Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 28
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 28 TMM 2015 · 2 glæpasögu þar sem glæpurinn væri fyrst og fremst sektarkennd sögu- hetjunnar, samviskubit hennar yfir fóstureyðingu nokkrum árum áður. Ég hafði sjálf eitt sinn farið í fóstureyðingu, að vissu leyti tilneydd út af lyfjum og flækingslegum aðstæðum; mér fannst eftir á að það væri sérkennilegt að senda ungum konum þau skilaboð, eins og oft er raunin, að ef þær geri þetta þá eigi þær ekkert að tala um það meira, það sé bara gleymt og grafið. Því fóstureyðing er ekkert sem bara gleymist, hún getur leitað á mann það sem eftir er og það er nokkuð sem ágerist með árunum. Stundum gera ungar konur sér kannski ekki grein fyrir einmitt því, eftirsjánni sem getur kviknað. Og það hefur verið tabú að tala um þetta, sérstaklega þegar maður, réttara sagt kona, styður yfirráðarétt kvenna yfir líkama sínum af öllu hjarta eins og ég geri, enda minnir mig að það sé nú líka söguhetja í þessari sögu sem átti ekki kost á því að fara í fóstureyðingu eftir nauðgun. Ég þorði varla að nefna þessar vangaveltur þegar ég talaði opinberlega um bókina, það var ekki fyrr en ég eignaðist son minn að ég gat ávarpað eftirsjána upphátt og gengist við henni, ekki bara í óljósum skáldlegum pælingum. En auðvitað flæktust líka siðferðisspurningar um menningarheima og stéttskiptingu inn í söguna, svona já, pælingar um hvort skilgreining á glæp geti ráðist af geðþótta, eins og stríðsglæpir, ég man t.d. að í viðtölum fannst George Bush hann aldrei hafa gert neitt rangt, þó að það sjái ekki enn fyrir endann á skelfilegum afleiðingum ákvarðana hans. Ósjálfrátt byrjaði sem bréf til ófæddrar systurdóttur – viltu segja mér frá tilurð bókarinnar? Fæðing systurdóttur minnar kveikti löngunina til að skrifa bók þegar ég var búin að missa trúna á að ég gæti skrifað nokkuð framar, frekar blúsuð út af þessu leikriti um tjáningarfrelsið sem var bæði að fara með heilasellurnar í mér og sjálfsmynd mína. Mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa, mig langaði að finna tærleikann og ég fann hann í nýfæddu barni. Ég byrjaði að skrifa henni bréf og bréfið varð á endanum að skáldsögu, um leið og ég skrifaði mig ólétta því ég varð ólétt meðan á skrifunum stóð eftir ellefu ára hjónaband. En ég er ennþá að rífast við þessa bók, hún stendur mér svo nærri að hún er nánast óþolandi en hún getur aldrei verið algildur sannleikur. Hún er skáld- skapur. Ég reyndi heldur ekki meira á fyrirmyndirnar en ég hélt að þær þyldu og fyrir vikið er ákveðið ójafnvægi í sögunni, þeir sem mest þola, eða þykjast gera það, koma kannski verr út úr henni fyrir vikið og í samanburði við aðra. Vegna hjátrúar spyr ég þig ekki – að þessu sinni – um bókina sem þú ert að vinna að nú. Eða hvað? Hún er … já, … bara í vinnslu. Ég er að vonast til að skilja hana bráðum sjálf. ***
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.