Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 45
H e i ð u r s l a u n l i s t a m a n n a
TMM 2015 · 2 45
launum ætti að úthluta til „aldraðra listamanna sem nokkurs konar umbun
á ævikvöldi þeirra eða eiga heiðurslaun að vera starfslaun til starfandi,
skapandi eða túlkandi listamanna? Eða eiga heiðurslaunin að vera sambland
af þessu?“47 Líklegast má svara síðustu spurningunni játandi að því leyti að
þannig hafi heiðurslaunin í raun verið, blanda af starfslaunum og ellilíf-
eyri, allt eftir aðstæðum einstakra listamanna, tengslum þeirra, stundum
skoðunum en síðast en ekki síst listrænu framlagi. Þannig hafa sumir þeirra
sem launanna hafa notið verið virkir í list sinni árum saman eftir að þeir
fengu launin í fyrsta sinn, á meðan aðrir hafa ekki getað helgað sig listinni
og launin orðið þeim elli- eða jafnvel örorkulífeyrir frekar en undirstaða og
hvati til listsköpunar. Eins og heiðurslaunin hafa mótast í gegnum tíðina
er erfitt að koma í veg fyrir slíkt, enda aðstæður fólks mjög mismunandi.
Heiðurslaunin eru því í senn bæði stallur sem Alþingi lyftir einstaka lista-
mönnum á, þó ekki sé nema að nafninu til, og í einhverjum tilfellum ákveðið
öryggisnet í ætt við velferðarkerfið.
Meðalaldur listamanna sem hlotið hafa heiðurslaun Alþingis frá því
að Gunnar Gunnarsson fékk heiðurslaun árið 1945 er 70 ár. Því er ljóst
að launin hafa verið hugsuð að stórum hluta sem ellilífeyrir enda hafa
meiriháttar frávik frá þessum meðalaldri kallað á nokkra umræðu bæði á
Hlutfallsleg skipting heiðurslistamanna milli listgreina 1945–2014
39%
19%
17%
15%
9%
1%
Bókmenntir
Leiklist
Myndlist
Tónlist
Tónskáld
Kvikmyndir