Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 55
F l ó t t a f ó l k i ð á b a ð i n u TMM 2015 · 2 55 sem hann skyldi flytja þegar hann kæmi heim. Kurteis en ákveðin ræða þar sem hans sýn á veru þeirra kæmi fram. En síðan þegar hann kom heim, lagði bílnum og steig út langaði hann eiginlega bara að panta pizzu og horfa aðeins á sjónvarpið. Hann opnaði dyrnar inn á baðherbergið, svona rétt til að gá hvort fólkið væri kannski farið sjálft en þarna var það, vesældarlegt og samanhniprað í baðkarinu. Nú virtist eitthvað vera að brenna úti þegar litið var út um gluggann, og rétt þegar Jakob var að loka dyrunum heyrði hann í mönnum öskra fyrir utan, og síðan eins og heil fylking manna í þungum skóm hlypi framhjá. Hann pantaði sér pizzu með þistilhjörtum, ólífum og pepperoni og leigði mynd í gegnum VOD-ið en hún var leiðinleg og hann hætti að horfa þegar hún var hálfnuð. Hann fróaði sér yfir klámi í tölvunni, tvær stelpur og einn kall, og síðan fór hann að sofa. Hann vaknaði um miðja nótt við rosaleg læti, allt húsið lék á reiðiskjálfi og hann stökk framúr. Einhvern veginn vissi hann að þetta hefði komið frá bað- herberginu niðri og hann fór í silkináttsloppinn sinn og gekk niður stigann. Hann opnaði inn á bað og sá að einn veggurinn var mölbrotinn, þar var nú risahola og allt fullt af ryki og reyk og brunalykt en þó enginn eldur. Konan grét í hljóði og hélt um barnið. Hún sýndi Jakobi það, lyfti því að honum þannig að hann sá hvar blæddi úr því og það virtist fölt. Nú var nóg komið. „Út með ykkur!“ öskraði hann á þau og benti á gatið í veggnum. „Út!“ Nú þegar rykið var að setjast sá hann að hinum megin við gatið í veggnum var ekki Reykjavík heldur önnur borg, þéttbyggð borg með ljósbrúnum húsum. Mörg voru að hruni komin vegna sprenginga og inn á milli mátti sjá hermenn með riffla. Þeir hlupu á milli bygginganna í hópum og skimuðu um. Einn þeirra stoppaði augnablik, miðaði út í bláinn og skaut. „Út með ykkur,“ sagði Jakob aftur. „Sjáiði ekki hvernig þið eruð búin að fara með baðherbergið mitt?“ Þau stóðu upp og litu á Jakob, öll von dauð í augum þeirra. Strákurinn og stelpan litu á föður sinn eins og þau biðu þess að hann segði eitthvað. Hann opnaði munninn og sagði eitthvað við Jakob sem hann heyrði ekki alveg. Hann tók síðan fastar um börnin og leiddi þau út um gatið á veggnum, út í borgina sem beið þeirra. Þegar þau fóru lokaði Jakob aftur og fór upp. Hann var alltof æstur til að fara strax aftur að sofa þannig að hann kláraði myndina sem hann hafði leigt. Seinni hlutinn var allt í lagi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.