Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 46
G u ð n i Tó m a s s o n
46 TMM 2015 · 2
Alþingi og í fjölmiðlum. Árið 1974 ákvað Alþingi til dæmis að Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur skyldi njóta heiðurslauna á næsta fjárlagaári en
hann var þá á 49. aldursári. Svava Jakobsdóttir, rithöfundur og þingmaður
Alþýðubandalagsins, hafði af þessu nokkrar áhyggjur í þinginu:
Meirihluti menntamálanefndarmanna hefur hins vegar nú vikið frá þeirri megin-
reglu að velja menn, sem eiga að baki langan listamannsferil, og valið listamann á
miðjum aldri sem á væntanlega enn langa starfsævi framundan. Slíka stefnubreyt-
ingu teljum við því aðeins réttlætanlega, að engir listamenn með lengri starfsaldur
að baki og þá jafnframt eldri að árum komi til greina. Svo er þó ekki nú. Við teljum
að með þessari tillögu sé gengið á rétt nokkurra listamanna, sem að öllu athuguðu
hefði verið eðlilegra að veita heiðurslaun í ár.
Svava tiltók síðan aðra þá sem henni fannst að ættu að hljóta heiðurinn á
undan hinum unga Indriða. Hún nefndi Snorra Hjartarson, Ólaf Jóhann
Sigurðsson og Sigurjón Ólafsson, en þeir tveir fyrrnefndu hlutu heiðurinn
síðar, rétt eins og Svava gerði á sínu 73. aldursári. Hún áleit að með vali á
Indriða væri þingið að „fara inn á vafasama braut, ef heiðurslaun á að virða
nokkuð á annað borð.“48
Vitanlega snúast heiðurslaun listamanna líka og að stærstum hluta um
listrænt framlag. Það er ekki alltaf metið svo auðveldlega því að skoðanir,
smekkur og álit á persónum og verkum, hafa mikil áhrif í mati á náunganum
og verkum hans, ekki síst í þessu fámenna samfélagi.
Í grein í næsta hefti verður fjallað um gamlar og nýjar hugmyndir um
íslenska akademíu listamanna. Ennfremur verður hugað að erlendum
dæmum um heiðursstyrki til listamanna og mögulegar breytingar á
núverandi fyrirkomulagi kannaðar.
Tilvísanir
1 Grímur Thomsen, þingmaður og rithöfundur, í þingræðu 1891. Alþingistíðindi A (1891), d. 650.
2 Stjórnartíðindi (1944), bls. 140.
3 Páll Hermannsson, Þingræða um fjárlög 1945, Alþingistíðindi B (1944), sótt 7. nóvember 2014
af http://www.althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=656<hing=63&dalkur=6051944.
4 Ólafur Rastrick, Íslensk menning og samfélagslegt vald 1910–1930. Reykjavík: Hugvísinda-
stofnun Háskóla Íslands, 2013, bls. 129.
5 Alþingistíðindi A (1891), d. 650.
6 Alþingistíðindi B (1891), d. 1062.
7 Sama heimild.
8 Þórunn Erlu Valdimarsdóttir, Upp á sigurhæðir: saga Matthíasar Jochumssonar. Reykjavík: JPV
útgáfa, 2006, bls. 489–490.
9 „Baráttan um skáldalaun Þorsteins Erlingssonar á Alþingi 1895–1913“, Jólablað Þjóðviljans, 24.
desember 1957, bls. 19–25.
10 Guðmundur Hálfdánarson og Ólafur Rastrick, „Culture and the Construction of the Icelander
in the 20th Century“. Í A. Cimdina og J. Osmond (ritstjórar) Power and Culture: Hegemony,
Interaction and Dissent. Pisa: Edizioni Plus, 2006, bls. 106.
11 Stjórnartíðindi (1928), bls. 7–8.