Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 37
H e i ð u r s l a u n l i s t a m a n n a TMM 2015 · 2 37 Einar réttilega á að vegna orðalags frumvarpsins væri Alþingi í sjálfsvald sett „hvort það veitir til dæmis 5 eða 10 mönnum heiðurslaun, eins og nú hefur verið gert undanfarið, eða hvort það gerir það ekki.“ Heiðurslaun voru því háð pólitískum vilja Alþingis á hverjum tíma. Í einni ræðu sinni um málið setti Einar Olgeirsson fram grund vallar- spurningu varðandi stuðning ríkisins við listamenn þegar hann spurði hvernig best yrði tryggt „sem óhlutdrægast mat, bæði séð frá listrænu og stjórnmálalegu sjónarmiði, á þeim rithöfundum og öðrum listamönnum, sem við vildum veita svona laun?“26 Þó Einar noti þarna 1. persónu fleirtölu má ráða af samhengi orða hans að spurningin var ekki sett í samband við val Alþingis á heiðurslistamönnum heldur vinnu úthlutunarnefndar um listamannalaun. Orðalagið um „stjórnmálaleg sjónarmið“ vekur ennfremur athygli, en flokkadrættir hafa löngum blandast umræðu um heiðurslaun enda hafa þjóðkjörnir flokkspólitískir þingmenn haft þau á könnu sinni. Nýleg lög um heiðurslaun listamanna Árið 1991 voru samþykkt ný lög um listamannalaun en með þeim féll út veikt lagaákvæði um heiðurslaunin frá 1967. Stjórnarfrumvarpið, sem þáverandi menntamálaráðherra Svavar Gestsson lagði fram, hafði upp- haflega að geyma svohljóðandi ákvæði: „Alþingi veitir tilteknum lista- mönnum heiðurslaun. Nýir heiðurslaunahafar skulu hafa náð 65 ára aldri.“27 Ákvæði þetta var rætt nokkuð í þingsal. Þar lýsti Þórhildur Þorleifsdóttir, þingkona Kvennalistans, sig samþykka heiðurslaunum enda liti hún á þau sem nokkurs konar eftirlaun. Þórhildur bætti síðan við og endurómaði um leið algengar efasemdir um hlutverk Alþingis: Eins er ég efins um að halda eigi þeirri tilhögun að Alþingi veiti þessi laun. Það má ef til vill segja að Alþingi geti sýnt vilja sinn og virðingu með því að ákveða upphæðir en mér hefur fundist heldur ógeðfellt að hér væru menn að bítast um listamenn og fyndist nær að það væri í annarra höndum.28 Svo fór að lagaákvæði um heiðurslaun datt út árið 1991 en til þeirra var þó áfram veitt fé, þrátt fyrir þá meginreglu að til útgjalda megi ekki stofna án lagastoðar. Ragnar Arnalds sagði að nýju lögin ættu „ekki að hreyfa við heiðurslaunakerfinu á einn eða neinn hátt.“29 Aldursákvæði frumvarpsins, um að aðeins 65 ára og eldri gætu hlotið heiðurslaun, var mótmælt í fjöl- miðlum. Bragi Ásgeirsson, myndlistarblaðamaður Morgunblaðsins, sagði það sæta furðu að takmarka möguleika listamanna á heiðurslaunum við ákveðinn aldur og nefndi því til stuðnings ungan aldur höfuðsnillinga myndlistarinnar á borð við Raphael og van Gogh þegar þeir máluðu sín bestu verk.30 Það var síðan ekki fyrr en á nýrri öld, árið 2012, sem heiðurslaun lista- manna fengu loks sinn eigin lagaramma. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2012 hafði Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamála-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.