Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 12
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r 12 TMM 2015 · 2 Hér myndu einhverjir örugglega segja þetta óþarfa kvart og kvein. Hvaða máli skiptir þetta þegar á heildina er litið? Er eitthvað verra fyrir börn að fá brenglaða og ósannfærandi mynd af sínu eigin landi í barnabókum en þýddar bækur sem gerast í útlöndum eða bækur sem gerast í ímynduðum heimi? Málið er bara að börn eiga ekki bara skilið að fá betri bækur sem endurspegla samfélag þeirra. Þau eiga hreinlega lögbundinn rétt á því. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna orðar það fallega, meðal annars í greinum 17 og 29: 17. gr. Aðildarríki viðurkenna mikilvægi fjölmiðla, og skulu þau sjá um að barn eigi aðgang að upplýsingum og efni af ýmsum uppruna frá eigin landi og erlendis frá, einkum því sem ætlað er að stuðla að félagslegri, andlegri og siðferðislegri velferð þess, og líkamlegu og geðrænu heilbrigði. Aðildarríki skulu í þessu skyni: … b) Stuðla að alþjóðlegri samvinnu við undirbúning, skipti og dreifingu á slíkum upplýsingum og efni af fjölbreyttum uppruna, menningarlegum, þjóðlegum og alþjóðlegum. c) Stuðla að því að barnabækur séu samdar og þeim dreift. d) Hvetja fjölmiðla til að taka sérstakt tillit til tungumálaþarfa barns sem tilheyrir minnihlutahópi eða er af frumbyggjaættum. … 29. gr. 1. Aðildarríki eru sammála um að menntun barns skuli beinast að því að: … c) Móta með því virðingu fyrir foreldrum þess, menningarlegri arfleifð þess, tungu og gildismati, þjóðernislegum gildum þess lands er það býr í og þess er það kann að vera upprunnið frá, og fyrir öðrum menningarháttum sem frábrugðnir eru menningu þess sjálfs. … Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992 og lögfestur árið 2013 og er því orðinn hluti af íslenskri löggjöf. Áttunda undur veraldar? Hinn íslenski bókamarkaður er rekinn nánast án styrkja. Jú, vissulega eigum við fyrirbrigði eins og Miðstöð íslenskra bók mennta sem úthlutar útgáfustyrkjum til einstakra verkefna, þýðinga- styrkjum og nýræktarstyrkjum auk þess að vinna fyrir bókamarkaðinn sér- staklega. Engir styrkir eru eyrnamerktir útgáfu barnabóka sérstaklega þótt til séu sjóðir sem styrkja barnamenningu og styrkja stundum skrif eða útgáfu barnabóka, svo sem Barnamenningarsjóður og Barnavinafélagið Sumargjöf. Rithöfundar geta sannarlega sótt um starfslaun. Launasjóður höfunda svarar til 555 mánaðarlauna. Fyrir árið 2015 sóttu 194 höfundar um styrk fyrir samtals 2681 mánuð. 70 höfundar fengu úthlutað styrk.6 Sem betur fer er það orðið algengara að höfundar barnabóka hljóti náð fyrir augum dómnefndarinnar og sennilega hafa sjaldan eða aldrei jafnmargir höfundar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.