Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 31
H e i ð u r s l a u n l i s t a m a n n a TMM 2015 · 2 31 „Vjer erum ekki fagurlistadómarar hér á þingi …“1 Eftir mikið umrót í listalífi og menningarstjórnmálum landsmanna á árum síðari heimsstyrjaldar, þegar Jónas frá Hriflu átti í miklum útistöðum við tilraunaglaða listamenn, ákvað Alþingi við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1945 að „Gunnar skáld Gunnarsson [skyldi] njóta 6000 kr. heiðurslauna að viðbættri verðlagsuppbót.“2 Gunnar, sem á þessum tíma var langþekktasti rithöfundur Íslendinga á erlendri grund, hafði flutt aftur til heimalandsins árið 1939. Með veitingu sérstakra heiðurslauna til Gunnars komst festa á það fyrirkomulag heiðurslauna sem við þekkjum nú, þ.e. launin voru veitt beint af Alþingi við afgreiðslu fjárlaga og þeirra nutu listamenn ævilangt. Páll Hermannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, flutti ásamt fimm öðrum þingmönnum breytingartillögu um heiðurslaun Gunnars Gunnarssonar. Í framsöguræðu sagði Páll: Ég tel að við Íslendingar höfum ekki efni á því að láta líta svo út sem við metum lítils og látum okkur fátt um finnast íslenzka menn, er svo víðkunnir hafa orðið erlendis og mikils metnir. Ég finn, að það er sanngjarnt og skylt, að á þessu verði annar blær framvegis. Þarna kemur skýrt fram að vinsældir Gunnars á erlendri grund eru rök fyrir því að veita honum heiðurslaun. Páll taldi einnig að viðtökur Íslendinga þegar Gunnar fluttist heim hefðu ekki verið nægilega höfðinglegar en skáldið hefði „unnið landi sínu og sjálfum sér mikla sæmd og aukið þekkingu erlendra manna á landi og þjóð.“ Páll taldi réttast að Alþingi ákvæði „sjálft úrvals- mönnum laun, og sé ætlazt til, að þau haldist ævilangt, en einhvers konar nefnd úthluti til fjöldans.“3 Þingmaðurinn áleit það virðingarauka fyrir listamenn og þingið að Alþingi tæki að sér að handvelja heiðurslistamenn fyrir hönd þjóðarinnar. Þarna kemur til sú aðgreining sem enn tíðkast í dag, heiðurslaun ákveður Alþingi en tímabundnum launum til listamanna er komið fyrir í því kerfi sem nú heita listamannalaun. Íslenskir listamenn voru, þegar þarna var komið sögu, farnir að gera sig gildandi í menningarlífi nágrannaþjóðanna og við það verða þessar breytingar á menningarstefnu hérlendis, eins konar úrvalsdeild listamanna verður til. Gunnar Gunnarsson naut hins vegar einn þessa heiðurs í fyrstu, það var ekki fyrr en árið 1956 að Halldór Laxness bættist við hlið hans eftir að hafa tekið á móti Nóbels- verðlaununum árið áður. En heiðurslaun listamanna eiga sér lengri og flóknari forsögu. Það var árið 1891 sem listamenn nutu fyrst styrks frá Alþingi og voru það skáldin Matthías Jochumsson og Torfhildur Hólm sem styrkina fengu. Sagn- fræðingurinn Ólafur Rastrick hefur bent á að styrkir til listamanna séu í raun með fyrstu ummerkjum um menningarstefnu íslenskra stjórnvalda og dæmi um að „málefni listsköpunar hefðu laumað sér inn á starfssvið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.