Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2010 · 3 og oft er engu líkara en að textinn sé frá Jóni kominn ekki síður en tónarnir […] Dökkir píanóhljómar mynda hranalegar ómstríður og eru leiknir með hörðum áherslum eins og þung högg örlaganna dynji án afláts á meðan söngröddin tjáir sig á veikari nótum. Reiði og örvænting brýst fram í hverjum taktinum á fætur öðrum þar til þrumandi píanóleikurinn þagnar skyndilega og söngvarinn fer með síðustu hendinguna við undirleik örfárra veikra tóna. Þá bíður ekkert nema uppgjöf frammi fyrir duttlungafullum máttarvöldum. (Bls. 285) Og um Requiem segir Árni meðal annars: Requiem er sannkölluð perla, fullkomin í látleysi sínu og einfaldleika. […] Þegar kvenraddirnar bætast aftur við hefst einn áhrifamesti kafli verksins. Þótt karlarnir hafi aðeins sungið níu takta einir verður tær og bjartur sópranhljómurinn eins og smyrsl á sárin […] Á orðinu „dreyma“ leitar sópraninn fyrst upp í tóninn F sem er mollþríund í hljómnum, dökk og kvíðablandin. Ekki líða nemar örfáar sekúndur þar til Jón hefur skipt um tón, hendingin kemst skrefinu lengra upp í Fís og dúr­ hljómurinn gefur fyrirheit um að draumurinn um bjarta borg sé annað en tálsýn. (Bls. 286–7) Hér er Árni óhræddur við að nota lýsingarorð sem undirstrika sterka skynjun hans á tónlistinni – við sjáum orðasambönd eins og „hranalegar ómstríður“, mollþríundin er „dökk og kvíðablandin“ en leysist upp og gefur fyrirheit um að draumurinn sé ekki tálsýn. Hugkvæmni Árna er skemmtileg og kveikir áhuga á tónlistinni og þótt hann noti orð eins og mollþríund og nefni tóna réttum nöfnum, geta allir auðgað skilning sinn á verkunum, burtséð frá því á hvaða stigi tónlistarþekkingin er. Lýsingar Árna á Eddu­óratóríunum eru mjög áhrifa miklar og best að lesendur kynni sér þær sjálfir í heild. V. Það er sérstök lífsreynsla að kynnast verkum Jóns innan frá – sem flytjandi og túlkandi. Undirituð hefur verið svo lánsöm að fá að kynnast mörgum verka hans á þann hátt, sem kórsöngvari. Jón bar ekki virðingu fyrir takmörkum hljóðfæra, eða mannsraddarinnar ef útí það er farið. Hann skrifaði til dæmis oft nótur sem ekki fyrirfinnast á hefðbundnum hljóðfærum eins og hörpu eða orgeli – og opinberar þar með ákveðna vanþekkingu í hljóðfærafræði, en honum var líka kannski bara sama. Hann skrifaði línur fyrir söngraddir sem eru allt að því ósyngjandi og lætur t.d. sópran í kórpörtum verka sinna iðulega liggja í margar blaðsíður í hæstu hæðum, sem er ekki á færi neinna og útheimt­ ir stállungu – og gengur raunar þar í smiðju síns helsta átrúnaðargoðs, Beet­ hovens. Stækkaðar ferundir, sem þykja ekki þægilegar til söngs, sjöundastökk og níundir eru jafn algengar og hljómþýðar þríundir og áttundir í verkum Jóns. Þó er þar að finna nóg af hreinum fimmundum, sem ganga eins og leiðarhnoða í gegnum höfundarverk Jóns allt frá árinu 1922. Sjöundir eru svo algengar að þegar loksins kemur að því að syngja hreina áttund lenda söngvarar í vand­ ræðum og útkoman verður oftar en ekki hið ofurómstríða tónbil stór sjöund.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.