Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 23
É g e r s j a l d a n s a m m á l a s j á l f r i m é r l e n g i í e i n u
TMM 2015 · 2 23
Hvaða annað starf myndirðu kjósa að vinna við?
Heimildamyndagerð. Eða að vinna meira með fólki. Ef ég væri ekki að
listast vildi ég vinna náið með fólki, á einhvern hátt, félagsráðgjafi eða bara
eitthvað svipað og Bjargvættinn í grasinu dreymdi um. Ég hef unnið sem
blaðamaður og mér fannst það líka gaman. Og nuddari – ég ætlaði að læra
nudd þegar ég var unglingur.
Við hvaða annað starf myndirðu ekki vilja vinna?
Í einhverjum banka og ákveða hverjir ættu að fá lán eða ekki, þar sem ég
þyrfti að segja nei við fólk, það væri virkilega erfitt, samt veit ég að í svona
störfum er gott fólk, og það er erfitt, og að vinna í sorglegum aðstæðum, það
þarf drjúgar manneskjur í það, ég hefði kannski ekki nógan styrk í svoleiðis
störf. Ég væri ekki góð í að vera með mikla útreikninga.
Ertu mömmustelpa?
Stundum. Stundum langar mig bara að tala við mömmu mína af því að ég
veit að hún segir eitthvað gott, á sinn sérstaka hátt, allt það sem aðrir segja
ekki. En stundum fæ ég líka móðurhúsaþunglyndi eins og margar konur á
mínum aldri ef þær eru mikið að hanga aftan í mömmu sinni.
Teikning: Kristín Ómarsdóttir