Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 24
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 24 TMM 2015 · 2 Hvort þykir þér betra: að elska eða vera elskuð? Það fer eftir því hvernig liggur á mér. Stundum tekst að sameina þetta og þá er glatt í höllinni. *** Þið Þórarinn hafið búið í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Barcelona og nú í Berlín, hvernig er að búa á þessum stöðum? Hver borg hefur sinn sjarma sem enginn annar staður getur hermt eftir henni. Það getur enginn til dæmis tekið Reykjavíkina úr Reykjavíkinni. Þar getur maður barist í gegnum hávaðarok og haglél í Kramhúsið til að dansa afró, síðan fylgst með litaflökti í Esjunni í veðraskiptunum og rölt loks í glaðasólskini í búð vestur í bæ þar sem fæst besti matur í heiminum, nýr silungur. Daginn má svo enda í kaffi hjá mömmu, systur eða gamalli vinkonu látinnar tengdamóður. Engin borg toppar það. Innskot: Það er satt, úff – geðveik borg. Kaupmannahöfn á dásamlegar djassknæpur, antíkkvarter með gamlar bækur og æðislega hjólamenningu. Barcelona er sjóræningjaborg sem lagar sig sífellt að nýjum tímum, full af páfagaukum í trjánum, mávum, sjó og fjöllum, ævintýralegum byggingum og ennþá ævintýralegra fólki, þó að maður njóti hennar best á þeim stöðum sem fæstir vita af. Barcelona er til dæmis eini staðurinn þar sem við hjónin höfum lent í því að lögfræðingur hafi gefið okkur kampavínsflösku í afsökunarskyni fyrir að hafa reynt að ræna okkur. En á sama tíma finnst mér Berlín sameina það besta frá Kaup- mannahöfn og Barcelona, mannlífið er svo skemmtilegt um leið og borgin fúnkerar einhvern veginn svo vel og á svo margslunginn hátt. Hún iðar, full af lífsbaráttu en líka lífsgleði. Hér hittir maður bæði skemmtilegasta og leiðinlegasta fólk sem maður hefur hitt um dagana. Hún er bæði full af náttúru og steinsteypu, myrkri og sól, ótrúlegri hugsjónamennsku og lygi- legum smáglæpum, smámunasemi og biksvörtum húmor; sprúðlandi núi og minningum sem enginn fær flúið. Ég held að enginn staður hafi breytt mér jafn mikið og Berlín þó að ég hafi bara búið hér samfleytt í eitt og hálft ár. Berlín gerir mann að svo miklum einstaklingi, ég veit ekki hvernig ég get orðað það öðruvísi, maður finnur svo vel fyrir ábyrgðinni að vera manneskja en líka öllu þessu frelsi. Hver er munurinn á að skrifa á Íslandi og annars staðar? Er munur? Fyrst og fremst fjarlægðin. Ég öðlast nauðsynlega fjarlægð. Jú, og örvunin. Nýir staðir örva mann á nýjan hátt og það hjálpar manni að fá nýjar hug- myndir og hugsa á nýjan hátt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.