Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 17
É g e r s j a l d a n s a m m á l a s j á l f r i m é r l e n g i í e i n u
TMM 2015 · 2 17
og þannig hafa þau áhrif á bækurnar mínar, án þess að skipta sér nokkuð af
ritstörfum mínum.
Varðstu snemma læs? Lastu mikið sem barn? Hver var uppáhaldsbókin þín
þegar þú varst lítil?
Pabbi og amma Auja kenndu mér að lesa, ég varð læs einu eða tveimur
árum áður en ég byrjaði í skóla. Ég las allt sem mér þótti fýsilegt og átti
bækur sem ég las oft. Ég var ofsalega hrifin af Kára litla og Lappa, Baldintátu,
Gvendi Jóns og félögum, Grími grallara, Nonna bókunum. Ég átti mikið af
bókum sem pabbi hafði átt þegar hann var lítill og las þær. Ég byrjaði strax
að lesa þykkar bækur en amma átti danska bók (þunna) sem hét Jakob og
Jóakim, ég las hana og keypti bókina nýlega handa syni mínum, ég las allar
Enid Blyton bækurnar, Öddu bækurnar, Völu bækurnar – nú horfir maður
á Desperate Housewives, Arrested Development, Orange Is the New Black,
House of Cards – og ég varð glöð þegar ég varð lasin því þá gat ég lesið og
pabbi gaf mér nýja Enid Blyton bók.
Merkilegt, sama gerði pabbi minn!
Kannski voru þeir ekki ósvipaðir, báðir raunvísindamenn, er það ekki?
Teikning: Kristín Ómarsdóttir