Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 13
Ve r ö l d b a r n a b ó k a n n a s ó t t h e i m á n ý TMM 2015 · 2 13 barnabóka fengið úthlutun og í ár þótt þeir fái sjaldnast úthlutað mörgum mánuðum. Hvað er til ráða? Frá því að ég fór að skoða barnabækur af einhverri alvöru og þar til ég fór að gera annað fannst mér allt stefna í rétta átt. Stundum miðaði hægt áfram en þetta var alltaf allt í áttina. Inn á milli eignuðumst við hreinar perlur sem munu lifa um ókomin ár. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Samkeppni bókarinnar við annað efni hefur aldrei verið harðari og mis- kunnarlausari og við sjáum þess greinileg merki að það er farið að bitna illilega á lestrargetu barna. Í raun kemur það virðisaukaskatti í nútíð og fortíð ekkert við þótt auknar álögur á barnabækur og bækur yfir höfuð séu aldrei af hinu góða, það segir sig sjálft. Börn þurfa ekki bara góðar bækur til að lesa, þau þurfa næði. Sá heimur sem við búum flest í einkennist af sífelldri truflun. Skemmtileg myndbönd, félagar á spjallþráðum, samfélagsmiðlar, tölvuleikir, þættir og bíómyndir – allt er þetta innan seilingar – aðeins einn smell í burtu. Ég hef ekkert á móti tölvum en við verðum að viðurkenna að þeim getur fylgt meira áreiti en mörg okkar ráða við. Það er ósköp skiljanlegt að börn liggi ekki lengur í bókum sem þarf að læra og þjálfa sig í að lesa, skilja og meðtaka þegar hægt er að sitja tímunum saman við skjá og láta mata sig á „ókeypis efni“. Þetta hefur breyst gríðarlega á síðustu árum. Það er svo stutt síðan ein tölva var á hverju heimili, gjarna í sameiginlegu rými. Nú eiga flestir margar og sumar þeirra skiljum við sjaldnast við okkur. Snjallsímar eru frábær tæki og í höndum barna geta þeir verið stórkostleg verkfæri til sköpunar, tjáskipta og lærdóms. En þeir geta líka truflað. Við könnumst flest við það að litlum börnum sé rétt spjaldtölva eða sími, sér til afþreyingar, þegar foreldrar þeirra hefðu sennilega rétt þeim bók eða lítið leikfang fyrir nokkrum árum. Það er á ábyrgð okkar allra að tryggja börnum bæði næði og gott lesefni, sprottið úr sameiginlegri menningu okkar. Ég held að það sé barnaskapur að ætla að þetta gerist af sjálfu sér úr þessu eða að þetta sé eitt þeirra viðfangs- efna sem markaðurinn leysi best. Ábyrgð foreldra, en ekki síður skólayfir- valda, stjórnvalda og samfélagsins alls, er gríðarleg og margir í því mengi eru ekki að gera sitt. Því þarf að breyta. Það er löngu tímabært að skoða í fullri alvöru hvað við getum gert til að styrkja útgáfu barnabóka og efla dreifingu þeirra til allra barna. Mikil þörf er á sjóði sem gæti styrkt myndefnisgerð sérstaklega. Við getum í raun ekki haldið því fram að barnabækur séu íslenskar ef myndheimur þeirra er það ekki. Ekki frekar en að okkur dytti í hug að gefa út bækur þýddar með rafrænum þýðingarvélum. Ísland er ekki eina landið þar sem barnabækur (og þar með tungumálið og menningin) eiga á brattann að sækja. Flestar aðrar þjóðir sem við berum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.