Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 9
Ve r ö l d b a r n a b ó k a n n a s ó t t h e i m á n ý TMM 2015 · 2 9 Magnið skiptir máli en ekki bara vegna tungumálsins og málþroskans. Það er í góðu lagi þótt börn lesi t.d. bækur Enid Blyton sem sumum fræði- mönnum (þar á meðal mér) finnast afspyrnu lélegar ef þau lesa líka Astrid Lindgren. Góður skammtur af Línu Langsokk, Maditt, Emil, Bróður mínum Ljónshjarta og Börnunum í Ólátagarði bætir upp og svo ríflega það fyrir kynþáttahyggjuna í Dodda-bókunum. Börn læra aldrei að meta það besta nema hafa samanburð af einhverju sem skilur minna eftir sig. Og við verðum að treysta þeim til að finna muninn. Spegillinn Bækur opna okkur dyr að öðrum heimum. Við getum lesið um framandi lönd, gamla tíma og undraheima sprottna úr huga höfundanna. Kannski er þó enginn heimur sem mikilvægara er að heimsækja með lestri góðra bóka en einmitt sá sem við stöndum í, hér og nú. Samtími okkar. Ísland árið 2015. Spegillinn sem sýnir okkar hver við erum, hvert við stefnum, hvað megi bæta og hvar rætur okkur liggja. Blómleg bókaútgáfa staðfestir að við lifum í alvöru samfélagi sem hugsar og finnur til í einhverskonar sameiginlegri þjóðarvitund. Það er ekki bara tungumálið sem við eigum sameiginlegt heldur svo ótal margt annað. Við gleðjumst saman þegar fyrsta lóan kemur á vorin og skiljum hvað það er að búa á eyju, lengst úti í ballarhafi. Og við þurfum bækur um okkur sjálf, hér og nú. Börnin okkar þurfa nýjar bækur sem kallast á við raunveruleika þeirra. Höfum þó líka í huga að höfundar sem skrifa um liðna tíð eða tilbúna heima eru oftar en ekki einmitt líka að skrifa um okkur sjálf, hér og nú. Það er einmitt í þessu samhengi sem ég hef stórar áhyggjur af stöðu íslenskra barnabóka. Í vetur fór ég upp í Gerðuberg til að skoða árlega sýningu sem heitir „Þetta vilja börnin sjá“. Þar mátti sjá úrval þeirra mynd- verka sem prýða íslenskar barnabækur á síðasta ári og eftir að sýningin var tekin niður flakkar hún um landið. Ég mætti þegar sýningin var formlega opnuð og kannski í fyrsta sinn skoðaði ég þessa sýningu eins og einhver sem stendur fyrir utan þetta allt saman. Ég þekkti fæstar bækurnar og hafði ekki séð verk eftir marga af listamönnunum sem þarna sýndu verkin sín. Það er eðlilegt að nýir teiknarar og myndlistarmenn taki við af þeim sem eldri eru. Svoleiðis viljum við líka hafa það. Því miður voru engin Dimmalimm- verðlaun veitt fyrir bestu myndirnar í ár og stemmningin meðal höfunda mynda- og texta einhvern veginn daprari en ég hef áður upplifað. Þeir höf- undar sem ég þekkti og spjallaði við veltu því upp hvort það borgaði sig að standa í þessu. En það var fleira bogið við þetta. Við nánari skoðun sýningarinnar kom í ljós að nokkuð stór hluti myndanna var eftir erlenda höfunda. Í sjálfu sér er ekkert að því. Við búum í fjölmenningarsamfélagi og flest okkar taka hverjum þeim sem vill búa með okkur á Íslandi og taka þátt í samfélaginu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.