Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 21
É g e r s j a l d a n s a m m á l a s j á l f r i m é r l e n g i í e i n u TMM 2015 · 2 21 *** Hvenær byrjaðir þú að skrifa? Mér fannst mjög gott að skrifa þegar ég var krakki, ekki afþví ég ætlaði að verða rithöfundur, mér fannst það bara gott, svo fannst mér spennandi að hafa stílabók og blýant. Þegar hundurinn minn dó skrifaði ég erfiljóð um hann: Nú ertu farinn Sámur minn. Ég syrgi þig sárum, lubbalingurinn. Við okkur lékum saman um móa og grund. Nú er horfin, sú gleðinnar stund. Þetta er fyrsta erindið en þau voru mörg, skrifuð í ljósbleika stílabók með mynd af Chaplin sem mamma hafði keypt handa mér í París. Þetta var virkilegur harmur. Ég átti alltaf hund þegar ég var krakki og það var eins og að missa sinn besta vin, ég var óhuggandi dögum saman – þetta var minn besti vinur. Svo skrifaði ég langa sögu um hana Fillipíu sem fékk allt sem mig langaði í. Hvernig barn varstu? Á skalanum þæg og óþekk, frá 0 til 10, hvar staðsetur þú þig? Mjög þægt barn (0) og hræðilegur unglingur (10). Það var farið með mig til læknis afþví ég hreyfði mig svo lítið, ég var alltaf að lesa, læknirinn sagði að ég yrði að fara meira út og leika mér, en ég vildi bara vera ein og lék mér mikið ein, ég var einbirni þar til ég var fimm ára, pabbi segir að ég hafi verið fyndið barn. Ég var mikið með ömmu og talaði fornt mál og fólk fór að hlæja þegar ég talaði, ég var pínu frík. Ofurlögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir spurði mig eitt sinn: Varstu mikið með ömmu þinni þegar þú varst barn? Hún heyrði það á málfari mínu. Varstu trúuð sem barn? Ertu trúuð núna? Eru foreldrar þínir trúaðir? Ég var alin upp við að fara með bænirnar á kvöldin – uppeldiskækur ein- hvers frekar en trú því pabbi er raunvísindamaður og mamma líka trúlaus – ég gerði það svo samviskusamlega að það tók mig hálftíma að fara með bænirnar og gat aldrei sofnað því ég var alltaf að muna eftir einhverju sem ég hafði gleymt í bæninni. Ég var mjög auðtrúa barn, las Biblíusögurnar og trúði öllu sem ég heyrði. Þegar ég gekk til prests í Mosfellsdalnum fór ég að hitta á laun kaþólskan prest í gegnum írska konu sem var heimilishjálp hjá föðurömmu minni. Ég fór stundum með henni í kaþólska messu í Breiðholti og hitti þar föður Róbert Bradshaw sem sagði að ég gæti farið í sumarbúðir á Írlandi ef ég yrði kaþólsk svo ég var meira en til í að hitta hann sem oftast. Daginn fyrir ferminguna kom faðir Róbert Bradshaw heim og sagðist vera að undirbúa mig fyrir kaþólska fræðslu, mamma sagði að það gæti ekki verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.