Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 4
4 TMM 2015 · 2 Margrét Tryggvadóttir Veröld barnabókanna sótt heim á ný Ég er ein af þeim sem hef aldrei almennilega vaxið upp úr barnabókum. Þegar ég var krakki las ég mikið og lá í bókum. Ég var samt ekki eins og sumir krakkar sem ég þekkti sem kláruðu bókasafnið í sinni heimabyggð. Ég las vissulega nýjar bækur og gamlar, langar og stuttar, það sem vinir mínir voru að lesa og það sem ég fékk í afmælis- og jólagjafir. Svo átti ég mínar uppáhaldsbækur og þær las ég aftur og aftur og sá alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég gekk inn í heim þeirra. Lærði eitthvað – ekki endilega um stærð- fræði eða hagnýtar upplýsingar um tígrisdýraveiðar eða kartöflurækt heldur um það hvað það er að vera manneskja en ekki bara lítið skítseiði. Sem sagt, um það sem mestu máli skiptir. Allt hitt getum við lært með öðrum hætti. Þegar ég fór að læra bókmenntafræði í Háskólanum kom aldrei annað til greina en að reyna að sérhæfa mig í barnabókmenntum. Þær skiptu jú lang- mestu máli fannst mér, því þegar best lætur tekst þeim að lauma sér inn í ómótaða barnsvitundina og skilja þar eftir sig varanleg spor. Opna dyr að öðrum heimum, bera inn ljós, hugmyndir, mannúð, fróðleik og möguleika. En auðvitað geta þær líka sáð fræum fordóma og tortryggni. Og einmitt þess vegna fannst mér ég ekki geta lært um nokkurn skapaðan hlut sem væri mikilvægari en einmitt barnabókmenntir. Þegar ég fór svo að rann- saka myndabækur fyrir ólæs börn, þ.e. bækur lesnar af fullorðnu fólki fyrir lítil börn, bækur sem töluðu til beggja lesenda sinna í gegnum tvo samofna miðla, mynd og texta, sem hvor um sig þurfti að höfða til gjörólíkra lesenda – þá fann ég fjölina mína. Á meðan á náminu stóð eignaðist ég mín eigin börn, syni sem nú eru orðnir fullorðnir, allavega í lagalegum skilningi þess orðs, með loðnar lappir og löngu hættir að vera krúttlegir. En við lásum mikið! Við vorum svo heppin að ég starfaði við það sem ég hafði mestan áhuga á; fyrst sem kennari og gagnrýnandi barnabóka fyrir fjölmiðil svo flestallar nýjar barnabækur bárust inn á heimilið en svo fór ég að starfa fyrir bókaforlag og því héldu góðar, nýjar bækur áfram að streyma til okkar. Auk þess vorum við fastagestir á bókasöfnum. Þannig leið tíminn. Þótt yfirleitt væri ég að stússast í útgáfu á bókum fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.