum. Er óheppni til í fótbolta? Íslenska liðið gekk á guðs vegum, ef þannig má að orði komast undir stjórn Lagerbäck og Heimis. Lykil- menn voru alltaf heilir heilsu þegar mikilvægir leikir voru fram undan. Sem dæmi að á Evrópumótinu í Frakklandi var sama byrjunarlið í öllum fimm leikjunum. Fyrir Heimsmeistaramótið fór að halla undan fæti, Gylfi Þór Sigurðs- son meiddist illa og skömmu síð- ar meiddist fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson. Gylfi hafði náð fínni heilsu fyrir HM en Aron lék nán- ast meiddur, fórnaði sér fyrir land og þjóð og þurfti að borga fyrir það. Hann var á sjúkrabekknum næstu mánuði hjá félagsliði sínu. Í síðasta verkefni liðsins, gegn Belgíu og Katar, vantaði nánast allt byrjunarliðið. Aðeins Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Aron Einar Gunnarsson og Hörð- ur Björgvin Magnússon tóku þátt í verkefninu af þeim leikmönn- um sem leikið hafa stórt hlutverk síðustu ár. Hamren hefur því verið óhemju óheppinn. Kemst liðið á sitt þriðja stórmót? Þrátt fyrir að allt sem á undan er gengið og það sem talið er upp hér í töflu er hægt að horfa björt- um augum til framtíðar. Fram undan er undankeppni fyrir Evrópumótið árið 2020 sem hefst í mars og lýkur seint á næsta ári. Þar er Ísland í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í byrjun desember. Tvö lið munu fara beint áfram á stórmótið sem haldið verður um alla álfuna. Ef íslenska liðinu mistekst að tryggja sig inn á mótið í gegnum undankeppni EM eru allar líkur á að liðið fái annan möguleika í gegnum umspil. Þar sem magnaður árangur Íslands hafði komið liðinu í A-deild Þjóða- deildarinnar, sem var að ljúka, gæti það gefið liðinu möguleika á sæti á EM. Líklegast er að öll lið úr A-deild Þjóðadeildarinnar fari beint inn á EM, ef það gerist ekki er einnig afar ólíklegt að færri en átta lið fari beint inn. A-deild Þjóðadeildarinnar, líkt og aðrar deildir í þeirri keppni, gefur eitt sæti á EM í gegnum umspil sem fram fer í mars árið 2020. Ef átta lið eða fleiri tryggja sig inn í gegnum undankeppni EM, þá fer Ísland í umspil um laust sæti þar, að því gefnu að liðinu mistakist að fara inn á mótið í gegnum hina hefð- bundnu leið. Það eru því ansi góð- ir möguleikar á að strákarnir okk- ar komist á þriðja stórmótið í röð, leikmenn eru á besti aldri og ef meiðslum fækkar og leikur liðsins smellur saman, eru allir vegir færir. n ÁRIÐ SEM ENGINN ÍSLENDINGUR MUN GLEYMA Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is n Erfiðasta ári landsliðsins lokið þegar kemur að úrslitum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.