Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 18
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
18 TMM 2015 · 2
Eitthvað svoleiðis.
En eina bók hélt ég rosalega mikið upp á, hún var eftir Gunnhildi Hrólfs-
dóttur: Undir regnboganum. Gömul hvíthærð kona sem hét Dóra á Mosfelli
og var með hænur upp í Mosfellsdal gaf mér bókina sem fjallar um krakka
sem fluttu inn á stórt heimili – ég elskaði þessa bók – og Kötu og landnemana,
minnir mig að hún hafi heitið, sem voru reyndar nokkrar bækur um
landnemabyggð í nýja landinu, þar geisuðu sandstormar og bjuggu indjánar.
Uppreisnin á barnaheimilinu var líka ein þessara bóka sem ég man vel eftir
og líka Búrið hennar Olgu Guðrúnar. Ég lifði mig svo inn í bækurnar að mig
langaði til að lifa inni í þeim, braust inn í sumarbústað með Benna Kúl vini
mínum, við héldum að þar væru innbrotsþjófar og urðum völd að eignatjóni
afþví við lifðum okkur svo inn í þessar bækur. Ég skrifaði bíómyndahandrit
með vinkonu minni upp úr Ottó nashyrningi og Fúsa froskagleypi.
***
Manstu eftir fyrstu bíómyndinni sem þú sást? Og með hverjum þú fórst í
fyrsta sinn bíó? Á hvaða mynd?
Það var mynd um Bamba og mig minnir hún hafi verið sýnd í Regnbog-
anum. Ég var mjög ung, við móðursystir mín, Guðný Halldórsdóttir, tókum
rútuna úr Mosfellsdal. Guðný er kvikmyndagerðarkona og vildi örugglega
manna mig upp í bíómálum. Við sváfum í íbúð ömmu og afa á Fálkagötunni
og tókum strætó í Regnbogann. Ég man þetta mjög vel og meira eftir öllu í
kringum fyrstu myndina, minnst eftir Bamba. Mig minnir meira að segja að
það hafi verið slydda, daginn sem við fórum í bíó.
Þetta er óréttlát spurning: hvort fannst þér skemmtilegra að lesa eða horfa
á bíó?
Mér fannst ekkert sérstaklega skemmtilegt að horfa á sjónvarpið fram
eftir aldri, ég horfði á Húsið í sléttunni, Stundina okkar og á Löður með
pabba, en þegar ég varð unglingur nennti ég ekki að horfa á sjónvarp, ég
sagði vinum mínum að ég skyldi ekki lifa í gegnum sjónvarp. Frá því ég var
gaggó-unglingur og þar til ég var tuttugu og sex ára horfði ég nánast ekkert
á sjónvarp, fór í M.A., þar var ekki sjónvarp, bjó hjá frænku minni sem hafði
ekki sjónvarp, reyndar leigði ég með tveimur strákum, Róberti Douglas og
Agnari Jóni Egilssyni og horfði með þeim því þeir horfðu á bíómyndir allan
sólarhringinn, borðuðu Godard í hádegismat og Fellini í kvöldmat, svo bjó
ég á Flateyri og horfði bara á Baðverðina og vídeóspóluna Bad Boy Bobby,
jú, og líka á Naked nokkrum sinnum, en þegar ég kynntist Tóta fór ég að
horfa á sjónvarp svo heitið gæti. Við fengum sjónvarp í brúðargjöf, horfðum
á sjónvarp og borðuðum spagettí í þrjú ár og smökkuðum ekki áfengan
dropa því það var svo gaman hjá okkur, hittum eitt sinn á þessu tímabili
skandinavíska vonarstjörnu í bókmenntum sem kom í heimsókn, með allt í