Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 57
TMM 2015 · 2 57 Böðvar Guðmundsson Tilurð og örlög tveggja ljóða og afdrif höfunda þeirra Þessi hugleiðing var upphaflega samin sem kveðja til góðra vina en alls ekki ætluð til birtingar annars staðar en í tölvupósti til þeirra. Hún ber þess líka merki, hvergi var hirt um að tilgreina heimildir eins og vandi er góðra fræði- manna. Ég fer heldur ekkert að breyta því nú, þegar afráðið er að greinin komi í TMm. Þeir sem efa að ég fari með rétt mál verða því sjálfir að hafa fyrir því að finna heimildirnar, enda er greinin meira í ætt við ritgerð en fræðigrein þótt auðvitað sé allt rétt sem í henni stendur. Annaðhvort væri nú. Þegar hún barst vinum mínum bentu mér nokkrir á staði þar sem ég annaðhvort hafði mis- skilið eða farið rangt með nema hvort tveggja væri. Góðar leiðbeiningar þeirra hef ég fært inn og þakka þeim öllum fyrir. Tvær ljóðaþýðingar fylgja með, hvorug betri en hin og hvorug betri en mér er unnt. Ég valdi þá þýðingaraðferð sem sumum finnst ófær, að reyna að fylgja „anda frumtextans“ á kostnað nákvæmninnar. Ég læt þó lausamálsþýðingar mínar fylgja með báðum ljóð- unum í þessari hugleiðingu og birti svo þýðingarnar sjálfar í lokin. Tilviljunin sem ræður lífi okkar olli því að mér var uppálagt að þýða á íslensku tvö þýsk ljóð. Um hvorugt hafði ég hugsað í alvöru áður og því fór ég að skoða sögu þeirra og ekki síst að safna að mér fróðleik um höfunda þeirra. Gamaldags bókmenntafræði sem hæfir aldri mínum, vitsmunum og smekk. Það er alkunna að baráttufólk fyrir einhverri ákveðinni skoðun eða hreyfingu vitnar oft í bókmenntir eins og þar sé sjálfan stórasannleik að finna sem jafnframt réttlæti baráttu þess og málstað. Þannig eru bókmenntaverk oft notuð og því miður oftar en ekki misnotuð. Annað þessara þýsku ljóða var misnotað á óhuggulegan hátt, hitt var notað á enn óhuggulegri hátt. Túlkunarmöguleikarnir eru óteljandi, því miður þegar illa tekst til, sem betur fer þegar frjó hugsun fær frelsi til að glíma við þann Golíat sem ljóðtexti getur verið. Stundum heyrast raddir sem segja að bókmenntirnar eigi að vera ópólitískar, skáld og rithöfundar eigi að einbeita sér að þeim þremur þáttum mannlegrar tilveru sem mestu máli skipta, lífinu, dauðanum og ástinni. Stjórnmálafólkið skuli sjá um það sem minna máli skiptir svo sem eins og heilsu, menntun, matvæli, fatnað og húsnæði!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.