Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2010 · 3 hann öllu heldur grundvallarþáttur í tilvist mannsins sem lætur hann ekki í friði fyrir þessari spurningu og birtist honum sem þrá til handanlægs veruleika annars vegar en hins vegar sem huggun og traust í þessum heimi. Hann vitnar í breska söguheimspekinginn Michael Oakeshott sem skilgreinir trú á þann veg að hún sé „sú stefna sem sálin tekur, reynsluvídd sem er um leið hin full­ komnasta reynsla. Að taka þessa sönnu trú Oakeshotts eða ganga inn í hana þýðir, að hans mati, að menn bjargist hér og nú undan vélrænu striki sérgæsk­ unnar og þeirri harðstjórn sem heimtar af manninum „árangur“ og engar refjar“ (200). Mikið vatn er runnið til sjávar síðan guðfræðingar og heimspekingar mið­ alda töldu sig geta sannað tilvist Guðs með rökfræðinni, einnig síðan nútíma­ heimspekingar töldu sig geta afsannað tilvist hans með fræðilegri nálgun. Maðurinn sjálfur vill komast að með reynslu sína og fá orðið. Þar er glíman við Guð enn í fullum gangi, stundum virðist hún falla í einn farveg, stundum marga. En hún er ekki horfin úr veruleika mannsins. Í hans eigin tilvist vaknar hún og þar er tekist á við hana. Hinni mýstísku guðsmynd er oft stillt upp sem andstæðu spámannlegrar guðsmyndar, annars vegar er hinn leyndi og hljóði Guð en hins vegar er hinn vígreifi Guð sem berst fyrir réttlæti og gegn misrétti. Í reynd fara þessar guðs­ hugmyndir oft saman. Það á við um bók Árna Bergmanns. Annars vegar er spurningin um grundvallartraust sem vaknar innra með manninum: er mér óhætt í þessum heimi, hann segir: „Ég er þar sem ég er staddur vegna þess að mér þætti ekkert að því að eignast grundvallartraust á tilverunni“ (221). Það hefði Móður Teresu sjálfsagt heldur ekki þótt verra, svo understatementi höf­ undar sé haldið: Hann veltir fyrir sér hvernig þessi mikla trúkona hafi liðið fyrir að fá árum saman „enga huggun eða styrk frá Guði í sinni þjónustu við þá alsnauðustu í heiminum – allt er kalt í kringum hana, Guð þegir. Eina svar hennar er þá að finna í samsömun með Jesú á Golgata forðum og hrópa með honum: Guð, því hefur þú yfirgefið mig“ (220). Jesús slær ekki aðeins í gegn sem súperstar heldur hittir hann einnig í mark sem maðurinn í öllu sínu umkomuleysi og á þverstæðukenndan hátt sem maðurinn í öllum sínum styrk­ leika, þeim styrkleika sem hann fær þegar hann nálgast Guð. Jesús er því maðurinn sem hrópaði: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig“. Það hróp þekkir hver maður, þar er einn tengipunkturinn. Þegar líður að lokum bókarinnar er ljóst að Jesús verður lykillinn að Guðs­ skilningi höfundar þar sem hugtök eins og samlíðun fá þungavigtarmerkingu. Það er fyrir Jesúm sem höfundur skynjar mannúð sem hefur í reynd verið manninum í senn athvarf í hörðum heimi og spámannlegt umbótaafl fyrir hugsjónum sem ávallt eru í gildi. Til þess að leita svara við spurningum sem fjalla um sannleiksgildi trúarinnar beinir höfundur ræðunni að Jesú Kristi. Kannski hefði bók um Jesúm verið mun auðveldara viðfangsefni en bók um Guð því að Jesús er nánast hafinn yfir gagnrýni í bókmenntum tuttugustu aldar, áhrif hans í menningu og listum eru svo yfirþyrmandi og einnig í hvers­ dagslegu lífi mannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.