Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 7
Ve r ö l d b a r n a b ó k a n n a s ó t t h e i m á n ý TMM 2015 · 2 7 Illugi byrjar að segja margt gáfulegt – vitna í tölur um að heil 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns og 12% stúlkna og að við þurfum öll að taka okkur á og þar leiki grunnskólinn lykilhlutverk. Hann bendir líka á að nám, einkum lestrarnám, geti aldrei bara farið fram í skólanum, börnin verði líka að æfa sig heima: „Þú nærð aldrei árangri í tónlistarnámi með því að æfa þig á hljóðfærið einungis í spilatímanum. Þú verður að æfa þig líka heima, á hverjum degi. Það er eins með lesturinn. Æfingin fer að hluta til fram í skólanum, en hún verður einnig að fara fram á heimilinu, hvern einasta dag, til þess að árangur náist og þú verðir læs,“2 segir ráðherrann og fyrrum organistinn og hefur lög að mæla. Eftir að hafa rætt um styttingu náms í framhaldsskóla og áætlaðar heildarævitekjur berst talið að virðisaukaskatt- inum og þar reynir ráðherrann fyrir sér í útúrsnúningi: „Það væri mikil einföldun að draga einhverja beina línu á milli virðisaukaskattsins á bækurnar og niðurstöðu varðandi læsi. Frá árinu 1993 var 14% virðisaukaskattur. Læsistölur hjá krökkunum voru mun hærri árið 2000 en árið 2006. Árið 2007 lækkaði virðisaukaskatturinn á bækur í 7%. Læsistölurnar voru lægri árið 2009 en þær voru árið 2000 þó svo að þær hefðu hækkað aðeins frá 2006 og svo fóru þær enn neðar árið 2012. Því er varhugavert að reyna að setja eitthvert samasemmerki þarna á milli. Ég skil vitanlega þau sjónarmið bókaútgefenda og rithöfunda að eftir því sem virðis- aukaskattsprósentan á bækur er lægri, þeim mun meiri líkur eru á að fleiri bækur verði gefnar út. En við skulum líka muna að 12% skattur á bækurnar er lægri prósenta en var alveg til ársins 2007.“ Það var þó ekki fyrr en ég las rammagrein með viðtalinu, „Að hugsa út fyrir boxið: Skriðdrekar og Frozen“, að ég fór að reyta hár mitt fyrir alvöru. Þar lýsir ráðherrann þeirri skoðun sinni að nálgast þurfi drengi og stúlkur með mismunandi hætti þegar kemur að lestri og lestrarþjálfun. Ég er í grundvallaratriðum ósammála því en látum það liggja milli hluta, það var annað sem vakti athygli mína: „Þetta er auðvitað spurning um það hvernig við vekjum áhuga strákanna á lestri. Ég kallaði til mín hingað í ráðuneytið forstjóra í tölvuleikjafyrirtæki, því sennilega hafa engir stúderað það meira en tölvuleikjasérfræðingar, á hverju krakkar og ungmenni hafa áhuga. Þeir vita hvernig á að fara að því að fá krakkana til þess að sitja límdir við tölvuskjáinn tímum og dögum saman. Ég spurði þennan ágæta mann hvað honum fyndist að ég þyrfti að gera varðandi ólæsi strákanna. Hann sagði að ég ætti að skipta nemendum í strákahópa og stelpu- hópa, rétt eins og Magga Pála gerir í Hjallastefnunni. Áhugasvið strákanna væru oftast ólík áhugasviðum stelpnanna. Strákar væru meira drifnir áfram af keppnisanda, hver væri í fyrsta sæti, hver væri fljótastur, hver væri sterkastur o.s.frv. Stelpurnar væru hins vegar með flóknari mælikerfi. … Hann sagði að það væru vandfundnir strákar sem ekki hefðu áhuga á skriðdrekum. Stelpur hefðu yfirleitt engan áhuga á skriðdrekum. Þær litu bara á fyrirbærið sem byssu á hjólum. Hans ráðlegging til mín var þessi: „Þú átt að vera með lesefni um skriðdreka, hvernig á að stýra þeim, um skriðdrekaorustur, hvernig á að framleiða þá og þar fram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.